Hvað veldur þessum gífurlega áhuga samtaka verslunar og þjónustu á aðild að ESB ?

Samtök verslunar og þjónustu hafa hafið enn eina orustuna um aðild Íslands að ESB. Ekkert skal til sparað núna og atkvæðin keypt dýrum dómum. En varið ykkur ágætu kjósendur, það er ekki allt sem sýnist!

Auðvitað má vissulega lækka skatta á matvæli hér á landi, en þá ætti auðvitað að ráðast fyrst gegn virðisaukaskattinum, það er hann sem skekkir mest myndina. Þetta væri þarft verk hjá samtökum verslunar og þjónustu.

Sú aðferð sem samtökin nota og fá eina staka verslun til að taka þátt í, er hins vegar  meira í ætt við þá iðju sem Hudini stundaði, sjónhverfingar. Ákveðnar vörur teknar og lækkaðar verulega í verði og okkur talin trú um að þarna sé um að ræða samsvarandi lækkun og yrði ef tollar og önnur gjöld væri felld af vörunni. Það eru þó engar staðreyndir lagðar á borðið, ekkert sem segir hvert verð vörunnar er erlendis, hverjir þessir tollar og gjöld eru, né álagning kaupmannsins. Það er engin staðfesting þess að hægt sé að kaupa þessar vörur á því verði sem þær eru boðnar á þessu tilboði til neytenda hér, í löndunum í kringum okkur, s.s. Danmörku. Þetta er því loddaraskapur af verstu sort, til þess eins að kaupa atkvæði til aðildar, loddaraskapur sem vert væri að fá að vita hver borgar.

Þessi orusta samtaka verslunar og þjónustu er einungis sú fyrsta í röð margra. Því verður fróðlegt að fylgjast með hvenær formaður þeirra samtaka býður landsmönnum að ganga í sína verslun og kaupa saumavél sem hún verður að selja á 44.900 kr. út úr sinni búð, á sama verði og hægt er að fá þann grip á í Bretlandi, 26.200 kr.

Eða gilda kannski önnur rök, eða önnur viðmið, þegar inn í hennar búð er gengið? Það er klárt mál að verð þessarar saumavélar, sem Margrét hefur til sölu, er rétt reiknað með hóflegri álagningu kaupmannsins. Hvers vegna ættu matvæli að lúta öðrum gildum? Þarf ekki að versla þau á markaðsvirði erlendis? Þarf ekki að flytja þau til landsins? Þarf ekki kaupmaðurinn að fá eitthvað fyrir sinn snúð?

Ef samtök verslunar og þjónustu kæmu fram með óyggjandi staðreyndir þess eðlis að hægt væri að versla matvæli svo ódýrt erlendis, flyta þau hingað heim fyrir nægjanlega lítinn kostnað og að kaupmenn hér láti sér duga svo litla álagningu, að hægt sé að lækka verð matarkörfunnar um 10% og sumar vörur allt að  40%, væri hugsanlega hægt að fara að ræða málin á vitrænum grunni.

Einhverra hluta vegna veigra samtök verslunar og þjónustu þó við að leggja þessar staðreyndir fram, heldur taka upp aðferð sem einungis er hægt að líkja við sjónhverfingar. Þetta er aðferð sem ekki mun skila neinu, en hins vegar getur þetta virkilega dregið úr möguleika þess að ráðist sé gegn rót matarverðsins hér á landi, virðisaukaskattinum. Þeir sem beyta brellum og brögðum eru yfirleitt ekki virtir viðlits í alvarlegum viðræðum!

Það er vissulega ástæða til að ræða kaupmátt launafólks, en til að sú umræða sé á einhverju vitrænu plani verður að koma fram með staðreyndir. Sjónhverfingar duga skammt í slíkri umræðu!

Fólk ætti virkilega að spyrja sig þeirrar spurningar hvað veldur þessum ofsa samtaka verslunar og þjónustu til aðildar að ESB. Þetta er að verða einu samtök á Íslandi sem berjast með slíku offorsi fyrir aðild, fyrir utan auðvitað Samfylkinguna. Hvað er það sem samtök verslunar og þjónustu sér við aðild? Lægra vöruverð? Varla, nema þá til að hækka álagninguna.

 


mbl.is „Það varð allt vitlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er klárt mál að verð þessarar saumavélar, sem Margrét hefur til sölu, er rétt reiknað með hóflegri álagningu kaupmannsins. Það er einnig klárt mál að verð þessarar saumavélar er ekki 26.200 út úr venjulegri búð á Bretlandi eins og þú heldur fram.

Það eru frekar aumingjaleg þessi "þau voru hvort sem er súr" rök að halda því fram að allar lækkanir sem verða við ESB aðild renni hvort sem er bara beint í vasa verslunarinnar. Sérstaklega þegar þú hefur ekkert fyrir þér í því annað en áberandi óvild í garð allra sem stunda einhverskonar verslun og viðskipti.

Askar (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 17:18

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þú ert að gleyma frelsinu sem fylgir aðild að esb. ferð bara á netið ef þú ert óánægður með verðið í búðinn

Rafn Guðmundsson, 30.3.2013 kl. 17:23

3 identicon

Já það er svo magnað Rafn að flutningskostnaður til Íslands leggst af við inngöngu í ESB.

Björn (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 18:10

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

nei - hann legst ekki af Björn - auðvitað þarf að flytja vörur hingað - meira að segja við já sinnar vitum það

Rafn Guðmundsson, 30.3.2013 kl. 18:21

5 identicon

Undarlegt hve ESB andstæðingar virðast gjarnir á að hengja sig í það að flutningskostnaður lækki ekki við inngöngu. Halda mætti að flutningskostnaður væri það eina sem réði verði vara og að ekkert gæti mögulega breyst ef hann breytist ekki.

Einar H. (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 18:24

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Matvælaverð er lægra hér en á norðurlöndunum og litlu yfir meðaltalinu fræga og ómarktæka hjá ESB, þar sem asnakerruökonómíurnar í austri og suðri eru inni í dæminu með sinn semi sjálfsþurftarbúskap.

Það gleymist svo að styrkir ESB til landbúnaðar erubteknir af sköttum, svo búið er að borga einusinni fyrir vöruna, þegur þú mætir í búðina til að borga hana aftur.

Við erum þegar í evrópsku tollabandalagi, svo ég skil ekkinhvað þeir eru að bera saman. Eina sem þeir eru að knýja á um er lægra innflutningsverð á ákveðnum vöruflokkum til að rýmka sitt eigið svigrúm til álagningar.

Ég er nokkuð viss um að þetta niðursetta verð þeirra er í mörgum tilfellummlægra en út úr búð í ESB að slepptum tollum og án þess að reikna inn hærri álagningu.

Það hefur verið til siðs hjá versluninni að taka allar gjaldalækkanir í eigin vasa eins og þegar lækkaður virðisaukaskattur á matvæli var gleyptur upp í álagningunni á þrem mánuðum, þegar því var breytt.

Eins og ávallt, þá er þetta hagsmunapot og spuni til aðmfóðra eigin vasa.

Það er líka vert að benda á að niðurgreiðslur landbúnaðarvara hér skila sér ekki til neytenda heldur í vasa verslunarinnar. Þeir mættu prófa að lækka 400% álagninguna sína til aðmsýna hvernig þær niðurgreiðslur gætu skilað sér til neytenda ef rétt og heiðarlega er að öllu staðið.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2013 kl. 18:42

7 Smámynd: Pétur Harðarson

Aðildarviðræðurnar eru nú á svo miklum villigötum að ég sé ekki lengur tilganginn með að ræða kosti og galla ESB aðildar. Auðvitað er í lagi að velta hinum og þessum möguleikum fyrir sér en er ESB að fara að spila eitthver hlutverk hér næstu 4-8 árin? Það hefur tekið 4 ár að loka þeim samningsköflum sem þóttu nánast formsatriði. Hvað tekur langan tími að loka hinum 22?

Hvort að ESB aðild lækki hér matarverð skiptir því litlu máli í augnablikinu. Við þurfum að beita öðrum til þess ef það á að gerast á næstunni.

Pétur Harðarson, 30.3.2013 kl. 18:58

8 Smámynd: Sigurður Baldursson

Þau hefðu nú átt að taka með ávexti. Þeir bera enga tolla og einungis 7% virðisaukaskatt, en samt eru þeir 50-200% dýrari her á landi en víða í evrópu

Hvernig skyldi nú standa á því ???

Sigurður Baldursson, 30.3.2013 kl. 18:59

9 identicon

Álagning er frjáls og verslunin þarf ekkert ESB eða niðurfellingar á gjöldum til að okra. Ætlaði verslunin að okra á þér þá hefði hún enga ástæðu til að vilja í ESB eða niðurfellingar á gjöldum. Þú fengir bara mjólkina á 600 kr lítrinn og yrðir að sætta þig við það. Það er aðeins ef verslunin vill lækka vöruverð sem ESB og niðurfellingar á gjöldum verða baráttumál.

Erlingur (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 19:26

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég vil benda því fólki sem trúir þessu bulli samtaka verslunar og þjónustu á þá staðreynd að verð matvöru hér á landi er nærri neðaltalsverði matvöru innan ríkja ESB. Þetta segir að í mörgum ríkjum ESB er verðið hærra en öðrum lægra.

Ef matvöruverð hér á landi á að geta lækkað að meðaltali um 10% við aðild, er ljóst að hér á landi verður matvöruverð með því allra lægsta sem þekkist innan ESB. Slík fullyrðing stenst enganveginn skoðun. Til þess er markaðurinn hér einfaldlega allt of lítill og fjarðlægðin frá meginlandinu of mikil.

Hvers vegna koma samtök verslunar og þjónustu ekki með þessar staðreyndir á tölulegu formi? Hvað er það sem þessi samtök hræðast við að sýna þetta svart á hvítu? Að sýna fram á að hægt sé að kaupa matvörur það ódýrt innan ESB, flytja hingað heim og leggja eðlilega álagningu á hana, en samt að verðið verði svo lágt sem þeir fullyrða? Í fréttatíma sjónvarps fullyrtu forsvarsmenn samtaka verslunar og þjónustu að þeir þekktu allar þessar staðreyndir. Hvers vega vilja þeir ekki leggja þær fram? Hvers vegna geta þeir ekki lagt sönnur á að matarverð hér muni lækka um 10% að loknum næstu kosningum, ef Samfylkinguni er veitt brautargengi.

Og Askar, þessa saumavél er hægt að versla í smásölu í Bretlandi fyrir 26.200 kr, en kostar út úr búð hjá formanni samtaka verslunar og þjónustu 44.900 kr. Ekki hvarflar þó að mér að halda því fram að hún sé að svindla eða okra á neinn hátt. Þessi verðmyndun á sér örugglega eðlilega skýringu. Jafvel þó báðir aðilar þurfi að sækja vélina til Svíþjóðar. Þessiverð getur þú auðveldlega staðreynt sjálfur á netinu, þar liggja þau frammi, bæði hjá verslun Margrétar sem og mörgum verslunum í Bretlandi, reyndar öðrum löndum ESB einnig og virðast verð þar vera á sama róli og í Bretlandi. Fann reyndar enga verslun í Svíþjóð, því landi sem þessi vél er framleidd í, sem gaf upp verð.

Loks vil ég taka undir orð Jóns Steinars hér fyrir ofan og minna fólk á hvernig verslunin hagaði sér þegar myntbreytingin var hér um árið, þegar tvö núll voru tekin aftanaf krónunni. Enginn í þjóðfélaginu hagnaðist jafn mikið á þeirri breytingu og verslun og þjónusta!!

Gunnar Heiðarsson, 30.3.2013 kl. 20:13

11 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Það er einfaldlega rangt sem Jón Steinar heldur fram hér að ofan að við séum nú þegar í tollabandalagi með Evrópulöndum. ESB er tollabandalag, en við erum ekki aðilar að því. Það er eitt af því sem myndi breytast við inngöngu.

Við viðskipti milli aðildarríkja eru engir tollar greiddir, þeir eru hins vegar rukkaðir við nær allan innflutning til Íslands. Að auki myndi allar magnhindranir falla úr gildi. Núna gætum við t.d. selt margfalt meira skyr til Finnalands og sjálfsagt fleiri landa ef ekki væru þessar magntakmarkanir.

Sama gildir um lambakjötið og allar aðrar landbúnaðarafurðir. Ef íslensk framleiðsla er svona frábær eins og sagt er, við hvað eru bændur þá hræddir? Mun ekki öll Evrópa stökkva til og kaupa íslenska gæðavöru?

Íslenska ríkið er auk þess sífellt að brjóta alþjóðasamninga sem það hefur sjálft undirritað og staðfest. Þannig reyndust okurtollarnir sem Jón Bjarnason setti á innfluttar landbúnaðarvörur ólöglegar. Þetta gildir bæði um EES samninginn og alþjóðlega samninga eins og GATT/WTO samninga um landbúnaðarvörur sem við þverbrjótum. Allt til að þóknast sérhagsmunum bænda og einokunaraðilum eins og Mjólkursamsölunni.

Sæmundur G. Halldórsson , 30.3.2013 kl. 20:58

12 identicon

Af hverju seldi verslunin ekki mjólk á evrópuverði?  Jú, vegna þessað þá hefði mjólkin hækkað

Bibbi (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 20:58

13 identicon

Gunnar, þessa saumavél er hvergi hægt að versla út úr búð á Bretlandi fyrir 26.200. Algengt verð er vel yfir 30.000. Sennilega ert þú að fara týpuvillt, að kaupa notað eða gamla árgerð. Og vélin er sennilega ekki framleidd í Svíþjóð þó Husquarna hlutinn eigi rætur að rekja til Svíþjóðar.

http://www.google.co.uk/#q=Husqvarna+E20&hl=is&source=lnms&tbm=shop&sa=X&ei=ok9XUYCOH-m70QWO7ICYBQ&ved=0CAgQ_AUoAg&bav=on.2,or.r_qf.&bvm=bv.44442042,d.d2k&fp=721fe6783e105758&biw=1342&bih=674

Askar (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 21:06

14 Smámynd: Elle_

Auðvitað getur alþingi lækkað skatta, tolla og vörugjöld.  Það var alþingi sem lagði á skatta, tolla og vörugjöld.   Við þurfum ekki á Brussel eða ESB að halda til að stjórnmálamenn okkar lækki það sem þeir hækkuðu eða settu á í fyrstunni.  Stærsti kostnaður okkar er virðisaukaskatturinn, eins og Gunnar sagði að ofan, hann er fáránlega hár. 

Við getum líka gert fríverslunarsamninga við hvaða ríki heims sem við viljum.  Við erum nú þegar með fríverslunarsamning við ESB og eigum að nota hann og gera aðra fríverslunarsamninga líka, ekki lokast þar inni undir stjórn þeirra og yfirráðum, innan þeirra tollmúra, við og þeir gegn heiminum. 

Elle_, 30.3.2013 kl. 22:10

15 Smámynd: Elle_

Og Samy, nei, við höfum ekkert með það að gera að vera lokuð inni í tollabandalagi með ESB, undir þeirra yfirráðum, við og þeir gegn öðrum löndum í tollabandalagi.

Elle_, 30.3.2013 kl. 22:22

16 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Elle: Við erum nú lokuð inni á gaddfreðnu skeri umlukt gjaldeyrishöftum, tollamúrum og innflutningsbanni eða hindrunum af öllu tagi. Hér fáum við að njóta séríslenskrar veðráttu og verðbólgu auk verðbóta, einskisvirðrar krónu, hæsta verðlags, hæstu skatta og gjalda og lægstu launa í okkar heimshluta. Þá kýs ég frekar að láta "loka mig inni" með yfir 500 milljónum manna sem búa við valfrelsi sem hér er því miður enn óhugsandi í einangrun, höftum og fákeppni.

Sæmundur G. Halldórsson , 31.3.2013 kl. 00:18

17 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ESB-já-áróðurinn ekki í raun einangrunar-sinnaður?

Hversu stórt prósentuhlutfall af veröldinni er í ESB-fjór"frelsinu" ESB-seðlabankaræningja-stýrða?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.3.2013 kl. 00:58

18 Smámynd: Elle_

OK, þú lætur þá loka þig inni undir Frakklandi og Þýskalandi.  Þú um það.  Við, 70-prósentin, ætlum að vera frjáls.

Elle_, 31.3.2013 kl. 01:19

19 identicon

Það er reyndar merkilegt að samtök milliliða (verslunar og þjónustu), séu að reyna að sannfæra fólk um það að þeir séu góðir. Þeir vilja þá örugglega útskýra fyrir okkur bjálfunum af hverju verð á grænmeti rauk upp úr öllu valdi við það að innflutningshöftum og ofurtollum var hætt hér um árið???    Og hefur aldrei verið hærra.  Af hverju bóndinn fær svo til það sama borgað fyrir lambið og versluninn rukkar fyrir lærið???? Af hverju hægt er að verða einn ríkasti maður á Íslandi við það að selja okkur vörur svona "ódýrt"???  Og það er nú bara rétt um ár liðið síðan Rússland bannaði innflutning á matvælum frá evrópusambandinu vegna þess að matvælin stóðust ekki kröfur Rússa um gæði og hreinlæti

Keli (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 02:03

20 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Við búum á fámennri eyju óralangt frá helstu mörkuðum. Það mun ekki breytast í bráð. En ef viðskiptaumhverfið væri bara ofurlítið minna "séríslenskt", sérstaklega ef erlendir fjárfestar mættu ekki fjandsamlegri afstöðu og hindrunum eins og gjaldeyrishöftum, mætti láta sér detta í hug að erlendar keðjur sæju sér hag í að opna hér verslanir. Þá yrði loksins til alvöru samkeppni. Ef landið væri í ESB gætum við auk þess pantað hvað sem er beint frá framleiðendum eða úr katalógum tollfrjálst. Það myndi líka veita innlendri verslun aðhald.

Megnið af opinberum gjöldum og álögum sem ríkið leggur á alla hluti er auk þess algerlega út úr kú. Það er rétt að enginn bannar okkur að leggja slíka skattlagningu niður. En það væri einhliða aðgerð. Við aðild að ESB féllu tollar og vonandi vörugjöld líka sjálfkrafa niður en það sama myndi gilda um okkar útflutning til annarra Evrópulanda. Ágóðinn fyrir okkur yrði því tvöfaldur: lægra verð fyrir íslenska neytendur og aukinn útflutningur.

Sæmundur G. Halldórsson , 31.3.2013 kl. 03:20

21 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samy, ertu alveg klár á öllum íslensku skammstöfunum sem notaðar eru varðandi samvinnu okkar og annara Evrópuþjóða, EES, ESB og EB.

EES er skammstöfun yfir Evópska efnahagssvæðið, ESB er skammstöfun yfir Evópusambandið og EB var skammstöfun fyrir Evópubandalagið, fyrirrennara Evrópusambandið. 

Við erum aðilar að EES og sá samningur gefur okkur tollafríðindi á flestum sviðum við ESB. Þegar sá samningur var gerður voru sameiginlegir hagsmunir Íslands og Noregs þess valdandi að nokkrum mikilvægum málum var haldið utan þess samnings, enda tilurð EES einmitt vegna þess að ekki var tali mögulegt að þessar þjóðir gætu gengið beint inn í EB, seinna ESB. Ekki hefur verið sýnt fram á að breyting hafi orðið þar á. Því er það ekki rétt hjá þér að við séum ekki í tollabandalagi við ESB.

Það varð aftur dramatískari og skelfilegri mynd sem blasti við íbúum landa EB, þegar ákveðið var að breyta því bandalagi yfir í samband, ESB. Engir kjósendur fengu neitt um þá breytingu ráðið, hún var tekin í reykfylltum herbergjum. Þarna var með einu pennastriki breytt allri grunnhugsun bandalagsins yfir í samband. Það getur verið að þú áttir þig ekki á eðlismun þessara tveggja orða, en víst er að kommisararnir í Brussel og Strassborg gera sér fulla grein fyrir honum, sem og flest hugsandi fólk.

Það er ljóst að virðisaukaskatturinn er stæðsta vandamál matarverðs, enda undarlegt að leggja slíkann skat á matvöru, enda enginn virðisauki sem til verður við kaup hennar.

Aðra skatt má einnig lækka og aðild að ESB engin nauðsyn til þess.

Það gætir þó nokkurrar tvöfeldni í málflutningi samtaka verslunar og þjónust í þessu máli. Annars vegar á aðild að valda því að matvara geti lækkað um 10% að meðaltali, en hins vegar á þetta ekki að hafa nein áhrif á tekjur ríkissjóðs. Hvernig kemur þetta heim og saman?

Það er ljóst að tollar munu hverfa ef við göngum í ESB, þ.e. af þeim vörum sem við verslum innan sambadsins og eru enn tollaðar, en ríkið mun innheimta þann pening á annan hátt, hugsanlega með einföldum nafnbreytingum á tollunum. Trúir því nokkur maður að við getum keypt okkur rauðvín á sama verði og í Frakklandi, þó við göngum í ESB?

Mitt blogg var fyrst og fremst um þá aðferðarfræði sem samtök verslunar og þjónustu stunda. Þessa aðferðarfræði kalla ég loddaraskap af verstu gerð.

Ekki einungis er fullyrt að matvöruverð muni lækka um 10% að meðaltali, án þess að staðrendir séu lagðar fram, heldur er því lofað að þessi verðlækkun komi til strax eftir kosningar, verði ákveðinn flokkur kosinn. Það veit þó allt sæmilega greint fólk af aðild er enn nokkuð langt undan og næsta víst að ekki takist að klára viðræður þar um á næsta kjörtímabili. Það fer að nálgast fjögur ár síðan umsókn var send inn og einungs búið að ganga frá um helming þeirra kafla sem ræða skal. Og að eru allt kaflar sem í raun þurfti ekki að ræða vegna aðilda okkar að EES. Ekki er farið að opna þá kafla sem mál skipta og virkilega þarf að ræða.

Því er það loddaraskapur að lofa einhverju sem gjörsamlega er útilokað að standa við, "matarverði að loknum kosningum"!!!

Askar, ekki ætla ég að deila við þig um verði saumavélarinnar. Verið getur að einhverstaðar kosti hún yfir 30.000 kr innan ESB. Eftir sem áður kostar hún hér á landi tæpar 45.000 kr. Ég stend við það sem ég hef ritað um þetta, að hægt er að fá nákvæmlega sömu tegund nýja út úr búð í Bretladi fyrir tæp 139 pund, eða rúmlega 26.000 kr.

Gunnar Heiðarsson, 31.3.2013 kl. 08:27

22 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Takk fyrir umræðuna Gunnar. Ég er þó ágætlega að mér bæði um skammstafanir og um sögu Evrópusamrunans og viðskiptasamninga Íslands við önnur ríki. Það ætti að vera óþarft að deila um staðreyndir. Með EES-samningnum voru margir tollar felldir niður eða lækkaðir. Sama gildir um WTO samninga. Þar sem EES-samningurinn tekur ekki yfir landbúnað og sjávarútveg höfum við þar ekki sömu stöðu og ESB ríki. Ýmsir sérsamningar breyta því ekki. Við erum ekki hluti af tollabandalagi þótt við höfum samið um niðurfellingu eða lækkun einstakra tolla. Þess vegna gilda tollar í ESB á unnar fiskvörur og landbúnaðarvörur héðan. Því borgar sig enn fyrir framleiðendur að senda hráefni óunnið úr landi, þjóðinni til stórtjóns. Verðmætaaukningin verður því ekki hér heldur á meginlandinu. Sem betur fer fyrir okkur oft í verksmiðjum í eigu íslenskra fyrirtækja, en samt utan okkar hagkerfis og vinnumarkaðar.

Dæmið með skyrið sýnir þetta líka. Finnar vilja flytja inn miklu meira en nú af skyri en það myndi ekki borga sig þar sem aðeins lítið magn fer í lægsta tollflokk en allt þar yfir í hærri flokk. Útflutningur myndi því ekki lengur borga sig. Allar magntakmarkanir falla niður við inngöngu í ESB. Allar tollar innan svæðisins einnig. Við kæmumst úr þeirri stöðu að vera aðallega hráefnisframleiðandi eins og þriðja heims land.

Af Vísindavefnum:

"Evrópusambandið er meðal annars tollabandalag með sameiginlega tollskrá gagnvart ríkjum utan þess. Við aðild að Evrópusambandinu næði stefna ESB í utanríkisviðskiptum, viðskiptasamningar og tollskrá því einnig til Íslands. Tollar ESB og Íslands eru þó að meðaltali nokkuð svipaðir þannig að breytingin yrði ekki ýkja mikil".

Af vefsíðu ESB á Íslandi (áróðursstofunni voðalegu í bílskúrnum við Suðurgötu):

"Til að tryggja að sömu leikreglur gildi á innri markaðnum kveður samningurinn á um sameiginlegar reglur um samkeppni og ríkisstuðning við fyrirtæki. Auk þess felur samningurinn í sér í náið samstarf á sviði rannsókna og tækniþróunar, menntunar, upplýsinga- og samskiptatækni, félagsréttar, neytendaverndar, frumkvöðlalstarfs og almannavarna. Það samstarf fer fram í gegnum þátttöku EES/EFTA-ríkjanna þriggja í fjölmörgum samstarfsáætlunum ESB.

EES-samningurinn felur ekki í sér:

  • Þátttöku í sameiginlegu sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnu ESB (þó svo ýmis atriði tengd verslun með sjávarafurðir og landbúnaðarvörur falli undir samninginn),
  • Þátttöku í tollabandalagi ESB eða samræmdri viðskiptastefnu ESB gagnvart ríkjum utan ESB,
  • Þátttöku í efnahags- og myntbandalaginu (EMU),
  • Þátttöku í sameiginlegri utanríkis- og öryggismálastefnu ESB,
  • Samstarf í innanríkis- og dómsmálum (þrátt fyrir aðild EFTA-ríkja að Schengen)".

Sæmundur G. Halldórsson , 31.3.2013 kl. 10:45

23 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Ath. varðandi ferðir einstaklinga innan ESB (og til Íslands í tilfelli aðildar):

http://ec.europa.eu/taxation_customs/common/travellers/within_eu/index_en.htm

Hver og einn má taka með sér eftirfarandi magn af tóbaki og áfengi yfir landamærin (ath. þetta gildir í dag t.d. á milli Danmerkur og Þýskalands):

a) Tobacco products

  • cigarettes 800 items
  • cigarillos (cigars weighing not more than 3 g each) 400 items
  • cigars 200 items
  • smoking tobacco 1.0 kg

b) Alcoholic beverages

  • spirit drinks 10 litres
  • intermediate products 20 litres
  • wines (including a maximum of 60 litres of sparkling wines) 90 litres
  • beers 110 litres

Íslenska ríkið mætti eftir sem áður halda uppi einkasölu á áfengi en takmarkalaust okrið gæti ekki lengur gengið þar sem fólk mætti panta beint eða koma með gífurlegt magn á erlendu verði inn í landið!

Sæmundur G. Halldórsson , 31.3.2013 kl. 11:01

24 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mig runaði að þú þekktir vel þessar skammstafanir Samy. Eftir sem áður á orðið tollabandalag auðvitað um EES samninginn, enda erfitt að finna annað orð yfir þann samning. Þó hann undanskilji tvö af megin atriðum okkar samfélags, og við séum ekki með sömu tollskrá og ESB, er hann tollabandalag að öðru leiti.

Svo þakka ég fyrir samantekt þína á þeim hellstu atriðum sem eru undanskilin frá ESB með EES samningnum. Það er ekkert sem segir að þau atriði sem talið var nauðsynlegt að halda utan samninga og samstarfs við ESB, eigi erindi til okkar nú, frekar en þá.

Að minnsta kosti er full ástæða til að fara varlega á þessu sviði þar til séð verður með hvaða hætti ESB leysir sín vandamál, hvort enn frekari sameining verður og vald framkvæmdastjórnar aukið, eða hvort stigin verði nokkur skref til baka, eins og t.d. Bretar vilja.  Meðan þetta er í óvissu er engin ástæða til að flýta sér.

Eftir stendur fullyrðing samtaka verslunar og þjónustu um að verð matvöru eftir næstu kosningar muni lækka um 10% að meðaltali, að loknum þeim kosningum, ef réttur flokkur fær nægt fylgi!

Þetta er fullyrðing sem samtök verslunar og þjónustu vill ekki rökstyðja á eðilegann hátt með staðreyndum, heldur gerir tilraun til að kaupa þessari fullyrðingu fylgi.

Stjórnmál má aldrei leysa með peningum, þau hljóta að byggjast á staðreyndum. Við höfum þegar fengið nóg af því að láta fjármagnið ráða för og kominn tími til að ræða málin út frá beinhörðum staðreyndum.

Sem lið í því ættu samtök verslunar og þjónustu að leggja fram staðreyndir máli sínu til stuðnings, ekki fjármagn í eina klukkustund!

Gunnar Heiðarsson, 31.3.2013 kl. 11:18

25 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hvar eru þeir sem enn muna þegar kartöflur voru fluttar inn

síðla veturs og fram á haust.. Man enginn eftir öllum óætu

finsku fóður katöflunum sem þóttu nógu góðar í kjaftinn á

landanum . Og aðlokum hvar ætlar frú Melabúð að kaupa

erlendis svína og kjúklinga kjöt sem ekki er framleitt í iðnaðar

búum.

Leifur Þorsteinsson, 31.3.2013 kl. 11:33

26 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Að verð lækki um 10% strax eftir kosningar trúir að sjálfsögðu enginn, hvernig sem þær fara. En úrslit gefa þó vísbendingu um hvert kjósendur vilja stefna. Halda óbreyttu ástandi, fara jafnvel aftur til meiri einangrunar eða taka skref til að opna hagkerfið og nútímavæða það.

Melabúðin gæti vel fundið svína- og kjúklingakjöt sem ekki er framleitt í fabrikkum. Slíkt kjöt er þó mun dýrara en fólk fær það sem það borgar fyrir. T.d. kjúklinga frá Bresse í Frakklandi sem aðeins hafa fengið maís, fá að vera úti undir berum himni og er slátrað 3ja ára gömlum en ekki nokkurra vikna. Gæðamerkingar eins og "Cordon bleu" eða "Cordon rouge" hjálpa líka við valið. Íslenskir bændur gætu vel keppt um gæði með þessum hætti.

Það sem verslunin gagnrýnir er að þessir íslensku "fabrikkantar" sigla undir fölsku flaggi sem bændur. Þeir eiga ekki skilið neina sérstaka vernd á kostnað skattgreiðenda. Yfirleitt má deila um það varðandi landbúnað almennt en menn eru þó sammála um sögulegt og menningarlegt gildi hans sem og vernd landslags (allt grunnstoðir undir nýjustu landbúnaðarstefnu ESB). Fabrikkantarnir eiga að vera í beinni keppni við aðra fabrikkanta en ekki verndaðir með einokun eins og nú.

Sæmundur G. Halldórsson , 31.3.2013 kl. 11:56

27 Smámynd: Elle_

Já, auðvitað erum við í tollabandalagi í gegnum EES-samninginn, þó við förum ekki að lokast þarna inni undir þeirra tollmúrum, gegn öðrum ríkjum heims.  Það var ekki rangt hjá Jóni Steinari. 

Við gefum ekki upp fullveldið fyrir skyr eða ýsusporða, hvort sem þeir eru unnir eða óunnir, eða fyrir neitt yfir höfuð.  Þeir sem vilja vera undir yfirstjórn Brussel og þar með að mestu Frakklands og Þýskalands, geta hreinlega flutt.

Elle_, 31.3.2013 kl. 12:52

28 Smámynd: Elle_

Tollskráin er alþjóðasamningur, bara svo það komi fram, íslenska ríkið ræður ekki tollskránni.  Hinsvegar stjórnar íslenska ríkið, alþingi, hinsvegar gjöldunum sjálfum og geta hækkað þau og lækkað að vild.  Kemur ekkert ESB við.

Elle_, 31.3.2013 kl. 12:55

29 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Ósköp er nú þreytandi þegar menn eru að þræta um staðreyndir sem allir geta gengið úr skugga um. Viti bornir menn koma sér saman um staðreyndir máls en geta síðan rökrætt um það hvað hverjum og einum finnst æskilegt eða ekki. Íslensk umræðuhefð er mjög sérstök og einkennist af þrasi í stað rökræðna (sbr. það sem Sighvatur Björgvins ritaði nýlega um þras Íslendinga).

Ísland er EFTA- ríki og aðili að EES samningnum milli EFTA og ESB. Það er fríverslunarsamningur sem gengur þó mun lengra en flestir slíkir þar sem líka var samið um niðurfellingu tæknilegra hindrana. Samið var um lækkun eða niðurfellingu tolla á mörgum en alls ekki öllum sviðum. Það sem nefnt er tollabandalag er alger samruni þar sem gildir ein tollskrá fyrir allt svæðið gagnvart þriðju ríkjum. Ísland er að sjálfsögðu ekki aðili að neinu slíku bandalagi svo lengi sem það stendur utan ESB. Hvort það væri æskilegt eða ekki er svo annað mál sem menn geta haft skoðanir á.

Sjá:

http://evropuvefur.is/svar.php?id=60141

og

http://evropuvefur.is/svar.php?id=60510

Sæmundur G. Halldórsson , 31.3.2013 kl. 14:33

30 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Hér er fróðleg lesning ef menn hafa áhuga á að kynna sér málin.

http://bondi.is/pages/23/newsid/2138

http://www.bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5912

Högni Elfar Gylfason, 31.3.2013 kl. 14:48

31 Smámynd: Elle_

Maður þaggar ekki niður í fólki með að vísa í bók um þrætur.  Varst þú ekki að þræta manna mest að ofan og segja fólk fara með rangt mál þegar það gerði það ekki?  Það væri rangt af Jóni Steinari að við værum í tollabandalagi? 

Við, 70% landsmanna, viljum ekki fara inn undir yfirstjórn Frakklands og Þýskalands, hvað sem öllum tollum líður.  Það er líka þannig að tollskráin er alþjóðasamningur, þrátt fyrir mikinn misskilning og miklar tilraunir til að kenna ísl. ríkinu, og jafnvel saklausum vinnandi tollmönnum um tollskrána.

Elle_, 31.3.2013 kl. 14:49

32 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvað skyldi það nú svona umræða segja af menningarástandi þjóðar sem er í einu af töppsætum í alþjóðlegum samanburði á tækniþróun?

Við eru vellauðugug af aulindum og fáar þjóðir eiga stærri möguleika á byltingu í framleiðslu á hverskyns ylræktargóðgæti með sjálbærum aðferðum og sjálfbærum orkugjöfum. Við búum í landi þar sem jarðrækt er með hverju ári að verða auðveldari og arðbærari vegna lofstlagsbreytinga. Við erum umflotin hreinasta hafsvæði heimsins með svo auðugum fiskimiðum að nánast hver verkfær heimilsfaðir gæti aflað nægs fiskjar ef hann ætti skektu og handfæri og heimska stjórnvalda gengi ekki út á að banna, banna, banna. En mestur hluti sprenglærðs æskufólks emjar eins og konur í barnsneyð út af "einangrun" sem þessir gripir ætla að rjúfa með inngöngu í ríkjabandalag sem er svo "óspillt" að reikningar þess hafa ekki verið lagðir fram til endurskoðunar í 20 ár! Halló! Er enginn heima? 

Árni Gunnarsson, 31.3.2013 kl. 15:27

33 Smámynd: Árni Gunnarsson

afs. fljótfærni í innslætti.

Árni Gunnarsson, 31.3.2013 kl. 15:28

34 identicon

Það er hlægilegt að verslun á Íslandi skuli bera fyrir sig umhyggju fyrir neytendum á Íslandi, sem ástæðu fyrir inngöngu í ESB.

Það sem myndi gerast við inngöngu, er að Ísland verður endanlega fast í stórfyrirtækjaneti Evrópu, sem eiga sína fulltrúa á Íslandi, íslenska verslun.

Ltilum fyritækjum verður gert erfitt, ef ekki ókleyft, að flytja inn vörur milliliðalaust frá löndum utan ESB, og útiloka þar með samkeppni við fyrirtækjarisa.

Og ef íslenskri verslun er svona umhugað um íslenska neytendur, hvernig væri þá að lækka ofurálagningu?

Það er ekkert óþekkt ef fólk heldur það, að verslun leggi á 5-600% á vörur sem venjulega eru ekki í verðkönnunum.

Heldur fólk virkilega að 10-15% tollar skipti öllu í vöruverði?

Ef við tökum bara eina tegund út, gallabuxur, þá er algengt verð í Asíu, frá verksmiðju, 6 til 8 dollarar á stykkið. Með sjóflutningi og tollum er innkaupsverðið frá 1.000 krónum, komið inn á gólf til innkaupsaðila, án vsk.

Af hverju er svona flík seld á 8-10 þúsund út úr búð hér? Og af hverju hefur þekkt stórverslun, sem m.a. selur fatnað, hækkað verð á einni tegund gallabuxna um 25% á undanförnum dögum?

Það er rétt að taka það fram, að í Evrópu er sama flík seld á 3-4 þúsund krónur, eftir að hafa borgað sömu tolla og eru greiddir hér.

Ég vona að Íslendingar séu ekki það heimskir, að þeir trúi þessu bulli um lækkað verð innan ESB.

Hilmar (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 19:02

35 identicon

Er ESB stjórnað af lýðræði eða stórfyrirtækjum?

Hélduð þið að það væri enginn lobby-ismi í Brussel? Think again

The Brussels Business - heimildarmyndin fer rækilega yfir þetta.

http://www.thebrusselsbusiness.eu/

http://www.proxybay.net/torrent/8320289/The_Brussels_Business_2012_WEBRip_x264_AAC-BeLLBoY

ESB-sinnar er einfaldlega auðtrúa fábjánar og heilaþvegin fífl. Ég er hættur að reyna rökræður við þessa vitleysingja, þeir hafa hvorki vit né þroska til að skilija einföldustu rök.

Þið hin, endilega tékkið á þessari heimildarmynd, og látið aðra vita. Þetta er skylduáhorf.

palli (IP-tala skráð) 1.4.2013 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband