Evran er vissulega öflug !
22.3.2013 | 02:42
Efnahagur Kýpur er hrunin. Ekkert getur komið í veg fyrir þær hörmungar sem yfir eyjaskjegja mun dynja á næstu vikum. Hver orsök þessa er eru menn ekki sammála, sumir segja miklum fjárflutningum frá Rússum, aðrir óstjórn bankanna. Það breytir kannski ekki öllu úr því sem komið er hver ástæðan er, hún er staðreynd, sem Kýpurbúar standa frammi fyrir. Þó er ljóst að stór þáttur þessara vandræða kýpverskra banka má rekja til skilyrða þríeykisins um afskriftir skulda grískra banka. Þær afskriftir urðu mörgum kýpverskum bankanun þung í skauti.
En hvernig gat þetta skeð? Kýpur er hluti ESB, með evru sem lögeyri og Evrópska Seðlabankann sem bakhjarl. Að ekki sé gleymt hinu vökula auga eftirlitskerfis ESB, sem allt á að verja. Haustið 2008 var fullyrt að aldrei hefði getað orðið bankahrun hér ef við hefðum verið með aðild að ESB, með evru sem lögeyri og eftirlitstofnanir ESb yfir okkur. Samt er staðreynd að Kýpur er að lenda í sömu vandræðum og við, þrátt fyrir aðild að ESB, þrátt fyrir evruna og þrátt fyrir hin altumvakandi augu eftirlitsstofnana ESB!
Það er ljóst að erfiðleikar Kýpur eru rétt að byrja. Hvaða lausn þeir velja er ekki ljóst enn, en þó á hreinu að engin þeirra er góð. Í öllu falli mun kostnaðurinn ekki lenda á eigendum bankanna, heldur almenningi og jafnvel þó innistæðueigendur væri látnir taka einhvern þátt í þessum kostnaði með skatt á innistæðum, verður hörmung almennings ekki flúin.
Heyrst hefur að Kýpur sé að halla sér til Mosvu, í von um aðstoð þaðan. Hvort það er gert til að hræða kommisarana í Brussel skal ósagt látið, en ljóst er að þar á bæ hræðast menn slík spor.
Þríeykið er tilbúið að hlaupa undir bagga, með skilyrðum þó. Þar er látið að því liggja að ef ekki verður gengið að þeim kröfum sem sett eru fram muni engin aðstoð verða í boði. En málið er flóknara en svo. Ástæða þess er sú hætta sem fall kýpverskra banka gæti valdið grískum bönkum og þá um leið evrunni. Því hefur Angela Merkel látið fara frá sér orð á þann veg að það verði að bjarga bönkum Kýpur. Ekki minntist hún á að neina aðstoð til almennings á eyjunni, einungis bankana og staðfestir þar með að "hjálp" ESB miðar að því einu að halda lífi í evrunni. Líf íbúanna skiptir minna máli.
Nýjustu fréttir herma að nú séu uppi hugmyndir um að fara svokallaða "íslenska leið". Að láta bankana falla og taka upp gjaldeyrirshöft. Undir þetta hafa jafnvel sumir ráðamenn ríkja ESB tekið. Auðvitað mun þetta leiða til þess að Kýpur verði hennt út úr evrusamstarfinu og hugsanlega einnig ESB. Þeir ráðamenn ríkja ESB sem undir þetta hafa tekið líta svo á að betra sé að nota þessa tíu milljarða evra sem Kýpur þarf, til aðstoðar grískum bönkum og einfaldlega afskrifa Kýpur.
Þessi lausn mun sennilega vera affærasælust fyrir eyjuna, til lengri tíma litið, þó skammtímaáhrifin yrðu sennilega skelfileg. Það er þó eitt sem gæti gert það að verkum að þessi leið verði erfiðari Kýpur en Íslandi, en það er uppbygging efnahagskerfisins. Á Kýpur byggist það nánast eingöngu upp á tveim stoðum, ferðaþjónustu og bankaþjósnustu. Ferðaþjónustan gæti hæglega staðið þetta af sér og jafnvel elfst nokkuð, þegar nýr lögeyrir yrði tekin upp og gengi hans fært til raunveruleikans. Hins vegar er bankaþjónustan hrunin og henni verður ekki bjargað, sá hluti hagkerfis Kýpur hefur verið þurkaður út. Því munu Kýpverjar þurfa að leggja allt sitt traust á ferðaþjónustuna um næstu framtíð.
Það má vissulega segja að evran sé öflug. Fall Kýpur er sönnun þess. Það tók einungis fjögur ár fyrir þennan gjaldmiðil að framkvæma það sem Tyrkjum tókst ekki með heraflu í áratugi, að knésetja Kýpur!
Kýpur á brúninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef að þú hefðir kynnt þér málið. Þá hefðir þú vitað að bankakrísan á Kýpur er að undirlagi sú sama og bankakrísan á Íslandi, Írlandi, Spáni, Portúgal og Ítalíu. Efnahagskreppan í Grikklandi er annars eðlis en á uppruna sinn einnig í aðgerðum banka áður en kreppan hófst.
Kýpur þarf þó ekki að óttast kjaraskerðinu vegna gengisfalls, óðaverðbólgu, gjaldeyrishafta og annars slíkra hluta. Þar sem þeir eru með evru og í Evrópusambandinu. Ólíkt íslendingum sem sitja núna í dag uppi með svartapétur og ónýtan gjaldeyri.
Íslendingar hafa tvennt um að velja ef þeir vilja ekki ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Báðir möguleikar fela í sér að lífskjör almennings verða verulega skert og krónan gengisfelld ennþá frekar innanlands með verðbólgu. Ásamt því að viðhalda gjaldeyrishöftum og háum stýrivöxtum.
Íslendingar eru nú þegar á þessari braut og hafa verið á henni núna lengi. Þetta er það val sem íslendingar tóku og núna er verið að taka saman reikningin.
Jón Frímann Jónsson, 22.3.2013 kl. 03:09
Við skulum sjá hvernig málin þróast á Kýpur Jón Frímann, áður en við dæmum.
Það væri kannski gaman að fá þína skýringu á því hvernig þetta gat gerst þarna suðurfrá. Hér var því haldið fram að ef við hefðum verið í ESB og haft evru, hefði aldrei getað orðið bankahrun!
Vandi Íslands er vissulega mikill, en hellsti vandinn er þó falinn í því að hér hefur markvisst verið haldið niðri allri uppbyggingu af hendi stjórnvalda, allt frá hruni. Því verður reikningurinn hærri en hann hefði þurft að verða.
En þetta stendur allt til bóta, ekki nema rúmar fimm vikur til kosninga.
Gunnar Heiðarsson, 22.3.2013 kl. 04:17
Þú gætir kannski líka svarað því hvers vegna ESB hvetur nú til þes að Kýpur setji á fjármagnshöft. Þessi krafa kemur til svo verjast megi fjármagnsflutningum úr kýpverskum bönkum.
Auðvitað heitir þetta ekki gjaldeyrishöft, en virkar á nákvæmlega sama hátt.
Ég efast ekki um að þú hafir svör við þessum spurningum mínum Jón Frímann og hlakka til að lesa þau.
Gunnar Heiðarsson, 22.3.2013 kl. 04:24
Jafnvel besti gjaldmiðill í heimi er ónýtur í landi þar sem hann er allur inni í banka sem er lokaður og verður aldrei opnaður aftur.
Það er svona álíka gott og að eiga fullt af góðum mat, lokuðum ofan í læstri kistu, og það er búið að stela lyklinum.
Á meðan þú deyrð úr hungri geturðu þó allavega huggað þig við það að þú átt fullt af góðum mat. Og eins gott að þú ert að deyja því þá þarftu ekki sjá matinn þinn skemmast og rotna, sem hann gerir óhjákvæmilega með tíman þegar hann er læstur ofan í kistu.
Góðar kveðjur.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.3.2013 kl. 04:43
Svo virðist sem bankar á Kýpur hafi fjárfest hlutfallslega mikið í Grikklandi og það er ekki óeðlilegt, því að í báðum löndum býr sama þjóðin og samskipti þarna á milli mikil. Afskriftir sem bankar í Grikklandi hafa orðið að gera, hafa því komið hart niður á bönkum á Kýpur. Segja má að bankar á Kýpur hafi lifað lengur en hægt var að gera ráð fyrir. Þarna held ég að liggi ástæða erfiðleikanna.
Heimskulegar fyrirætlanir Evrópusambandsins, að gengisfella gjaldmiðil Kýpur með skatti á innistæður, stafa líklega af Rússa-hatri. Rússar eiga 1/3 til ½ allra inneigna á Kýpur. Þetta eru ekki Mafíu-peningar eins og Evrópusambandið reynir að fá fólk til að trúa, heldur er Kýpur “áhrifasvæði” Rússlands. Kýpur liggur rétt hjá Sýrlandi, sem er mikilvægur markaður fyrir Rússland og Kýpur er vinsæll dvalarstaður fyrir auðuga Rússa, jafnvel í meira mæli en Breta.
Evrópusambandið hefur brugðist hart við fréttum um að Rússland muni lána Kýpur fjármagn til að leysa yfirstandandi vanda. Þarna sjáum við sömu viðbrögð og þegar Rússar ætluðu að aðstoða Ísland. Kalda-stríðinu er ekki lokið, eins og ótal margir atburðir á liðnum árum hafa sýnt. Hafið því auga með duldum átökum á milli Rússlands og Evrópu.
Loftur Altice Þorstinsson.
Samstaða þjóðar, 22.3.2013 kl. 08:29
Mikið held ég að launþegar á Íslandi yrðu glaðir ef gjalmiðillinn yrði látinn halda niðri launum vinnandi fólks.
Árni Gunnarsson, 23.3.2013 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.