Hvað skelfir Þorvald Gylfason svo mikið ?

Hvað er það sem Þorvaldur Gylfason óttast svona mikið? Hvað veldur því að hann titrar af hræðslu og grípur til stóryrða?

Ef hann er svo sannfærður um að hann sé að tala máli þjóðarinnar, ætti hann að bíða rólegur. Þá hlýtur þjóðin að kjósa framboð hans þann 27. apríl. Hann ætti að vera öruggur um a.m.k. hreinan meirihluta á Alþingi eftir þær kosningar, ef ekki fullnaðarsigur.

Þar sem hann boðar að Lýðræðisvaktin sé einungis stofnuð um vörslu þess að koma á nýrri stjórnarskrá, gæti hann afgreitt málið strax á fyrsta degi nýkjörins þings og síðan óskað eftir nýjum kosningum. Hans verki væri þá lokið og hann gæti snúið sér að öðrum verkum.

Er ótti Þorvaldar Gylfasonar kannski sá að hann þori ekki fyrir þjóðina, að hann óttist þá niðurstöðu sem hans framboð fái? Óttast hann að það opinberist að þjóðin stendur bara alls ekki að baki honum?

Er það þess vegna sem hann gengur svo hart fram í því valdaráni sem hann er að reyna að koma í gegn?

Er það vegna ótta við þjóðina sem hann nú reynir að ná völdum af Alþingi?

 

 


mbl.is Líkti forseta Alþingis við Trampe greifa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband