Komum alltaf að sama vandanum, verðtryggingunni !
17.4.2013 | 09:31
Leiðrétting lána á húsnæði ætti að skila sér í lægri húsaleigu. Það er ljóst að húsaleigumarkaðurinn er allt of lítill á Íslandi og stafar það einkum af því að húsnæði er of dýrt í byggingu. Þar er fjármagnskostnaður stæðsti og erfiðasti liðurinn.
Ef verðtrygging á lánum til húsbygginga verður afnumin munu fleiri sjá sér hag í því að byggja leiguhúsnæði. Og ef stökkbreytt lán til húsbygginga verða leiðrétt, geta þeir sem nú eru að leigja sitt húsnæði út, lækkað leiguverðið.
En fyrst og fremst verður þó að fjölga leiguíbúðum. Til að svo megi verða verður að gera fjármagnskostnað þeirra sem kæra sig um að byggja og reka slíkt húsnæði, viðráðanlegann. Því verður að afnema vertryggingu húsnæðislána.
Til að ná þessu takmarki, að fjölga leiguíbúðum og lækka leigugjaldið, ætti fólk því að kjósa Framsóknarflokk. Hann einn hefur skýra stefnu í þessu máli. Aðrir flokkar skilja ekki vandann og eru vart hæfir á Alþingi.
![]() |
Ekkert í boði sem ég ræð við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
verðtryggingin er ekki eina ástæða þess hve leiguverðið er hátt. Skoðaðu stöðu þeirra sem vilja leigja út skuldlausar eignir - t.d. húsnæði sem viðkomandi hefur erft eða eignast á annan hátt - stóreignaskatturinn veldur því að leigusalinn verður að hækka mánaðarleiguna á sæmigerðri íbúð um 50.000 bara til að koma út á sléttu.
Púkinn, 17.4.2013 kl. 10:27
Sæll.
Góður punktur hjá púkanum.
Verðtryggingunni er ekki hægt að kenna um allt.
Annars gleymir þú verð verður til sem ákveðið samband á milli framboðs og eftirspurnar. Ef lækka á verð verður að auka framboð. Hvernig gerum við það?
Þá komum við að fjármálastofnunum. Þær eiga þúsundir eigna sem þær hafa leyst til sín. Hve margar af þeim eru tómar?
Fjármálastofnunum líðst einhverra hluta vegna að hafa áhrif á bæði fasteignaverð og leiguverð með því að halda eigum sem þær hafa leyst til sín af markaði.
Af hverju er þetta ekki markaðsmisnotkun? Af hverju eru þær ekki skyldaðar til þess að setja allar eignir sem þær leysa til sín, undantekningarlaust, á markað? Hvers vegna mega fjármálstofnanir halda uppi bæði fasteignaverði og leiguverði með því að takmarka framboð?
Hvað skyldi þetta nú kosta almenning?
Ef alvöru samkeppni væri á fjármálamarkaði hérlendis myndu þessar stofnanir neyðast til að losa sig fljótlega við þessar eignir því talsverður kostnaður hlýst af því að eiga fasteign, kostnaði sem velt er yfir á viðskiptavini.
Helgi (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 11:20
Verðtryggingin er ekki vandamalið, heldur verðbolgan. Eins og staðan er i dag þa er hægt að fa overðtryggð lan i bönkunum. Svo eg se ekki vandamalið með verðtrygginguna er ekki allt i lagi að folk geti valið a milli overðtryggðs og verðtryggðs.
Hörður (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 11:22
Það er rétt hjá ykkur Púki og Helgi, það spilar fleira inní. En fjármögnunin er þó alltaf stæðsti liðurinn.
Varðandi íbúðaeignir bankanna þá er það alveg sér kapítuli útaf fyrir sig. Þessar stofnanir halda sínum eignum frá markaðnum gagngert til að halda uppi verði þeirra, bæði á sölu og leigumarkaði. Þarna þarf að setja einföld lög um að fjármálastofnun sem leysir til sín eign, verði að setja hana á markað innan ákveðins tíma, t.d. þriggja mánaða. Hvort þarna væri um að ræða leigumarkaður eða sölumarkaður skiptir ekki megin máli, mestu skiptir að allar lausar eignir séu á markaði. Einungis þannig fæst raunverulegt verðmat á fasteignir í landinu og raunverulegur leigumarkaður.
Hörður, það er ekki fyrr en nú á allra síðustu misserum sem hægt var að fá óverðtryggð lán íbönkum og ekki allir sem geta gengið að því. Þar er það bankinn sem ræður hverju sinni. Það er rétt hjá þér að meinsemdin er auðvitað verðbólgan, en verrðtrygging lána viðheldur verðbólgu. Þarna á milli eru bein tengsl.
Auðvitað eru alltaf einhverjir illaþenkjandi sem reyna að halda uppi leiguverði í landinu, en ef auðveldara væri að fara út í byggingu leiguhúsnæðis má gera ráð fyrir að kerfi lík þeim sem þekkjast víða erlendis, þar sem sérstök félög í eigu leigutaka, sjá um þann .átt, muni geta náð sér á strik hér á landi. Fjölgun slíkra félaga, sem rekin væru sem næst núllpunkti, mun þá ráða leiguverði. En meðan staðan er sem hún er hér á landi, þar sem kostnaður við að fjármagna slíkar byggingar er mikill, munu slík félög ekki ná sér á strik.
Gunnar Heiðarsson, 17.4.2013 kl. 12:09
@4: Já, markaðurinn fær ekki að virka á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum.
Vandinn er að margir aðilar hafa hag af því að hafa fasteignaverð óeðlilega hátt. Við hærra fasteignamat hafa sveitarfélögin líka hærri tekjur. Sveitarfélögin myndu missa spón úr sínum aski ef fasteignaverð næði markaðsverði (í dag er það of hátt vegna þess að eignum er haldið af markaði). Það er ansi margt í okkar samfélagi sem er mótdrægt venjulegu fólki.
Setja þarf lög sem skylda fjármálastofnanir til að setja allar fasteignir sem þær nú eiga á markað innan 12-15 mánaða. Eftir það eiga fjármálastofnanir að hafa t.d. 3 mánuði eins og þú stingur upp á til að setja eign á markað sem tekin hefur verið.
Helgi (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 13:19
Það er ákaflega ömurlegt á sjá verkalýðshreyfinguna tjá sig um kjör og réttindi manna, það virkar eins og þegar eiturlyfjabarónarnir í Suður-Ameríku eru að dreifa seðlum á meðal fátæklinga. Alþýðusamband Íslands er samviskulaust fyrirbæri án andlits án siðferðis og er farið að leita á náðir almannatengslalygara illvirkjum sínu til framdráttar. Og með langtum meiri árangri, verkalýðshreyfingin getur alltaf vitnað til hásetaverkfallsins 1916 og vökulaganna 1936 það eru allir búnir að gleyma því að verkalýðshreyfingin átti þar engan hlut að máli.
Verslanir og mörg önnur fyrirtæki eru í eigu verkalýðshreyfinginnar, hún er stærsti launagreiðandi á Íslandi. Hversu trúverðug verðkönnun er það þegar kaupmaðurinn setur upp skegg og gerir verðkönnun í búðinni sinni, hver veit hvaða verslanir eru í eigu verkalýðshreyfingarinnar?Megi verkalýðshreyfingin fara sömu leið og samvinnuhreyfingin 1990.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 17.4.2013 kl. 14:07
Jú Verðtryggingin er vandamálið og þess vegna er verið að bera fólk út á götu af auðmanna elítuni af því að afborganir af lánum eru orðnar of háar.
Einhverstaðar verða þessar fjölskylur að fara og þá er leiguhúsnæði eini möguleikinn. Þetta setur þrýsting á leigumarkaðinn og það eru fleirri og fleirri sem þurfa að leigja og húsaleiga fer upp.
Auðmanna elítan græðir í báða enda, fær húsnæði fólksins þegar fólkið er borið út og svo græðir auðmanna elítan á húsaleiguni.
Ég borga fasteignagjöld Kr. 100,000 á ári af íbúð sem er 3 svefnherbergi og með bílskúr.
Ekki það að ég hafi kannað það en svona íbúð leigist sennilega á Kr. 150,000 á mánuði.
Ef þetta er rétt hjá púkanum að leigusalinn kemur út á sléttu af því að stóreignarskatturinn er 1miljón og sjöhundruð þúsund á (1,700,000) á 1,800,000 húsaleigutekjum, þá er það næstum 100% skattur og því á ég bágt með að trúa.
Ættli það sé ekki frekar það eru fleirri leigjendur en það er leiguhúsnæði og þess vegna var leiguíbúðin hækkuð um Kr. 50,000 en ekki útaf sköttum, þó svo að þeir séu óþarflega háir.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 17.4.2013 kl. 14:42
Leigjendur eru ekki eini hópurinn í tjóni, eigendur eru einnig í tjóni.
Hart, líklega, en kannski væri betra að fólk hefði efni á því að fjölga sér áður en á stað er farið...
Ég hef aldrei sótt bætur, alltaf unnið eins og hestur og rétt hef það bærilegt.
Það er dýrt að eiga börn..áratuga vitneskja og sannleikur.
Skattgreiðendur eiga ekki að niðurgreiða barnalán þeirra sem standa varla undir sjálfum sér..það er mín skoðun
runar (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 15:47
það er svo skrýtið að þegar Jóhanna og Steingrímur hækka álögur á áfengi og tóbak, hækkar verðtryggði höfuðstólinn hjá Jóni í Bankanum, og sömuleið hækkar fasteignalánið mitt, og það hefur enginn getað svarað mér því hvaða verðmæti hafi orðið til, auk þess eru skötuhjúin að hækka eftirlaunin sín með þessu háttalagi, það væri óskandi að fleiri hefðu í hendi sér að hækka lífeyrinn sinn svona auðveldlega,þetta er náttúlega fullkomlega galið,það þarf að hreynsa verulega til á alþingi Íslendinga.
Björn Sig. (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.