Óttinn við stjórnarskránna ?
15.3.2013 | 11:37
Í upphafi árs 2009 fóru fram mikil mótmæli hér á landi, aðallega á götum og torgum Reykjavíkur. Til þessara mótmæla mætti fólk, enda ótti þess mikill, bankahrunið nýafstaðið og enginn vissi í raun hvað framtíðin myndi bera í skauti sér. Fólk óttaðist sína afkomu og barna sinna.
Lítið heyrðist talað um nýja stjórnarskrá í þessum mótmælum, þó einstaka ræðumaður hafi dreypt á því máli. Ótti við stjórnarskránna var ekki í hugum fólks, heldur óttinn við hvort það hefði í sig og á.
Það var í raun ekki fyrr en eftir að minnihlutasjórn Samfylkingar og VG tók við, í byrjun febrúar þetta sama ár, sem farið var að tala um breytingu stjórnarskrárr, enn var nokkur tími í að tal um nýja kæmist í hámæli.
Þáverandi formaður Samfylkingar með þáverandi varaformann sér við hlið, opnuðu þessa umræðu, eftir að minnihlutastjórnin tók til starfa. Hvorugur þessara einstakling var þó ráðherra í þeirri minnihlutastjórn og ekki í forustu fyrir sinn flokk nema næstu tvo mánuði, eða þar til ný forusta tók við.
Í fréttaviðtali hjá 365 fjölmiðli, þann 4. febrúar, sagði Ingibjörg Sólrún, þáverandi formaður Samfylkingar, án ráðherraembættis, að hin nýja ríkisstjórn, sem hún ekki sat í, ætlaði að breyta 79. grein stjórnarskrárinnar, svo nýtt Alþingi gæti staðfest þó breyingu að loknum kosningum. Hin nýja minnihlutastjórn, sem átti að starfa í áttatíu daga, ætti að skila þessu verkefni, þó ekki hafi verið neitt um það sagt í stjórnarsáttmála þeirrar minnihlutastjórnar. Þetta væri nauðsynleg breyting svo Ísland gæti gengið í ESB á næsta kjötímabili (því sem nú er að ljúka).
Þarna gaf formaður Samfylkingar hinni nýju minnihlutastjórn skýr fyrirmæli. Þó forusta þeirra ríkisstjórnar hafi gert heiðarlega tilraun til að fara að þeim fyrirmælum, tókst þeim ekki að framkvæma það sem formaður Samfylkingar hafði fyrirskipað.
Ingibjörg Sólrún talaði skýrt. Fyrir henni var þessi breyting í einu tilgangi, einungis einum. Ekki var í hennar huga að breyting þessi væri vegna þess að gildandi stjórnarskrá væri að einhverju leiti úrelt, eða hafi átt þátt í hruninu. Ekki var í hennar huga að þetta væri einhver þáttur í að byggja hér "nýtt" þjóðfélag. Ekki var í hennar huga að þetta væri eitthvað svar til þeirra sem höfðu farið í mótmælagöngur, enda engin krafa um slíkt komið þaðan.
Í hennar huga var tilgangurinn skýr og hún fór ekkert í felur með hann. Innganga í ESB.
Það var síðar sem þessari staðreynd var snúið á haus og reynt að telja þjóðinni trú um að þessi krafa hafi komið frá "fólkinu", að þetta væri liður í að byggja upp "nýtt" þjóðfélag, að hrunið mætti á einhvern óskilgreindann hátt rekja til stjórnarskrárinnar. Þessi síðari tíma söguskýring kom til vegna ótta stjórnarherranna við þjóðina. Þar á bæ voru fundnir nógu margir sögufalsarar úr menntaelítunni, til að koma þessari sögufölsun á loft, undir því kjörorði að ef lygum er nógu lengi haldið fram, fari fólk að trúa. Og vissulega tókst þetta að huta, hinir trúgjörnu voru til.
Íslenska þjóðin hefur aldrei óttast sína stjórnarskrá, ekki heldur eftir hrun bankanna, enda gerir sæmilega skynsamt fólk sér grein fyrir því að ekkert samhengi er milli stjórnarskrárinnar okkar og hrunsins.
Stjórnarherrarnir óttast hins vegar þjóðin og vegna þess varð að búa þetta mál í skikkju leyndarhyggjunnar. Þeir þorðu ekki að segja sannleikann.
Ingibjörg Sólrún hafði þó kjark til þess.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.