Það sem koma skal
24.2.2013 | 23:15
Það er ljóst að Kata nýtur ekki sama stuðnings innan síns flokks og virtist vera við kjör hennar í sæti formanns. Steingrímur, í gegnum vin sinn Björn Val, heldur enn um stjórnartaumanna. Það kemur reyndar á óvart að svo fljótt skuli hafa verið látið á þetta reyna, innan flokksins.
Flestir bjuggust við að Kata fengi að sýna sig örlítið fyrst, enda átti hún að vera ásýnd flokksins í næstu kosningum. Nú er ljóst að við kjósendum mun blasa fés Steingríms og Björns Vals. Það hefur engin breyting orðið, alls engin!
Það verður þó ekki slegið putta á lyklaborðið um þessa baráttu innan VG, án þess að rita örlítið um þátt fréttastofu RUV. Þar á bæ var gert eins lítið úr þessu máli og hægt var. Ekki datt neinum fréttamanni að kryfja þessa misklíð til mergjar eða fá einhverja vel valda "álitsgjafa" til að túlka hana. Við getum rétt ímyndað okkur hvernig fréttastofa RUV hefði brugðist við ef varaformenn Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks hefðu lagt fram tillögur gegn sínum formönnum á þeirra landsfundum og fengið þær samþykktar. Þá er víst að hver "menntamaðurinn" af öðrum hefði verið dreginn fram í dagsljósið, jafnvel verið slegið upp aukafréttatíma til að fjalla um málið!
Niðurstaða þessa máls er þó einföld; enn er sama forusta innan VG og verið hefur síðustu fjögur ár. Sú tilraun að breyta "ásýnd" flokksins hefur mistekist með öllu!!
Unir niðurstöðunni um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En skiptir nokkru máli hvað VG ályktar um ESB? Flokkurinn er á leið út í hina pólítísku eyðmörk og verður ráfandi þar næstu þúsund árin. Hver stjórni og hver ekki í flokknum er eins og að velta fyrir sér hvor drukkni á undan, skipstjórinn eða stýrimaðurinn á skipi sem er sokkið í kaf.
Pétur (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.