Ótímabær umræða.
1.5.2013 | 16:28
Minnihlutastjórn getur aldrei orðið lýðræðisleg. Slíkt fyrirkomulag er ávísun á pólitísk hrossakaup, eins og við fengum svo glögglega að sjá á síðasta ári fráfarandi ríkisstjórnar.
Minnihlutastjórn á einungis að mynda þegar allar aðrar leiðir eru lokaðar og þá einungis til að brúa bil að kosningum, sem þá verður að halda svo fljótt sem kostur er.
Lýðræðið byggir á umboði þjóðarinnar og ef ekki er hægt að mynda meirihluta ríkisstjórn með því umboði, verður einfaldlega að boða til nýrra kosninga. Að öðrum kosti er lýðræðið ekki virkt.
Eins og áður segir er minnihlutastjórn ákall á pólitísk hrossakaup. Til að slík ríkisstjórn geti stjórnað landinu þarf hún að semja við aðra flokka um stuðning við hvert mál. Slíkir samningar eru nánast alltaf gagnkvæmir, þ.e. sá flokkur sem styður ríkisstjórnina í viðkomandi máli fær eitthvað í staðinn. Þetta kallast pólitísk hrossakaup. Það sem verra er, er að oftar en ekki fá litlir flokkar gjarnan óeðlilega mikil völd við slíkt stjórnarfyrirkomulag, miklu meiri völd en þjóðin var tilbúin að veita þeim.
Það liggja fyrir mörg og stór málefni sem þarf að taka á í okkar þjóðfélagi á næstu vikum og mánuðum. Að ætla að halda í slíkt verkefni án styrks meirihluta á Alþingi er skelfileg tilhugsun. Það mun einungis leiða til þess að mestur tími valdhafa fer þá í að semja um afgreiðslu mála, í stað þess að koma þeim í framkvæmd fljótt og örugglega.
Þessar spekúleringar um minnihlutastjórn eru í raun óþarfar. Niðurstaða kosninganna var skýr og tveir flokkar fengu öruggann meirihluta. Markmið þessara flokka eru nánast þau sömu, þó leiðirnar að þeim séu eitthvað mismunandi. Ná þessir flokkar ekki saman um leiðir að markinu, eru eftir nokkrir möguleikar á myndun meirihlutastjórnar þriggja flokka. Því er þessi umræða með öllu óþörf, a.m.k. þar til stjórnarmyndunarviðræður eru komnar í eitthvert öngstræti. Þær eru ekki enn hafnar.
Lýðræðislegar minnihlutastjórnir mýta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hinn Oxford menntaði, glöggskyggni og skarpgreindi Sigmundur væri nú lítils virði ef hann hlustaði á gaspur í svona hálf-menntuðum kellingum með pappírs-próf. Sigmundur veit betur. Hann er að hugsa um framtíðina á breyttum tímum sem fljúga áfram!!!
Vinur (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 17:03
Leyfðu þessu hálfmenntaða kellingargimpi að kvabba út í horni, Sigmundur. Hún er föst í viðjum gamla tímans, hugsandi um sig og sína, flokkshundahollustuna og annan vesældóm sem mannfræðingar fást við að greina í dag. Hugsa þú um hina stærri heildarmynd. Hugsa þú um hina nýju tíma. Hugsa þú um mannkynið í heild. Hugsa þú hvar ÞÚ SJÁLFUR villt vera staðsettur í þeirri sögu sem nýji tíminn sem ekkert fær stöðvað og þú sjálfur hefur unnið að gengur í garð. Friður á jörðu. Frelsi og réttlæti.
Vinur (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 17:06
Guð blessi Sigmund Davíð og Birgittu Jónsdóttur. Guð blessi alla sem standa með hinu góða á móti hinu illa. Guð blessi allar hugrakkar sálir.
Vinur (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 17:07
Geta þessi kvikindi á Mogganum svo ekki farið að hafa vit á því að ráða vel greint fólk með vit á því sem þau eru að tala um, en ekki bara heilalausa flokkshunda með einhverjar prófgráður. Þetta kellingargimpi er bara sauðfé, en enginn "stjórnmálafræðingur". Hún hefur ekki vit á neinu en gellta sem fjárhundur ef henni finnst einhver ógna foryngjum hennar. Og þetta kallar Moginn "fræði". Lifi LÝÐRÆÐISTÍMARNIR NÝJU! Sem munu koma með hjálp tækninnar! Lifi framsýnir menn!
Vinur (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 17:09
Minnihlutastjórn yrði óvinur 90% landsmanna
Óvinur (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 17:26
Mér er annt um málfrelsið en svona munnsöfnuð sem "Vinur" viðhefur í athugasemdakerfi mínu þykir mér ljóður. Ef menn vilja hafa slíkann munnsöfnuð frammi, verða þeir að vera menn til að setja nafn sitt við þann málflutning!
Að vera með ljótann munnsöfnuð í skjóli nafnleyndar er leikur hugleysingjans!
Gunnar Heiðarsson, 1.5.2013 kl. 17:29
Hvað kusu margir einhvern annan en Sjálfstæðisflokkinn? 90% Ó, nei... Og hver er óvinur? Sá sem maður heldur að sé vinur sinn, en er það ekki? Eða þessi sem maður heldur að sé óvinur sinn en er að koma í veg fyrir maður verði seldur í þrældóm meðan maður situr og horfir á sjónvarpið? Reiknaðu það dæmi til enda. Málfrelsið? Það gæti verið farið á morgunn. Það getur ekkert annað en sterkt alþjóðlegtnet (og nei, ég er ekki að tala um ESB eða slík gerfitól) komið í veg fyrir að lýðræðið verði tekið frá okkur. Við lifum á hættulegum umbrotatímum, lýðræði að verða til út um allan heim, og öfl græðgis og haturs að reyna að rústa því og taka frá mönnunum frelsi í stað þess að gefa þeim meira.
Þórður (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 19:30
það er dapurt að sja og lesa hvað argir hafa afhjupað sina vanliðan i ljótum munnsöfnuði og hatursfullum áróðri þennann siðasta tima Auðvitaðvitum við að þjóðin er i vondum málum á margann hátt en það gefur ekki leyfi á að megi haga ser eins og mannygt naut i orði og á borði ,En sumir virðast fá útras og sleppa ser lausum algjörlega i allskyns orðflaumi miður flottum ...En eg er svo illa innrettuð að eg vil fullyrða að margir gerðu betur með þvi að fá útrás i að bæta eigin ástand og aðstæður en liggja yfir þvi að senda skit og skömm á alla kanta i allt og alla .....Að örðu leyti bið eg spennt sem aðrir eftir stjórnarmyndun ...mer finnst svo margt geta skeð og eg treysti Sigmundi Davið svo algjörlega til að meika hlutina á sinn hátt og kanski svolitið öðruvisi ? en fyrst af öllu tek eg úrslitum eins og þau koma ...enda ekki mitt vit og margra annara ,ekki þess umkomið að vita betur en þeir sem standa i eldlinunni .....eða geta dæmt ....en öll megun við hafa okkar skoðanir ágóðann hátt ...
Rhansen (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.