Að vaða reyk
10.3.2013 | 08:36
Það er ekki heiglum hennt að vaða reyk, þeir eiga til að rekast á veggi.
Björn Valur Gíslason fer nú mikinn í nafni fjárlaganefndar. Hann lagði fyrir Alþingi plagg sem hann segir vera "skýrslu" nefndarinnar um lánveitingu Seðlabanka Íslands til Kaupþings, þann 6. október 2008. Enginn nefndarmaður ritar þó nafn sitt undir þessa "skýrslu" og komið hefur fram að minnihluti nefndarinnar fékk engann aðgang við gerð hennar. Því er spurning hvort þetta plagg sé einhvers virði. Að minnsta kosti er varla hægt að tengja hana við störf fjárlaganefndar. Til þess þurfa nefndarmenn að rita nafn sitt undir skýrsluna.
Auðvitað á að upplýsa hvað þarna gerðist, alveg eins og upplýsa á um allar gerðir stjórnmálamanna er skipta þjóðin máli, s.s. eins og með sölu endurreistra banka til erlendra vogunnarsjóða, kostnað við öll gæluverkefni núverandi ríkisstjórnar og öll samskipti við ESB um aðlögnarviðræðurnar og hvar það mál raunverulega stendur, svo eitthvað sé nefnt. Engu á að halda frá þjóðinni, allt á að vera upp á borðum.
Einhverra hluta vegna ákvað Björn Valur að bíða með þetta mál fram undir kosningar og segir það kannski meiri sögu en flest annað. Hann er búinn að vera í fjárlaganefnd allt þetta kjörtímabil og formaður hennar í meira en ár. Því hefði hann fyrir löngu getað samið þessa ´"skýrslu" og lagt hana fyrir Alþingi. Samt ákvað hann að leggja hana ekki fram fyrr enn á síðustu dögum þess, fullviss um að málið færi ekki lengra og endaði sem gott framlag til kosningabaráttunnar. Fréttastofa RUV spila auðvitað með.
Eins og áður segir á auðvitað að opinbera þetta símaviðtal milli forsætisráðherra og Seðlabankastjóra frá haustinu 2008 og reyndar merkilegt að höfundar Hrunskýrslunnar frægu, sem var upp á 2000 bls. skuli ekki hafa hlustað á það. Eða hvað, fóru höfundar þeirrar skýrslu kannski yfir þetta símtal? Getur verið að þetta samtal innihaldi ekki neitt saknæmt?
Að minnsta kosti vekur það verulegar efasemdir þegar kommúnistinn og handbendi stjórnarflokkanna sem situr nú í stól Seðlabankastjóra, hafnar því að umrætt símaviðtal verði gert opinbert. Næsta víst er að hann hefur sjálfur hlustað á þetta samtal og hugsanlega metur hann það svo að pólitískt sé þetta símasamtal meira púður ef því er haldið leyndu?
Björn Valur veður reyk, það er ekki heiglum hennt að stunda slíka iðju.
Trúverðugleiki bankans í húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.