Það er full ástæða til
2.3.2013 | 14:10
Það er full ástæða til að óttast samninga við kröfuhafa bankanna. Ekki endilega vegna þess að sá hópur samanstandi af fjármálarefum, heldur miklu frekar vegna þes að þeir sem semja fyrir hálfu ríkisins hafa sýnt að þeim er ekki treystandi.
Núverandi stjórnvöld hafa gert hvern skelfingasamninginn af öðrum. Stundum hefur verið hægt að grípa inní og stöðva þessa samninga, en aðrir standa, því miður.
Stæðstu mistökin voru í icesave málinu. Ekki einusinni, heldur þrisvar. Þar náði þjóðin að bjarga landinu fyrir horn. Önnur mistök voru þegar þáverandi fjármálaráðherra gaf kröfuhöfum bankanna, sem að mestu samanstanda af erlendum vogunarsjóðum, tvo af þrem stæðstu bönkum landsins. Þetta gerði hann einn og óstuddur og Alþingi fékk ekki að vita af því fyrr en löngu eftir að allt var yfirstaðið. Enn ein mistökin voru gerð þegar nefnd var skipuð til að leita lausna á vanda skuldavanda heimilanna, haustið 2010. Þá létu stjórnvöld fjármálafyrirtækin yfirtaka nefndina, sem svo skilaði tillögum sem einungis bankarnir sjálfir högnuðust á. Þjóðin stefnir nú beint í svarthol vegna þeirra tillagna og aðgerðarleysis stjórnvalda þegar mistökin uppgvötuðust.
Það er ljóst að kröfuhafar föllnu bankanna reyna að ná sem mestu til baka af því tapi sem þeir urðu fyrir við fall þeirra. Það er þeirra verkefni. Því er mikilvægt að stjórnvöld standi fast á því að þeim kostnaði verði ekki vellt á almenning. Flestir kröfuhafarnir keyptu kröfurnar á miklum afslætti og því kannkski öfugmæli að tala um eitthvað tap hjá þeim, mikið frekar hversu hár gróðinn geti orðið. Engin trygging er þó fyrir að svo ætti að vera, þeir keyptu jú þessar kröfur upp á von og óvon.
Því meir sem kröfuhafarnir græða á þessum viðskiptum sínum, því meir tapar almenningur. Það er orðið nokkuð undarlegt þegar þeir sem hafa komist yfir kröfurnar, oftar en ekki aðilar sem áttu beinann eða óbeinann þátt í bankahruninu, eins og vogunarsjóðir, eiga að njóta alls ágóðans, en almenningur sem átti engann þátt í bankagruninu, a.m.k. mjög lítinn, skuli fá allan kostnað á sig.
Við skulum ekki gleyma hvernig heimskreppan byrjaði og hverjir voru þar aðalhöfundar. Vegna græðgissjónarmiða voru það einmitt vogunarsjóðir sem stuðluðu að því að heimskreppan skall á og eiga sennilega mestan þátt í því. Þó íslenska kreppan hefði sjálfsagt orðið, vegna siðleysis og ábyrðarleysis þeirra sem höfðu náð tökum á fjármálakerfi lendsins, má fullyrða að sú kreppa hefði orðið mun minni ef ekki hefði komið til heimskreppa á sama tíma.
Miðað við aðra samninga sem núverandi stjórnvöld hafa gert, má gera ráð fyrir að samningar við kröfuhafa bankana, vogunarsjóðina, verði þeim verulega hagstæðir. Að almenningur verði enn eina ferðina settur á altari Mammons.
Gagnrýnir hugmyndir um sölu bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Greinilegt er að kröfuhafar óttast úrslit kosninganna í vor og að hér verði mynduð ríkisstjórn sem bæði framlengi höftin á fjármagnsflutningana og geri einhverjar þær ráðstafanir sem rýri mjög virði þeirra krafna sem bankarnir hafa eignfært. Eins og staðan er þá er engin ástæða til að hrapa að neinu. Ef ESB liðið missir völdin þá verður stefnubreyting. Már Guðmundsson verður varla lengur allsráðandi um allt sem viðkemur efnahagsmálum eins og núna. Og þá skapast viðspyrna til að losa okkur undan höftunum án þess að við missum fjárhagslegt sjálfstæði. Már og Samfylkingarliðið vill fórna öllu til að þóknast Bankasambandi Evrópu. Það verður dýr aðgöngumiði að þeim snobbklúbbi
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.3.2013 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.