Hvernig varð hagnaður vogunnarsjóðanna til ?
26.4.2013 | 18:29
Það eru flestir sammála um að vogunnarsjóðirnir verði ekki leystir frá þrotabúum föllnu bankanna nema þeir gefi afslátt á kröfum sínum. Enn eru menn þó ekki á sama máli um hvernig þessum æfslætti skuli skipt.
Af stjórnarflokkunum þá virðast VG liðar lítt hafa sett sig inn í þetta dæmi og tjá sig hellst ekkert um það, meðan Samfylking vill láta alla landsmenn njóta þessa, með því að nota þetta fjármagn til að greiða niður erlendar skuldir og lækka þannig vaxtabyrgði þjóðarinnar. Vilja sem sagt að þetta fé fari úr landi.
En til að átta sig á þessu máli verður fólk að skoða hvernig þessi hagnaður af kröfum þrotabúanna varð til. Þá er rétt að minnast þess lánþegar hafa greitt yfir 450 milljarða í verðbætur af sínum lánum frá hruni. Þetta fé fer að stæðstum hluta sem hagnaður til þrotabúanna.
Það er vissulega rétt að fleiri í þjóðfélaginu en lánþegar eiga við erfiðleika að stríða. En það eru einungis lánþegar sem hafa þurft að leggja til fjármagn svo hagnaður vogunnarsjóðanna af kröfum í þrotabúin varð til.
Það eru því lánþegar sem eiga kröfu í það fé sem hægt er að ná út úr samningum við kröfuhafanna. Vanda hinna verður að leysa með öðrum hætti.
Sú mýta hefur heyrst frá frambjóðendum Samfylkingar að hundruðir milljarða muni koma inn í hagkerfið, verði leið Framsóknar valin. Þetta er röng fullyrðing. Þar er verið að tala um að leiðrétta höfuðstól lána, enginn mun fá greidda peninga í því sambandi. Vissulega mun greiðslubyrgðin lækka en það eru einungis smáaurar í þessu sambandi. Sú lækkun mun fyrst og fremst leiða til þess að fólk mun geta haldið sínu húsnæði.
En hvaða áhrif hefur það á hagkerfið ef hundruðum milljarða, sem hugsanlega verður hægt að ná í gegnum samninga við vogunnarsjóðina, verður kastað úr landi? Hvernig mun hagkerfið bregðast við slíku? Jafnvel þó vaxtabyrgðin lækki mun það ekki vega upp á móti þeirri skelfingu sem slík aðgerð hefði í för með sér.
Megin málið er að hagnaður vogunnarsjóðanna á þeim kröfum sem þeir keyptu á hrakvirði er til kominn vegna þess að lánþegar hafa verið rukkaðir um lán sín að fullu. Þessir sjóðir stunda áhættufjárfestingar og þegar þeir keyptu þessar kröfur gerðu þeir sér vonir um einhvern gróða. Þeir gerðu sér þó fulla grein fyrir því að sá gróði gæti orðið lítill og jafnvel enginn.
Því ber að nota það fé sem hægt verður að ná út úr samningum við vogunnarsjóðina til leiðréttingar á stökkbreyttum lánum. Verði afgangur þegar því verki er lokið, má nota hann til annara hluta.
Lánþegar hafa forgang í þetta fé!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.