Kosningavíxlar afturhaldsins að opinberast
14.5.2013 | 20:00
Þeir Íslendingar sem hafa svo gott mynni að muna allt að tvo mánuði aftur í tímann, ættu að kannast við málflutning frambjóðenda Framsóknarflokks, einkum Sigmundar Davíðs, þegar hann efaðist stórlega um að afkoma ríkissjóðs væri svo góð sem stjórnarflokkanrnir héldu fram. Reyndar tóku frambjóðendur Sjálfstæðisflokks undir þessaer áhyggjur einnig.
Þetta var kallað svartagaldurs þrugl af ráðamönnum þjóðarinnar. Það er að koma í ljós hver það var sem framdi svartagaldurinn!
Það er því að staðfestast sá grunur sem Sigmundur og aðrir frambjóðendur Framsóknar héldu fram, að ástandið í ríkisfjármálum væri verra en ráðamenn héldu fram. Undir þetta tók Steingrímur J. í dag, þegar hann sagði að tekjur ríkissjóðs næðu ekki þeim væntingum sem áður hefur verið haldið fram.
Ofaná þetta bætist síðan þeir kosningavíxlar sem ráðherrar undirrituðu síðustu daga fyrir kosningar, eftir að Alþingi hafði verið slitið. Þar var lofað vel, þó afraksturinn í atkvæðum hafi látið á sér standa. Kostnaðurinn við þessi loforð fráfarandi ráðherra er enn dulin ráðgáta. Sumt geta ný stjórnvöld dregið til baka, en annað eru þau bundin af og fá það hlutverk að fjármagna. Eitthvað sem fráfarandi ráðherrar vissu að þeir þyrftu ekkert að spá í.
Það er því rangt hjá fráfarandi fjármálaráðherra að ríkisfjármálin séu ekki dekkri en áður hefur verið haldið fram. Fyrir liggur að í kosningabaráttunni héldu stjórnvöld því mjög á lofti að búið væri að mestu að loka ríkisfjármálagatinu. Nú er ljóst að það gat er upp á nokra tugi milljarða, bæði vegna minni tekna en áætlað var og einnig vegna kosningavíxla fráfarandi ráðherra.
Það er einnig rangt hjá fráfarandi fjármálaráðherra að Sigmundur Davíð hafi ekki unnið sína vinnu. Hann hélt því fram í kosningabaráttunni, ásamt frambjóðendum bæði Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, að myndin væri dekkri en fráfarandi stjórnarflokkar héldu fram.
Ummæli Sigmundar eru einungis staðfesting á því sem haldið var fram í undanfara kosninganna.
Það er kannski undarlegst við allann fréttaflutning af þessum ummælum Sigmundar, að flestir fjölmiðlar gera sér leik að því að sleppa mikilsverðasta þætti þessara ummæla, þar sem hann segir að þetta breyti engu um áherslu Framsóknar á skuldaleiðréttingu heimila. Einhverra hluta vegna virðast flestir fjölmiðlar vilja sleppa þessum hluta ummæla Sigmundar Davíðs, sem hefur svo aftur kallað á skrif andstæðinga hans um að þessi ummæli hans séu látin falla svo komast megi með einhverjum hætti framhjá hellsta kosningaloforði Framsóknar.
Svo er alls ekki, heldur er hann einungis að staðfesta málflutning sinn frá því fyrir kosningar.
Einungis er hægt að finna þessi orð Sigmundar í heild sinni á eyjan.is, en þau eru svohljóðandi, orðrétt:
Ég verð reyndar að viðurkenna að nýjustu upplýsingar um stöðuna og horfurnar í ríkisfjármálunum eru verulegt áhyggjuefni, segir Sigmundur Davíð um þau mál. Að óbreyttu er útlitið miklu verra en haldið var fram í aðdraganda kosninga. Í því felst þó fyrst og fremst áminning um mikilvægi þess að ný ríkisstjórn breyti stefnunni í efnahagsmálum og skapi aðstæður til að verðmætasköpun geti aukist og þar með tekjur ríkisins. Næsta ríkisstjórn mun þurfa að takast á við gríðarstór úrlausnarefni en sem betur fer eru tækifærin líka gríðarlega mikil.
Hann harðneitar því þó að þessar nýju upplýsingar leiði til þess að hann ætli að draga í land með loforð um leiðréttingar fyrir skuldsett heimili í landinu.
Nei, nýjar upplýsingar um stöðu ríkisfjármála hafa ekki áhrif á stefnu okkar í skuldamálunum enda eru þær til þess fallnar að bæta stöðu þjóðarbúsins með því að bæta stöðu heimilanna, svarar hann.
Þarna eru ummælin í heild sinni, ekki klippt niður eftir hentugleika. Fólki væri kannski hollt að lesa þau í heild sér, áður en ætt er af stað í gagnrýni. A.m.k. ætti að vera sterk krafa til þeirra sem verma stóla stjórnarráðsins að stunda slík heiðarleg vinnubrögð, í stað útúrsnúniga og falsana!
Vandræðalegt fyrir Sigmund Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega!
Davíð (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 22:23
Allar þessar upplýsingar um fjárhagsstöðu ríkissjóðs lágu fyrir löngu fyrir kosningar. Það var því ekki verið að fela neitt eða gefa einhverja glansmynd. Samt sem áður er himin og haf milli þeirrar fjárhagsstöðu sem ríkissjóður býr núna við samanborið við það sem var þegar þessi ríkisstjórn tók við. Það hefur því náðst mjög góður árangur hjá fráfarandi ríkisstjórn við að bæta stöðu ríkissjóðs og þjóðarbúsins almennt. Það er eifnaldlega það sem framámenn stjórnarflokkanna voru að segja. Nú eru hins vegar blikur á lofti vegna loforðaflaums þeirra sem nú eru að mynda ríksistjórn og annað hvort verða þeir að svíkja stærstu kosningaloforð sín eða setja ríkissjóð á hliðina. Það er ekki vegna slæms viðskilnaðar fráfarandi ríksstjórnar heldur vegna fullkomlega óraunhæfs loforðaflaums Framaóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Auðvita segist Sigmundur Davíð ætla að standa við lforðin sín á þessu stigi málsins en það lyktar af þessu eins og verið sé að undirbúa það að draga að minnsta kosti eitthvað úr efndum með fjárhagsstöðu ríkissjóðs sem afsökun.
Sigurður M Grétarsson, 14.5.2013 kl. 23:18
Það rökræðir enginn trúarbrögð, Sigurður, því útilokað að svara þér.
Gunnar Heiðarsson, 14.5.2013 kl. 23:55
Gunnar. Með þessum orðum ert þú svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi.
Engin rök bara skítkast.
En það breytir ekki þeirri staðreynd að allar þær upplýsingar sem Sigmundur Davíð hefur núna um stöðu ríkisfjármála voru til staðar fyrir kosninga.
Sigurður M Grétarsson, 15.5.2013 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.