Kosningavíxlar stjórnvalda

Sjaldan höfum við séð jafn stórann kosningavíxil og fyrir þessar kosningar.

Á síðustu dögum Alþingis tókst stjórnvöldum að keyra í gegn málefni sem munu kosta þjóðina um eða yfir 100 milljarða, sum þeirra ágæt og þörf en önnur minna áríðandi. Stór hluti þessarar fjárhæðar mun lenda á þessu fjárhagsári, sem stjórnarflokkarnir hæla sér af að sé með nánast hallalausum fjárlögum. Raunveruleikinn er annar og hætt við að halli fjárlaga fyrir þetta ár verði upp á tugi milljarða króna.

Verri er þó "litli" kosningavíxill stjórnvalda, upp á rúma fimm milljarða króna. Það er sá víxill sem stjórnvöld hafa tekið eftir að Alþingi lauk, með ýmsum loforðum fram í tímann. Ákvarðanir teknar framhjá Alþingi og geta því ekki talist annað en innantóm loforð. Þetta er gert í örvæntingu, til að freista þess að kaupa atkvæði.

Þessir víxlar virðast vera að skila stjórnarflokkunum einhverjum atkvæðum, samkvæmt skoðanakönnunum. En þó mun minna en stjórnvöld ætluðu og hætt við að hvert atkvæði sem þeim tekst að vinna séu nokkuð hátt metin, fjárhagslega.

Þetta fólk hallmælir því að leiðrétta þurfi vanda heimila, koma fram með loðnar tillögur um að leggja skuli áherslu á þá sem verst eru staddir. Hvar liggja þau mörk? Liggja þau hjá þeim sem ekki geta lengur borgað sínar skuldir? Eða liggja mörkin hjá þeim sem eiga erfitt með að ná endum saman við hver mánaðarmót? Þessar leiðir sem stjórnarflokkarnir boða, bjóða upp á enn frekari misskiptingu, þar sem þeir sem óvarlegast fóru fá enn og aftur meiri bætur en þeir sem sýndu ráðdeildni. Það er skelfileg skilaboð til þjóðarinnar og síst til þess ætluð að fá fólk til að fara varlega í fjárútlátum. Þegar verðlaun eru veitt til þeirra sem lifa um efni fram, en hinum hengt sem sýna ráðdeildni!!

Ástæða þess að stjórnarflokkarnir telja ekki mögulegt að fara í leiðréttingu hjá öllum sem hafa orðið fyrir óréttmætri hækkun lána, er fjárskortur. Það er nokkuð undarlegt þegar hægt er að taka víxil upp á hundrað milljarða gegnum Alþingi, á síðustu dögum þingsins fyrir kosningar og bæta síðan öðrum upp á fimm milljarða framjá Alþingi, eftir að Alþingi hefur verið sent heim!

Siðleysi valdhafa hefur aldrei verið meira en fyrir þessar kosningar!!

 

 


mbl.is 100 milljarðar í ný útgjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband