Hefnd íslenskra stjórnvalda á fólki landsins ?
27.3.2013 | 10:09
Er illviji stjórnvalda gagnvart kjósendum þessa lands orðinn svo mikill að allt skal gert til að auka á eymd þess? Er þetta hefnd fyrir að fólkið sneri baki við þeim ?
Viðræður Seðlabankastjórnar, sem heyrir undir forsætisráðuneytið og lífeyrissjóðanna við erlenda eigendur Íslandsbanka og Aríonbanka, um kaup lífeyrissjóðanna á þessum bönkum, eru nú hafnar. Eignarhlutur erlendu vogunnarsjóðanna er talinn vera 220 milljarðar króna. Þó ekki hafi verið gefið upp hvað þessir sjóðir lögðu til þessara banka þegar Steingrímur færði þeim þá á silfurfati, en ljóst er að stæðsti hluti þessarar upphæðar, 220 milljarðar, er hreinn hagnaður vogunnarsjóðanna.
Seðlabankastjóri kemur stórkarlalegur fram fyrir þjóðina og segir að auðvitað verði sjóðirnir að gefa afslátt af þessari upphæð, séstaklega ef þeir kjósa að fá hana greidda í erlendum gjaldeyri. Hann þykist þarna sýna staðfestu gegn erlendu vogunarsjóðunum en er í raun að segja að þessum "gróða" skuli skippt milli þessara vogunnarsjóða og lífeyrissjóða landsins.
Hvað er eiginlega hér í gangi? Það eru kosningar eftir örfáa daga, af hverju liggur allt í einu svona á? Getur verið að erlendu vogunnarsjóðirnir hræðist kosningarnar? Getur verið að þeir óttist að Framsóknarflokkur komist að völdum? Hafa eigendur erlendu vogunnarsjóðanna svona mikla trú á að þessi flokkur standi við kosningaloforðin og vilja því frekar fá hluta gróðans strax, jafnvel lítinn hluta, en bíða fram yfir kosningar og eiga á hættu að missa hann allan?
Jafnvel þó þessum "gróða" yrði skipt jafnt milli vogunnarsjóðanna og lífeyrissjóðanna, kallar það á gífurleg fjárútlát í gjaldeyrir, gjaldeyri sem ekki er til í landinu, gjaldeyri sem þá þarf að takað láni erlendis!
Hvaða rök eru fyrir því að lífeyrissjóðir landsmanna skuli notaðir til að greiða þessa erlendu vogunnarsjóði úr þeirri snöru sem þeir sjálfir komu sér í ? Hvaða vit er í því að færa lífeyrissjóðum landsmanna stæðsta hlutann af bankalerfi landsins? Lífeyissjóðina sem stjórnað er af mönnum sem tilbiðja Mammon og hafa staðist harðast gegn því að nokkuð sem gæti komið fjölskyldum þessa lands til góða. Lífeyrissjóðanna sem þegar eru svo dómerandi í íslensku hagkerfi að það væri kallað markaðsmisnotkun hvar sem er í heiminum. Hvers vegna þarf að færa þeim meira peningavald yfir þjóðinni?
Alþingi samþykkti nýlega ótímasett gjaldeyrishöft og því engin ástæða til að flýta sér í þessu máli. Sjálfsagt, þar sem svo stutt er til kosninga, að bíða þeirra og láta nýja ríkisstjórn leiða þessar viðræður, hugsanlega einnig nýjann og hæfann seðlabankastjóra.
Við skulum átta okkur á því að verðgildi bankanna og hinn óhóflegi gróði þeirra er einungis á pappír, ennþá. Þessi verðmiði og þessi gróði er til kominn af tvennu, að hluta til vegna þeirra hundruði milljarða sem ríkissjóður lagði til við endurreisn þeirra en að stæðstum hluta vegna þess afsláttar sem þessir bankar fengu af lánasöfnunum, þegar þau voru flutt úr rústum gömlu bankanna yfir í þá nýju. Ekki hefur fengist uppgefið hver sá gróði var, en ljóst að hluta hans gátu bankarnir notað til að afskrifa fyrir nærri 1.000 milljarða hjá góðvinum og stórfyrirtækjum. Því er ljóst að gróðinn var gífurlegur. Hverja krónu sem bankarnir geta reiknað sér til gróða á auðvitað að nota til að greiða niður þessa fjármuni, sem koma úr vösum þjóðarinnar, með einum eða öðrum hætti.
Eins og áður segir er þetta einungis tölur á blaði, bókhaldsdæmi, ennþá. Ekki ein einasta króna, evra, dollar né nokkur annar gjaldmiðill hefur farið um hendur nokkurns manns vegna þessa. Ekki enn.
Ef þessi gjörningur verður að staðreynd breytist dæmið hressilega. Þá verður sú upphæð sem seðlabankastjóri og lífeyrissjóðirnir telja hæfilega handa erlendu vogunnarsjóðunum, verða greidd í gjaldeyri. Þá hættir þetta að vera bókhaldsdæmi og breytist í gallharða peninga í gjaldeyri, sem ekki er til í landinu! Og það er alveg sama hver sú upphæð verður, erlendu vogunnarsjóðirnir munu alltaf græða!
Hin hliðin á málinu, að láta lífeyrissjóði landsins taka yfir tvo af þrem stæðstu bönkum landsins, er ekki síður skelfileg. Það er nú ekki eins og þeir menn sem þessum sjóðum stjórna hafi sýnt mikla ábyrgð í starfi, hvorki gagnvart sjóðunum sjálfum fyrir hrun, né gagnvart íslensku þjóðfélagi og uppbyggingu þess eftir hrun. Þegar minnst er á að eitthvað þurfi að gera til hjálpar heimilum þessa lands, sem eru þó grunnur þjóðfélagsins, er strax vitnað í lög og sagt að það sé bara því miður ekkki hægt. Þetta segja þeir sem stóðu fyrir því að sjóðirnir töpuðu meir en 500 milljörðum vegna fjárhættuspils sem stundað var hér á árunum fyrir hrun og eru enn á fullu á því sviði. Hræsnin vefst ekki fyrir þesu blessaða fólki sem hefur komið sér til valda í þessum sjóðum.
Sjálfur er ég í viðskiptum við Aríonbanka, hef verið með mín viðskipti við þennan banka síðan hann hét Samvinnubankinn. Aldrei hefur mér komið til hugar að færa mín viðskipti í annan banka, utan þegar Steingrímur gaf erlendu vogunnarsjóðunum bankann. Þá hugsaði ég alvarlega að færa viðskiptin, en ákvað að láta kjurt liggja að sinni, í von um að þetta væri tímabunið ástand. Ef þessi banki færist undir lífeyrissjóði landsins mun ég strax færa mín viðskipti annað. Mér þykir nóg að þurfa að láta það batterý höndla með lögskipaðann lífeyri minn, þó þeir nái ekki tangarhaldi á launum mínum líka. Að ekki sé talað um lánin sem ég er að greiða af til bankans. Það eru ekki lífeyrissjóðslán og verða vonandi aldrei.
Það á umsvifalaust að stöðva þessar viðræður. Vald til þess hefur ríkisstjórnin og forsætisráðherra. Ef seðlabankastjóri þráskallast við slíkri skipun, á að sjálfsögðu að segja hann úr starfi, farið hefur betra fé!
Þetta mál á að bíða nýrrar ríkisstjórnar. Hennar verk þarf ekki að vera flókið. Hún getur boðið þessum erlendu vogunnarsjóðum að greiða þeim til baka þá upphæð sem þeir greiddu þegar þeir tóku við þessum bönkum úr hendi Steingríms Jóhanns, með eðlilegri renntu auðvitað og leggja síðan bankanna aftur undir ríkissjóð, þar sem þeir eiga heima þar til við erum komin út úr þeim vanda sem að þjóðinni steðjar, vanda heimila landsins. Þegar sá vandi hefur verið leystur og atvinnulífið er komið á beinu brautina, er hægt að skoða einkavæðingu þeirra á ný, ekki fyrr. Sem þáttur í þeirri vinnu að leysa þennan vanda, er lagfæring á bókhaldi bankanna, að hluti af bókhaldslegu virði þeirra verði notað til að færa niður bókhaldslegann höfuðstól lána fjölskyldna landsins.
Ríkisstjórnin hefur gert nóg af sér og tapað öllu traust þjóðarinnar, eins og skoðanakannanir bera með sér. Að ætla að láta þann sársauka sem stjórnarflokkarnir verða fyrir þessa daganna og er að öllu leiti sjálfskapaður, bitna á þjóðinni með þessum aðgerðum, að ætla að hefna sín á þjóðinni fyrir að snúa baki við stjórnarflokkunum, er barnalegt, en í fullkomnu samræmi við vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar!!
Sjá hér:
Lífeyrissjóðirnir líklegastir kaupendur
Smá viðbót.
Auðvitað er ekki alveg rétt hjá mér að engir peningar hafi farið um hendur einhverra vegna þessa gróða bankanna. Vegna bókhaldsskekkjunnar hafa bankarnir rukkað lántakendur um hærri upphæð en þeim ber og einhverjir milljarðar komist í þeirra hendur með þeim hætti, úr höndum sveltandi fólks þessa lands.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.