Miskilningur eða yfirlæti forseta Alþingis
28.3.2013 | 21:50
Alþingi er ekki einhver stofnun, heldur samkoman sjálf. Það eru þingmenn hverju sinni sem mynda Alþingi, húsið og stofnanir tengdar því eru einungis verkfæri þessa fólk sem Alþingi skipar.
Því er ekki hægt að gera greinarmun á Alþingi og þeim sem það skipa hverju sinni. Ef þjóðin missir traust sitt á þingmönnum og þeirra störfum, missir það traust á Alþingi.
Við skulum ekki gleyma uppruna okkar, þegar fyrsta Alþingi var sett á Þingvöllum. Engin bygging hýsti þessa samkomu, engin stofnun kom að þeirri athöfn, einungis þeir menn sem skipaðir höfðu verið sem fulltrúar til hennar. Engum dettur í hug að segja annað en að þarna hafi Alþingi verið að störfum.
Það er ljóst að þjóðin ber lítið traust til Alþingis og því verkefni þeirra sem þar starfa að bæta það traust. Eitt er það sem aldrei mun byggja upp traust en það er yfirlæti eða flótti frá staðreyndum. Að forseti Alþingis reyni að fela sig bak við einhverja byggingu eða stofnun ber vott um yfirlæti.
Því eru þessi orð forseta Alþingis síst til þess fallin að byggja upp traust þjóðarinnar á Alþingi.
Traust á Alþingi en ekki þingmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi kona sem samfylkingin gerði að forseta alþingis er einhver snobbaðasti einstaklingur sem sést hefur, en var alveg vonlaus í strfi !
Það er að koma í ljós að þeir einsstaklingar sem samfylkingin hefur innan sinna rað eru bara aular !!!
Jóhanna Sigurðardóttir er ein sem kemur ekki úr háskólasamfélaginu , þar sem virðast vera eingöngu vonlaust fólk sem kann ekki að vinna neina vinnu !!!
JR (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 23:06
Fyrir gefðu, gleymdi einu .
Það eina sem þetta vonlausa háskólalærða samfylkingarfólk kann, er að moka undir eigið rassgat !!!
JR (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.