Góðar fréttir
8.3.2013 | 16:31
Það er alltaf gaman að lesa og heyra góðar fréttir. Að til hafi orðið 236 þúsund ný störf í Bandaríkjunum í febrúar er vissulega góðar fréttir og gefa von um að heimskreppan sé kannski í rénum. Þessi fjöldi nýrra starfa er mun meiri en áður hafði verið spáð.
En það eru ekki allir jafn ánægðir með góðar fréttir. Meira máli skiptir hvaðan þær koma en efni þeirra. Fréttastofa RUV sagði frá þessum gleðitíðindum í fréttum sínum áðan. Í lok fréttarinnar var klikkt á því að fjöldi atvinnulausra í Bandaríkjunum væri nú samt um 12 milljónir manna. Þarna tókst fréttastofunni að umpóla góðri frétt í einni setningu og láta hana verða slæma.
Þessi sama fréttastofa fjallar sjaldan um atvinnuleysið í ESB og einungis á eins varfærin hátt og hægt er. Þær fréttir enda ekki á því að nærri 19 milljónir manna séu samt án vinnu.
Á meðan atvinnuleysi í bandaríkjunum fer minkandi, eykst það enn í ESB. Fréttastofu RUV tekst þó að flytja þannig fréttir af þessu, að hlustandinn fær á tilfinninguna að ástandið sé mun verra vestan Atlantsála en austan.
Staðreyndin er þó að nú er atvinnuleysi innan ESB komið yfir 11% og fer hækkandi, meðan atvinnuleysi í Bandaríkjunum er komið niður í 7,7% og fer lækkandi.
Eins og ég sagði í upphafi, þá er gaman að lesa og heyra góðar fréttir. Þó vissulega sé mikið atvinnuleysi í Bandaríkjunum, þá fer það minnkandi. Þetta stæðsta hagkerfi heims virðist vera að rétta úr kútnum og afleiðingar þess geta einungis orðið góðar fyrir önnur hagkerfi, stór og smá.
Helsta ógn við bandarískt hagkerfi í dag er evrukrísan og sá vandi sem hún hefur skapað ríkjum heims.
236 þúsund ný störf í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.