Tilgangslaust

Það er tilgangslaust að halda þingfundi áfram. Enginn vilji er til lausnar og útilokað að mál fái afgreiðslu. Ríkisstjórnin hefur einfaldlega ekki meirihluta á þingi.

Þá er ekki að sjá að stjórnarflokkarnir taki alvarlega hlutverk Alþingis. Koma með frumvörp sín fram fyrir þingið seint og illa unnin. Jafnvel degi áður en þinglok áttu að vera, samkvæmt dagsskrá. Hvernig dettur þessu fólki slík vitleysa í hug?

Það á að slíta þinginu strax. Hlutverk þess er að setja lög í landinu, ekki að afgreiða mál ríkisstjórnarinnar á færibandi. Ein af megin gagnrýni rannsóknarnefndar Alþingis laut að þessu.

Kveinstafir um að mikilvæg mál séu óafgreidd ná ekki til þjóðarinnar. Allir sjá hvers vegna svo er komið, það er ekki vegna stjórnarandstöðunnar. Ef þessi mál eru svo mikilvæg sem menn segja, gat ríkisstjórnin einfaldlega komið með þau fyrr fyrir Alþingi, reyndar bar henni skylda til þess.

Ríkisstjórnin hefur sýnt að henni er ófært að stjórna landinu. Aumingjaskapurinn hefur opinberast öllum landslýð. Það er engin ástæða fyrir stjórnarflokkana að halda áfram að sýna þá vanhæfni sína.

Það eru sex vikur til kosninga og þingmenn allir komnir í kosningabaráttu. Þegar svo er komið er útilokað að nokkuð af viti komi frá Alþingi, sérstaklega þegar meirihluti ríkisstjórnarinnar er fallinn.

Því ber að slíta Alþingi strax!

 


mbl.is Þingfundur á laugardegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband