Hverjar eru raunverulegar eignir kröfuhafa ?
19.4.2013 | 08:34
Ekki ætla ég að segja að Lars Christiansen fari með fleypur, slíkt væri óráð. Hitt er annað að hann þyrfti kannski að skoða forsendur aðeins betur.
Hann segir að nauðsynlegt sé að leiðrétta skuldir heimila, en bara ekki með fé úr föllnu bönkunum. Hvaðan ætlar hann þá að taka það fé? Og hver er grunnur þess að lán heimila landsins stökkbreyttust? Var það ekki vegna aðgerða þessara gömlu banka? Eiga þá heimilin ekki kröfur í þessi þrotabú?
Þá segir hann að eigendur krafna í þrotabú gömlu bankana séu erlendir fjárfestar og nefnir einnig norræna lífeyrissjóði. Ekki hefur verið gefið upp hverjir nákvæmlega eiga þessar kröfur, þó hefur verið sagt að erlendir vogunnarsjóðir séu þar stæðstir, eigi nánast allar kröfurnar. Þessir sjóðir hafa keypt þessar kröfur á hrakvirði í von um gróða, en gera sér jafnfram grein fyrir að þeir eru að taka áhættu. Þessir sjóðir eru ekki erlendir fjárfestar og vonandi ekki heldur grunnur norrænna lífeyrissjóða. Verið getur að einhverjar kröfur séu í höndum erlendra fjárfesta og norrænna lífeyrissjóða, en meðan kröfuhafar vilja ekki gefa upp hverjir þeir eru, er ekki hægt að sýna þeim samúð. Þá má heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að þessir erlendu kröfuhafar sem ekki hafa selt sínar kröfur til vogunnarsjóða, eiga þær vegna viðskipt við gömlu bankana, viðskipta sem gerð voru vegna óraunhæfra loforða þeirra um ávöxtun. Lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar hefðu átt að átta sig á að þau loforð voru of góð til að standast.
Það er í sjálfu sér ekki undarlegt þó fjármálaelítan sendi fram á vígvöllinn þekkta menn, sem hafa á sér gott orð í spágáfum, nú þegar ljóst er að hér verða stjórnarskipti á næstu dögum. Þeir átta sig á að samúð til þeirra er þrotin, enda hefur hún ekki verið endurgoldin á neinn hátt, þvert á móti.
Leiðrétting lána heimila landsins er forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar. Þá leiðréttingu á að sjálfsögðu að sækja þangað sem misræminu olli, föllnu bankana og þeirra nýju sem reistir voru á grunni þeirra föllnu, með fé landsmanna og lánasöfnum lánþega.
Almenningur hefur þurft að taka þátt í uppbyggingu landsins af fullum þunga, hvort sem þeir áttu einhvern þátt í hruninu eða ekki. Hvað réttlætir það að þeir sem voru rót hrunsins verð stikkfrí í þeirri vegferð.
Það eru ekki svo fá skiptin sem fjármálakerfið hefur fullyrt að hér fari allt í kalda kol ef því er ekki hlýtt og margur fræðimaðurinn misst æru sína á því að taka undir slíkan hræðsluáróður. Þjóðin hefur þó sannað að oftast er slíkur áróður marklaus. Icesave málið er kannski stæðsta málið á þessu sviði, þar sem fjármálaelítunni tókst að véla nánast alla stjórnmálastéttina með sér í lið og menntamenn gengu hver af öðrum fram og studdu það mál. Eftir sem áður tók þjóðin málið í sínar hendur og hafnað þeim samningum. Ekkert af því sem fjármálaelítan hótaði stóðst og eftir sat stjórnmálastéttin vængbrotin og margur menntamaðurinn ærulaus!
Hvers vegna ætti það að valda hér einhverri ógn þó hagnaður erlendra vogunnarsjóða verðu eitthvað minni en hann best gæti orðið? Hagnaður þeirra verður eftir sem áður töluverður. Og þó einhverjir erlendir fjárfestar eða norrænir lífeyrissjóðir hafi ákveðið að bíða og sjá, í stað þess að selja sínar kröfur til erlendra vogunnarsjóða, er ljóst að þeirra tap mun verða mun minna en ætlað var fyrst eftir hrun. Þessir aðilar tóku áhættu þegar þeir ákváðu að bíða með sínar kröfur og þeir tóku áhættu með því að versla við föllnu íslensku bankana, áhættu sem fólst í óeðlilegri ávöxtum. Þetta áttu þeir sem fagfjárfestar að gera sér grein fyrir.
Eftir stendur spurningin, hverjar eru raunverulegar eignir kröfuhafa? Og kannski frekar hin spurningin, hverjir eiga raunverulega kröfur á þessi þrotabú? Eru það þeir sem ákváðu að taka áhættu, eða eru það fjölskyldur landsins sem höfðu ekki val?
Kosningaloforð gleðja ekki fjárfesta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er verið að færa niður skuldir um allan heim og þá nánast án undantekingar á kostnað kröfuhafa. Þetta hefur líka verið gert í Danmörki t.d. með því að selja FIH algjörlega stýrðri nauðungarsölu sem varð m.a. til þess að Seðlanki Íslands tapaði peningum.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 09:19
Þ'a er líka athyglisvert hvað þessu áliti hins danska hagfræðings er gert hátt undir höfði í fjölmiðlum. Um helgina var í Silfri Egils Hollenskur hagfræðingur (mjög hátt skrifaður hagfrðingur)sem ég man ekki nafnið á sem taldi það ekki bara mögulegt að íslendingar færðu niður eignir erlendra kröfuhafa heldur einfaldlega borðliggjandi.
stefan Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 09:22
Daninn Lars Christiansen hjá Danske Bank er örugglega á mála hjá hrægömmunum, sem eru að safna liði gegn Íslandi. Vitað er að þeir hafa ráðið Norðmanninn Bjørn Richard Johansen, sem var ráðgjafi Geirs H. Haarde. Að auki hafa þeir fjölda Íslendinga í vinnu við að hafa fé af Íslendingum.
Haft er eftir Dananum:
Lars Christiansen ómakar sig við að setja sig í spor hrægammanna, en þessum Íslandsvini dettur ekki í hug að skoða stöðu Íslendinga. Hann beitir jafnvel þeim lævísa áróðri að lífeyrisþegar í Danmörku séu í hópi hrægammanna. Hvenær og hvernig eignuðust þessir lífeyrisþegar hluti í þrotabúunum?
Við erum að sjá áframhald Icesave-deilunnar og eins og þá eiga erlendu kröfuhafarnir öfluga innlenda bandamenn. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn ætluðu að hleypa Snjóhengjunni úr landi og raunar eru tugir milljarða farnir. Árni Páll Árnason lýsti því ýtrekað yfir að hrægammarnir ættu að fá allan erlendan gjaldeyri til útgreiðslu, sem er að finna í þrotabúunum. Hann gaf þá skýringu, að langt væri síðan þessi gjaldeyrir hefði komið til Íslands og ætti hér ekki lengur lögheimili.
Steingrímur gaf hrægömmunum nýgju bankana og keypti síðan Landsbankann af þeim fyrir 300 milljarða. Í bræði yfir niðurstöðu þjóðaratkvæðisins um Icesave, hótaði Steingrímur að hefna sín á Íslendingum og þær hótanir hefur hann efnt.Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 19.4.2013 kl. 10:58
Forsendurnar byggja einfaldlega á lögum og stjórnarskrá Íslands. Heimspekilegar vangaveltur um hverjum sé um að kenna og vafasamar söguskýringar koma málinu ekkert við. Hafi heimilin einhverntíman átt kröfur í þrotabúin þá er kærufrestur löngu liðinn og ekki hægt að leggja fram kröfur samkvæmt Íslenskum lögum.
Lars Christiansen segir mikilvægt að draga úr skuldum heimilanna en það að nota eignir föllnu bankanna sem eru í eigu kröfuhafa sé ekki rétt leið.--Hvaðan ætlar hann þá að taka það fé? Hann ætlar ekki að taka neitt fé, það er ekki hans vandamál. Hans ábending er bara sú að þjófnaður er ekki rétt leið. Það er annarra að leggja á skatta eða selja Landsvirkjun til að draga úr skuldum heimilanna. Ríkið hefur ekki ráðstöfunarrétt á eignum kröfuhafa. Jafnvel þó eigendur krafnanna komi til með að græða mikið en ekki tapa eins og haldið var þegar kröfurnar voru seldar þeim.
Ívar (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 12:13
Fyrir liggur, að auðveldasta leiðin til að leiðrétta forsendubrest heimilanna og bræða Snjóhengjuna er með upptöku Ríkisdals útgefnum af myntráði. Þessi aðferð er fullkomlega í samræmi við Stjórnarskrá og landslög.
Að auki er verðtryggingin sannanlega ólögleg og því er líklegt að bræðsluvatn Snjóhengjunnar renni allt til ríkissins. Þar sem Ísland er sjálfstætt ríki, geta hrægammarnir ekki beitt löglegum aðgerðum til að halda fénu, ekki frekar en nýlenduveldin gátu haldið Icesave-kröfunum til streitu.
Að bræða Snjóhengju og slökkva eignabruna er auðvelt með fastgengi
Samstaða þjóðar, 19.4.2013 kl. 13:11
Það er spurning hvar þjófnaðurinn liggur í þessu máli, Ívar.
Hvort um heimspekilegar vangaveltur er ræða í mínum pistli eða ósköp einfaldr athugademdir geta menn svo velt vöngum um út í hið óendanlega.
Gunnar Heiðarsson, 19.4.2013 kl. 14:01
Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvar þjófnaðurinn liggur í ljósi þess að það var Íslenska ríkið, eigandi bankanna, sem var seljandi af sumum þessara krafna þegar þær voru taldar lítils eða einskis virði og gott þótti að fá eitthvað fyrir þær. Og það er ekki eins og kröfuhafar hafi rekið bankana eða haft nokkuð með hegðun þeirra að gera. Flestir eignuðust kröfurnar eftir hrun.
Ívar (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 15:14
Takk Gunnar. Ég hef aldrei haft vit á fjármálum og því er gott að geta lesið skýra,samfelda sögu með rökum þar um.
Æran sem áður var svo mikilvæg er nú fyrir bý í fjármálum svo það þarf ekkert að óttast um fjárfesta, séu fyrir hendi kostir þeim til handa.
Þeim leist vel þau ævintýr sem bankamennirnir íslensku buðu þeim uppá, þó að mér litist ekki á þau og þess vegna er ég hérna en þá og þeir þar sem þeir eru.
Þeir keyptu sekk sem kannski var í köttur, ja, hver veit. Ekki ætla ég að fóðra þann kött, ráði ég þar einhverju.
Hrólfur Þ Hraundal, 19.4.2013 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.