Fjármálaelítan rís upp á afturlappirnar

Það er ljóst að fjármálaelítan er farin að óttast úrslit kosninganna. Nú stígur fram á völlinn bankastjórinn sem helst er þekktur fyrir að telja laun bankastjóra of lág og gagnrýnir stefnu Framsóknar. Þetta ætti kannski að segja kjósendum hvar hellsta von okkar liggur til að ráðast gegn alvaldi þessarar elítu. Þegar fjármálaelítan ræðst gegn einum stjórnmálaflokk, er það skýr skilaboð um að hún óttast þann flokk.

Höskuldur talar um pólitískann stöðugleika og að byggja þurfi upp trú á stjórnmálastéttina. Stöðugleiki verður ekki tryggður nema almenningur sjái sér einverja von í framtíðinni og stjórnmálastéttin byggir ekki upp trú nema hún hafi fólkið í landinu að baki sér. Þar er grunnur þess trausts sem stjórnmálastéttin byggir á.

Þessum markmiðum verður einungis náð með leiðréttingu þess forsendubrests sem varð hér haustið 2008 og þeir sem þann forsendubrest eiga að leiðrétta eru þeir sem fengu hagnaðinn af þeim forsendubresti!

Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að neyðarlögin sem sett voru í kjölfar hrunsins tryggðu m.a. sparnað fólks. Til þess að svo gæti orðið var tekið erlent lán í nafni skattgreiðenda upp á 200 milljarða. Enginn mótmælti þessu, þó einstaka menn hefi bent á að þessi "trygging" næði til mjög lítins hluta landsmanna. Staðreyndin var að meira en 90% innistæðna var í eigu innanvið 5% landsmanna. Stæðsti hluti landsmanna geymdi sinn sparnað í sínum íbúðum. Það gleymdist alveg að tryggja þann sparnað og nú hafa bankarnir náð þeim sparnaði að mestu til sín. Fólkið á ekkert.

Við skulum heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að bankarnir fengu lánasöfnin flutt frá fölnu bönkunum með miklum afslætti, hversu miklum vitum við ekki, en ljóst er að hann var  mikill. Þessi lánasöfn rukka þeir svo að fullu. Þennan afslátt hafa svo þessir bankar notað til að afskrifa skuldir allt að 1.000 milljarða króna, hjá sérvöldum viðskiptvinum, oftar en ekki þeim sem voru í aðalhlutverki hrunsins. Jafnvel þó þeir hafi verð svo gjafmildir við sína einkavini og jafnvel þó við þessa upphæð megi leggja nokkra tugi milljarða sem bankar hafa þurft að gefa eftir vegna dóma Hæstaréttar, eru þeir að sýna hagnað upp á tugi milljarða hver á hverju ári. Ekki hefur sá uppgangur verið í þjóðélaginu að forsendur séu fyrir þeim hagnaði, langt í frá, enda þessi hagnaður bankanna eftir hrun meiri en þegar mesta bólgan var fyrir hrun! Því er ljóst að þennan hagnað sækja bankarnir til lánþega, með því að rukka að fullu lán sem þeir sjálfir borguðu örfáa aura fyrir.

Það er því mikill sigur fyrir Framsóknarflokk þegar fjármálaelítan rís upp á afturlappir sínar, það sannar að flokkurinn er á réttri leið!!


mbl.is Fótanuddtæki, deCode og nú Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kröfuhafarnir og þegnar þeirra eru farnir að skjálfa á beinunum!

Kalli (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband