Mannréttindarhattur Samfylkingar

Það er vonandi að mannréttindarhattur Samfylkingar, sem þingmenn og varaþingmenn flokksins hafa nú loks fundið, tolli eitthvað á kolli þeirra.

Þeir gætu til dæmis borið þann hatt þegar þeir ræða um ESB og ástandið í mannréttindamálum þar, sérstaklega þeim er snýr að launafólki og þeirra réttindum.

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með fréttum, að þar hefur verulega hallað á upp á síðkastið. Uppsagnarréttindi eru skert verulega og laun lækkuð einhliða, svo eitthvað sé nefnt.

Næst þegar lögfræðingur ASÍ og varaþingmaður Samfylkingar setur upp þennan hatt, ætti hann að taka upp símann og hringja í kollega sína hjá Evrópskum samtökum launafólks. Kannski kemst hann þá að því að þessi mannréttindahattur hans passar kannski ekki síður þegar rætt er um aðild Íslands að ESB, en þegar fríverslunarsamningur er gerður við Kína.

Það er nefnilega ekki svo langt á milli mannréttinda launafólks í Kína og launafólks innan ESB og það bil styttist óðum!

 


mbl.is Sakar Magnús um „hattalógík“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég verð nú að viðurkenna, að ég stend með Össuri í þessu máli, enda er Össur mikill talsmaður mannréttinda og friðar vítt og breitt um heiminn, enda góður drengur í röngum flokki að mínu mati.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.4.2013 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband