Hækkanir leynast víða

Hækkanir á vörum umfram mælda verðbólgu, leynast víða. Oftast eru þetta hækkanir á vörum eða þjónustu sem ekki eru innan hinnar heilögu mælistiku um verðþróun hér á landi. Það sem kemur kannski á óvart í þessari frétt er að þarna eru miklar hækkanir umfram mælda verðbólgu, á vörum sem eru innan þessarar heilögu mælistiku. Það vekur upp spurningu um hvort rétt sé lesið af stikunni.

Hækkanir á hinum ýmsu þáttum þjónustu og ýmsu vörum utan mælistikunnar hafa verið vinsælar. Þetta á ekki síst við um ríkis- og sveitastjórnir. Eitt lítið dæmi má nefna héðan af Akranesi. Dæmi sem kannski skiptir ekki miklu máli í heildarmyndinni, en skiptir máli fyrir þá sem fyrir því lenda.

Hundar eru leifðir á Akranesi, gegn því að þeir séu skráðir og af þeim greiddur skattur. Þetta er fyrirkomulag sem er hið besta mál og ekki nema sjálfsagt að greiða til samféagsins skatt til að kosta þá þjónustu sem slíkt hundahald kostar og auðvitað á það gjald að greiðast af okkur hundeigendum og slíkt ætti að þekkjast á fleiri valkvæðum sviðum. 

Fyrir þrem árum ákvað bæjarstjórn að í stað þess að hækka gjaldið, sem þá var 12.000 kr á hund fyrir árið, væri betra að minnka þá þjónustu sem innan gjaldsins væri. Að hundeigendur skildu sjálfir sjá um og greiða fyrir árlegat eftirlit og lyfjagjöf hjá dýralækni. Þá kostaði slíkt eftirlit og lyfjagjöf um 6.000 kr, misjafnt auðvitað eftir dýralæknum. Því var í raun gjald fyrir að eigahund á Akranesi hækkað þarna um 50% á einu bretti. Í fyrra var þetta svo óbreitt.

Nú fyrir nokkrum dögum kom seðillinn fyrir hundaleyfisgjaldið inn um bréfalúguna.  Nú hafði þetta gjald hækkað úr 12.000 kr upp í rúmar 17.000 kr., eða um 44%. Þar á ofankostar nú að fara með hundinn til dýralæknis, til árlegrar skoðunnar og bólusetningu, um 10.000 kr.

Því hefur kostnaður hundeigendans hér á Akranesi hækkað á þrem árum úr 12.000 kr. upp í rúmar 27.000 kr.  eða um rúmlega 120%.

Það er spurning hvort sá bæjarstarfsmaður sem sér um hundahald hér í bæ hafi fengið launahækun sem þessum hækkunum nemur, en það starf er jú eini kostnaður sveitafélagsins við hundahlad bæjarbúa, eftir að dýralækniskostnaður við árlega skoðun færðist frá bæjarfélaginu yfir á hundeigendur.

Þessi kostnaður kemur ekki inn í mælingu verðbólgu, gutti er utan mælistikunnar og þetta hefur kannski lítil áhrif á heildarmyndina, en vissulega skiptir þetta máli fyrir hundeigendann. Það sem er þó hættulegast við slíka skattheimtu, er að líkur á fjölgun óskráðra hunda eykst, hunda sem ekki fara í árlega skoðun og sprautu hjá dýralækni. Hunda sem geta borið með sér hættulega sýkla.

Þetta er bara lítið dæmi um hækkanir umfram mælda verðbólgu. Svolítið svæsið dæmi, en alls ekki einstakt. Annað dæmi liggur í þessari sömu sögu, en það er gjaldskrá dýralæknisins. Þau verð sem þarna eru talin, eru frá sama dýralækni. Auðvitað er erfitt að henda reiður á verðskrá þeirra, þar sem álagnig þeirra er frjáls og í langflestum tilfellum utan hinnar heilögu mælistiku.

Mæld verðbólg og raunveruleg verbólga eru tveir alls óskyldir hlutir!

 


mbl.is Hækkun langt umfram verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband