Hvað kostar að gera ekki neitt ?
22.2.2013 | 09:30
Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, heldur því fram að leiðrétting stökkbreyttra lána boði verðbólgu og skert lífskjör. Vera má að þetta sé rétt, en hann verður þá einnig að svara spurningunni hvað kostar að gera ekki neitt. Fyrr er ekki hægt að taka mark á orðum hans.
Reyndar vill hann meina að 40 - 50% hækkun lánanna sé ekki stökkbreyting. Það væri gaman að vita hvar þau mörk liggja, að hans mati. Hvenær hann telur lán hafa stökkbreyst og hvenær ekki.
Fullyrðing hans um að almenningur sé sparifjáreigendur er einnig nokkuð hæpin. Við fall bankanna var upplýst að rúmlega 90% bankainnistæðna væru í eigu innan við 2% þjóðarinnar. Vissulega má segja að þessi 2% sé almenningur, en líklegra er þó að um stórfjárfesta sé þar að ræða. Hin 98% sem lítið áttu eru miklu frekar almenningur þessa lands.
En það breytir í sjálfu sér ekki svo miklu hversu stór hluti þjóðarinnar á innistæðurnar, heldur skiptir hitt miklu meira máli að innistæðueigendur njóta ekki góðs af verðtryggingunni. Þetta má sjá með því að skoða innlánskosti bankanna og láta reiknivélar þeirra reikna út sparnaðinn. Þá kemur í ljós að verðtryggingin virðist hverfa, á einhvern óútskýrðann hátt.
Svo er alltaf spurning hvort þessir kostir sem bankarnir bjóða uppá eigi bara við um þau 98% sem eiga tæpu 10%, en hinir sem fylla flokk þeirra 2% sem eiga restina njóti einhverra sérkjara, að verðtryggingin skili sér til þeirra að fullu. Kannski Viljálmur geti svarað því.
Það er ljóst að Vilhjálmur Bjarnason mun verða dragbítur á fylgi Sjálfstæðisflokks. Hans hugsun á ekki heima hjá almenningi. Staðreyndin er að það er einfaldlega ekki í boði að gera ekki neitt. Það mun leiða þjóðina í glötun. Þeir sem ekki skilja það eiga ekkert erindi á Alþingi.
Lánin stökkbreyttust, um það verður ekki deilt. Að halda því fram að jöfnuður milli lána og eigna komist á aftur, þegar húsnæðisverð hækkar, einhverntímann í framtíðinni, er rugl. Jöfnuður getur aldrei komist á aftur, með vertryggingu lána. Þær hækkanir sem þegar eru fallnar á lanin eru þar fastar og einungis enn frekar hækkanir eiga eftir að koma. Því mun verða með öllu útilokað að ná aftur jöfnuði á milli skulda og eigna. Þegar eignirnar byrja að hækka aftur, mun væntanlega mæld verðbólga einnig hækka og þá um leið húsæðislánin.
Jafn menntaður maður og Vilhjálmur Bjarnason ætti að skilja þessa einföldu staðreynd.
Það má vel vera að einhver verðbólga gæti myndast og að lífskjör almennings skerðist eitthvað, verði farið í almenna leiðréttingu lána. En hver mun verðbólgan verða og hver verða lífskjörin, þegar annað bankahrun skellur á þjóðinni. Það mun ske ef ekkert er gert. Þetta er einföld en skelfileg staðreynd.
Allsherjarlausn boðar skert lífskjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.