Er evrukreppan farin að bíta í hæla Þjóðverja ?

Stærsti banki Þýskalands, Deutsche Bank, er kominn á athugunarlista alþjóðlegra matsfyrirtækja. Vissulega munu viðbrögð stjórnmálamanna í Þýskalandi verða hörð og vænta má yfirlýsingar frá Angelu Merkel á næstu klukkustundum, þar sem hún mun ráðast gegn þessu matsfyrirtæki og reyna að telja fólki trú um að mat þetta sé rangt. Við munum hvernig forseti Frakklands brást við þegar bankar þar í landi komust á athugunarlista þessara alþjóðlegu matsfyrirtækja. Enginn efast þó lengur um vanda franskra banka og allir sjá að mat matsfyrirtækjanna þá var síst yfirdrifið.

Alþjóðlegu matsfyrirtækin eru fjarri því að vera óskeikul, en fram til þessa er helst hægt að gagnrýna þau fyrir að grípa of seint inn í, að þau hafi dregið taum fjármálafyrirtækja helst til of lengi. Þetta sást vel hér á landi, haustið 2008. Þá gáfi þessi matsfyrirtæki íslensku bönkunum fulla einkunn, nokkrum dögum áður en þeir féllu.

Því er full ástæða til að taka aðvaranir þessara fyrirtækja alvarlega. Þær eru ekki gefnar út fyrr en ljóst er að vandinn er verulegur.

Fram til þessa hefur Þýskaland verið talið kjölfesta evrusamstarfsins. Þegar bankakerfið þar er farið að láta undan, er vandinn orðinn opinberlega óviðráðanlegur. Ef þýsku bankarnir lenda í vanda, má afskrifa evruna.

Það er einungis spurning hvort Evrópa kemst út úr þessum vanda sínum án stríðsátaka, með tilheyrandi hörmungum fyrir heimsbyggðina. Þar mun reyna á hvort ráðamenn ríkja álfunnar sýni þann þroska og þá ábyrgð að taka á vandanum af skynsemi, til heilla fyrir fólkið.

Því miður verður að segjast eins og er að störf þessa fólk síðustu fjögur ár benda ekki til þess.

 


mbl.is Deutsche Bank á athugunarlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Þetta fyrirtæki hefur verið ranglega nefnt frá upphafi, réttnefni er "Standars are poor" eins og klárlega sýndi sig í formála hruns sem og flest ár þar á undan.

Nú er það hagur fjármálaaflana að koma öllu á heljarþröm svo hægt sé að fá fleiri eignir á brunaútsölum.

Ellert Júlíusson, 27.3.2013 kl. 12:22

2 identicon

Sæll Gunnar, ég held að bloggið þitt hitti naglann nokkuð vel á hausinn, þegar ástandið á Kýpur fer að færast til annara ESB ríkja sem standa tæpt efnahagslega þá er voðinn vís.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.3.2013 kl. 12:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er evrukreppan farin að bíta í hæla Þjóðverja ?

Já heldur betur.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2013 kl. 01:13

4 identicon

Já þetta kemur mér ekki á óvart. Ég hef verið að lesa vald.org í nokkur ár og þetta kemur mér því ekki á óvart. Kreppan 2008 var bara lognið á undan storminum. Síðustu 50 ár hafa stæðstu bankar heims bara sett prentvélarnar í gang þegar þá hefur vantað aur. Enn það er ekki hægt að gera slíkt til eilífðar. Svo hafa kínverjar td haldið USA á floti með kaupum á víxlum og kanin bara hækkar skuldaþakið aftur og aftur og kína kaupir víxlana.

Enn núna eru þeir að verða blankir eins og svo margir aðrir. þetta rugl getur kannski gengið í nokkra mánuði í viðbót. Enn við erum komin á brúnina og þetta endar með hrikalegri kreppu sem aldrei áður hefur sést í söguni. það er bara óhjákvæmilegt, því miður.

ólafur (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband