Við hvað er Höskuldur hræddur ?

Auðvitað á aldrei að loka neinum dyrum í pólitík. Það er þó alger óþarfi að vera að opna það eitthvað sérstaklega að vinstristjórn sé góður kostur. Þetta lýsir hræðslu Höskuldar, hræðslu við gott fylgi flokksins.

Höskuldur ætti að skoða hvaðan það fylgi kemur sem hefur sópast að Framsóknarflokki, síðustu vikur. Það kemur ekki frá vinstriflokkunum nema að mjög litlu leyti, megnið kemur frá Sjálfstæðisflokki. Því eru svona ummæli beint tilræði við það aukafylgi flokksins og hætt við að margir hugsi sér að fara heim í sinn gamla flokk, að það sé þó illskárri kostur.

Þá ætti Höskuldur að skoða stefnumál flokkanna og hvað það er sem skilur hann frá öðrum flokkum. Eitt hellsta stefnumál Framsóknar er hjálp til heimila landsins. Þar hefur þessi flokkur sérstöðu, þeirra flokka sem hugsanlega ná fólki inn á þing. Þegar skoðuð er stefna annara flokka, kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkur er með hugmyndir sem eru óraunhæfar, en hugmyndir þó. Það lýsir örlitlum vilja innan þess flokks að taka á þessum vanda og alveg örugglega hægt að sýna því fólki sem þar velst inn á þing, nauðsyn þess að skuldamál heimila verði löguð. Í þessum málaflokk hafa vinstri flokkarnir hins vegar enga stefnu, en allir þekkja hvernig þeir flokkar hafa tekið á þessum vanda, allt þetta kjörtímabil.

Höskuldur ætti einnig að skoða hver stefna annara flokka er í uppbyggingu landsins. Þá ætti hann að sjá að vinstriflokkarnir ætla að halda áfram á sömu braut afturhalds, meðan Sjálfstæðisflokkur er á sömu línu og Framsókn um uppbyggingu á grunni framfara. 

Loks ætti Höskuldur að skoða eitt hellsta pólitíska mál samtímans, aðildarumsóknina að ESB. Það liggur ljóst fyrir að vinstriflokkar ganga ekki til stjórnarsamstarfs nema þeirri vegferð verði viðhaldið. Það er í algerri andstöðu við stefnu Framsóknar.

Það liggur alveg ljóst fyrir að eina ríkisstjórnin sem getur komið landinu út úr þeirri afturhaldsstefnu sem ríkt hefur allt þetta kjörtímabil, er ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þar sem Framsókn er leiðandi afl og getur staðið vörð velferðarkerfisins.

En auðvitað getur komið upp sú staða að Framsókn neyðist til samstarfs við vinstri afturhaldsöflin og óþarfi að loka þeirri leið. En það er þá einungis í algerri neyð og áhrifin fyrir Framsókn af slíku stjórnarsamstarfi er augljós. Flokkurinn mun bíða afhroð að loknu slíku samstarfi. Því er með öllu óþarft að flíka slíkum skoðunum, enda á Framsóknarflokkur að ganga til kosninga með óbundnar hendur hvað ríkisstjórnarsamstarf ræðir, þó öllum sem lesið hafa stefnuskrár flokkanna og fylgst hafa með málflutningi þeirra, geri sér fulla grein fyrir því að raunhæfast ríkisstjórnarsamstarfið er milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Einungis þannig er hægt að mynda ríkisstjórn framfara, og framfarir er það sem þjóðin þarf. Afturhald síðustu fjögurra ára hefur skaðað þjóðina meira en sjálft bankahrunið og við höfum einfaldlega ekki getu til að halda þeirri skaðræðisstefnu áfram.

Hvað það er sem lætur Höskuld tala með þessum hætti er óskyljanlegt. Er það vegna særinda við formann flokksins, að hann geti ekki hugsað sér að flokkurinn fái svo gott kjörgengi undir stjórn Sigmundar Davíðs? Eða er það einfaldlega gunguskapur, að hann óttist að vera í flokki sem hugsanlega verður stæðsti flokkur landsins, að loknum næstu kosningum og því sé allt til vinnandi að minnka fylgi hans?

Ekki vil ég trúa að Höskuldur geti ekki lesið pólitík betur en svo að hann átti sig ekki á hver áhrif þessara orða mun hafa á fylgi flokksins.

 

 


mbl.is Opinn fyrir vinstra samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband