ESB er vissulega brýnasta kosningamálið

Björgvin G Sigurðsson, fyrrverandi bankamálaráðherra, fagnar hverri rödd sem mærir ESB. Þingmaðurinn ætti kannski að leggjast aðeins yfir það hvaðan þessar raddir koma, svona í ljósi þess að hann situr á þingi fyrir flokk sem boðar jafnaðarmennsku og þykist vera talsflokkur almúgans.

Þeir sem hæðst láta og hellst vilja inn í ESB, tilheyra flestir hópi þeirra sem gjarnan er nefndir við sérhagsmunastefnu, fulltrúrar atvinnurekenda, verslunar og fjármálaelítunnar. Þetta eru þeir hópar sem mest munu hagnast á aðild Íslands að ESB.

Menntaelítan hefur einnig verið dugleg í þessum áróðri, enda sér hún fram á auðveldara aðgengi að styrkjakerfi sambandsins en nokkur annar hópur hér á landi.

Þá heyrist einstaka sinnum hjáróma rödd forseta ASÍ um ágæti ESB, þó þar tali sá maður gegn vilja flestra launþega landsins, sem sjá honum farboða og í algjörri andstöðu við kollega sína innan ESB!

Hitt er rétt hjá Björgvin, að ESB er brýnasta kosningamálið. Ekkert kosningamál getur orðið brýnna en það hvort lýðveldinu skuli fórnað!

 


mbl.is ESB eitt brýnasta kosningamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 12:56

2 identicon

Sæll.

Þetta er einfalt mál.

Sjálfstæðismenn eru á móti ESB því þeir gæta hagsmuna LÍÚ sem hefur hag af því að eiga möguleika á gengisfellingu ef illa árar (reikningurinn sendur til hins almenna Íslendings)

Sjávarútvegurinn er þess vegna á sömu skoðun og veifa framan í okkur að útvegurinn verði tekinn af okkur. Líklegasta lendingin er varanleg breyting sem þýðir að við munum til frambúðar hafa fullt umráðavald yfir þessari auðlind líkt og var gert með Finna og skógariðnaðinn þeirra.

Bændur eru dauðhræddir við ESB þar sem haldið hefur verið að þeim að þeirra iðnaði verði kaffært með ódýrum afurðum frá ESB. Það er líka fjarri sanni því eitt af því sem ESB gerir vel er að styðja við jarðrækt á jaðarbyggðum. Líklega munu bændur á Íslandi vera sú stétt sem hvað mestan stuðning fær frá ESB vegna sérstöðu hans.

Menntaelítan er með ESB líklegast vegna þess að margir hafa lært og/eða starfað í löndum ESB og "séð ljósið" eða er einfaldlega upplýstara en fólk sem skrifar "hæðst" og "hellst" í stað "hæst" og "helst"

ASÍ og Samtök Iðnaðarins eru með ESB aðild þar sem einfaldlega er ekki hægt fyrir fyrirtæki að vaxa og dafna bak við þær hömlur sem íslenska krónan veldur.

Svo varðandi þennan meinta áróður af hálfu Evrópustofu þá hef ég lítið orðið var við hann. Mest megnis verður maður var við bölsótta kvein um galla við ESB aðild.

Það er ekki langt síðan ég rak augun í frétt á dögunum varðandi það að búist væri við kollsteypu í Bretlandi þar sem 6% hækkun á matvöru á næstu 12 mánuðum var í kortunum. Hér á Íslandi teldist það vel sloppið.

Mölbúinn samur við sig, vill ekki breytingar jafnvel þó það sé landi og þjóð fyrir bestu.

Kv. Jón

Jón (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 21:21

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón. Þetta er mikil lesning hjá þér.

Ein spurning: Fylgist þú ekkert með fréttum frá dýrðarríkinu ESB?

Gunnar Heiðarsson, 16.3.2013 kl. 11:30

4 identicon

Sæll Gunnar.

Jú ég geri það. Einhverjir af ykkur þröngsýnu mættu gera meira af því líka.

Svíþjóð og Finnland gengu í EES eftir mikla kreppu, mun dýpri en við göngum/gengum í gegnum. Flestir sáttir þar á bæ með þá ákvörðun. Finnar eru t.a.m. hálfgerð jaðarþjóð og með sömu minnimáttarkennd og við Íslendingar gagnvart umheiminum. Þeir upplifa sig einnig sem "litla manninn" í Skandinavíu líkt og við. Þeir eru með sömu þjóðernisrembu líkt og við. Þeir eru einnig á þeim tímapunkti þegar þeir ganga í sambandið með stóra auðlind sem þeir vilja ekki að yrði tekin frá þeim, þ.e. skógarnir þeirra og nýting þeirra. Það var ekki gert og mun ekki verða gert. Sama með okkar aðalauðlind.

Talandi um fréttir frá dýrðinni í ESB, áhugaverð fyrirsögn "Verðbólga á EES svæðinu langmest á Íslandi"

"Á sama tíma og verðbólga hér mælist 6,2 prósent er meðalverðbólga í öðrum ríkjum EES svæðisins einungis 1,9 prósent."

Hversu lengi eiga þjóðrembu og afturhaldsrökin að halda?

Annað dæmi, líkt og ég sagði í síðustu skrifum mínum varðandi fréttina frá UK um að menn byggjust við kollsteypu þar sem gert var ráð fyrir 6% meðalhækkun á matvælum yfir 12 mánaða tímabil, hvað er búið að koma í ljós hjá okkur. Jú, 4.2% verðhækkun á EINUM MÁNUÐI á matvælum í Hagkaupum sem er stærsta matvörukeðjan ásamt Bónusi. Ekki heyrist svo mikið sem múkk í okkur.

Áhugavert sem Carl Bild var að segja í fréttum í dag varðandi inngöngu Svía í ESB. Þeir borga sem samsvarar 300 milljörðum íslenskra króna í sambandi á ári hverju, enda stór þjóð tæpra 9 milljón manna. Hinsvegar fá þeir um 200 milljarða aftur til baka frá ESB, einkum í styrkjum til landbúnaðar og jaðarsvæða. Ég sé einhverja samlíkingu þar og með hvað myndi henda íslenska bændur værum við í ESB.

Er þetta nóg í bili?

Kv. Jón

Jón (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband