Hvað með okkur sem búum út á landi ?
19.2.2013 | 06:25
Það er svolítið öfugsnúið að sá sem hefur aðstöðu til að koma sér frá vinnu ýmist gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum, skuli geta fengið skattafslátt vegna "kostnaðar", á meðan sá sem ekki hefur aðra möguleika til að sækja vinnu en einkabílinn verður að bera allan sinn kostnað að fullu, án alls skattafsláttar. Jafnvel er algengt víða út um landið að hjón verða að eiga tvo bíla, til að geta sótt vinnu.
Kostnaður við að eiga og reka bíl er sannarlega mikill og þegar ekki er um annað að ræða til að geta sótt vinnu, er þarna um verulegann kostnað að ræða. Sannanlegann kostnað, ekki einhvern ímyndaðann kostnað við skó- eða úlpukaup.
Því hefði maður haldið að ríkisstjórn sem státar sig af því að vera ríkisstjórn jafnaðarmennskunnar, sæji til þess að þessi aðstöðumunur yrði jafnaður, en ekki aukinn.
Eða á jafnaðarhugsjónin bara við um þá sem eiga kost á almenningssamgöngum, eða eru svo heppnir að búa í göngufæri við sinn vinnustað?
Skattfrjáls greiðsla fyrir að nota ekki bílinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er hugsað umhverfisvænt. Þú getur ekki einu sinni notað hundasleða, því hundar skíta, anda og þurfa mat.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 06:55
Hvernig á að sanna hvort þú fékkst keyrðir eða gekkst í vinnuna? Ökklaband?
Hrúturinn (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 07:39
Svar:
Ef þú býrð úti á landi: fuck you.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.2.2013 kl. 08:09
Sumir fá bílapeninga ofan á launin sín ef þeir nota eigin bíl vegna vinnu. Þeir eru skattfrjálsir; á framtalinu er sérstakur reitur til að draga frá kostnað við bílinn. Þarna er ekki verið að auka mun heldur jafna þannig launagreiðandi taki líka þátt í kostnaði við strætókort.
Skúli Pálsson, 19.2.2013 kl. 12:11
Því miður þá valdir þú að búa þar sem þú býrð. Ef þú villt geta sleppt bílnum, skiptu þá um vinnu eða flyttu nær vinnustaðnum.
Einfallt mál.
Kristinn (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 12:49
Það hefur tíðkast í þéttbýli (auk annars staðar býst maður við) að greiða bílastyrk, sem einhverskonar kjarabót, óháð því hvort viðkomandi noti bíllinn í þágu vinnuveitenda eða þess vegna hvort hann noti bíll yfirhöfuð. Þar að auki eru flestir með aðgengi að gjaldfrjálsum bílastæðum, sem eru líka útgjaldaliður sem vinnuveitandi tekur á sér.
Þeir sem nota strætó, labba eða hjóla hafa þannig verið hlunnfarnir um hlunnindi (!). Og þar að auki hafa þeir misst af þessum skattaafslátt sem hefur verið bundin við bíla.
Að jafna samkeppnisstöðu samgöngumáta ( því bílastyrkir eru þegar skattfrjáls upp að ákveðnu marki ) er einmitt réttlætismál. Auk þess að vera umhverfismál ( staðbundið, varðandi upplífum og varðandi skemmdir, auk stærra samhengisins) , lýðheilsumál og fjárfesting vinnuveitenda og samfélagsins.
Vinnuveitandi / launagreiðpandi borgar, með sambærilegum hætti og hann borgi fyrir gjaldfrjáls bílastæði, ökutækjastyrki, hlunnindi eins og afnot af síma líka í frítímanum. Munurinn er kannski helst að samgöngugreiðslur til handa þeim sem sjaldan nýta sér bílastæði er fjárfesting sem að öllu jöfnu skili sér í færri veikindadaga o.fl. Nokkrir tilvísanir með rökstuðningi hvað varðar ávinningi
-ML
Landssamtök hjólreiðamanna, 19.2.2013 kl. 13:29
Ætti þá ríkið ekki líka að jafna búsetukostnaðinn? Húsnæði í reykjavík kostar á bilinu 250-360 þúsund per fm. Ætti jafnaðarstjórnin ekki að bæta fólki sem kýs að búa í bænum þessa gífurlegu kjaraskerðingu?
Blahh (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 13:30
Sumir, hér fyrir ofan, tala um bílastyrk eins og hann sé sjálfsagður hlutur. Svo er þó ekki, því miður. Verið getur að slíkt tíðkist á stórReykjavíkur svæðinu, en víðast út um land er þetta óþekkt fyrirbrygði.
Að vísu er rétt að þeir sem eru svo lánsamir að fá slíka styrki geta dregið þá frá skatti, upp að vissu marki. Það mark er þó nokkuð lágt og á eingöngu við ef launþeginn notar eigin bíl í þágu atvinnurekanda, ekki til að koma sér úr og í vinnu.
Bílastyrkir eru nánast aldrei í kjarasamningum og því algerlega á valdi atvinnurekanda hvort þeir eru greiddir eða ekki. Oftast hafa þessir styrkir verið sem dulbúin launahækkun, algerlega óháð því hvort launþeginn hafi möguleika á að sækja sína vinnu með öðrum hætti en á eigin bíl.
Svo þakka ég þeim sem rituðu athugasemdir nr. 3, 5 og 7 fyrir málefnalegan þátt í umræðunni.
Ég er í sjálfu sér ekkert á móti því að þeir sem hafa getu til að sækja vinnu á umhverfisvænan hátt fái einhverja umbun fyrir, en að kalla það styrk vegna kostnaðar er öfugmæli. Það á að kalla hlutina réttum nöfnum. Það breytir ekki þeirri staðreynd að þar er verið að mismuna fólki, eftir því hvort það hefur möguleika á að stund sína vinnu með slíkum hætti, eða ekki.
Það er þó hætt við að þessi styrkur verði misnotaður, eins og aðrir slíkir styrkir, þar með talinn bílastyrkur. Að þeir verði notaðir sem dulbúin launahækkun til útvaldra, óháð því hvort þeir uppfylli skilyrði styrksins. Enda er vandséð hvernig hægt er að hafa eftirlit með því hvort viðkomandi gangi, hjóli eða noti strætó til að koma sér til vinnu, eða hvort hann einfaldlega kemur á eigin bíl.
Gunnar Heiðarsson, 19.2.2013 kl. 17:28
Gunnar : Fréttin fjallar um skattfrelsi sem stendur til boða og mæti mögulega bera saman við skattfrelsismörkin tengd bílstyrkum.
Mér finnst samt rökréttast að bera þessu saman við skattfrelsi á þau hlunnidi sem gjaldfrjáls bílastæði fela í sér.
Einmitt þannig áttu samgöngugreiðslur sér upphaf, bæði í Bandaríkjunum og hér. Menn voru að átta sér á því hversu stór baggi gjhaldfrjálsu bílastæðin séu fyrir vinnnuveitenda, og eftirspurninn kannski óeðlilega mikill vegna þess að ekkert er rukkað fyri afnot af þessum dýrum og takmörkuðum gæðum. Enn er þeta mest miðað við þéttbýlið og reyndar við stærri vinnustaði, en mér skilst að jafnvel í dreifbýli kostar slatta að útvega og halda út almennilegt bílastæði.
Þá er gróft séð fernt í boði, til að vinna með framboð og eftirspurn :
Lausn númer fjögur var valin hjá ráðsgjafafyrirtækinu Mannviti um árið 2008 og mæltist vel fyrir. Hægt var að draga verulega úr fjarfestingu og rekstri á bílastæðum, og úr varð sparnaður fyrir fyrirtækinu. Um 30 % nýttu sér samgöngugreiðslurnar (má vera að þetta séu sumartölur og að vetrartölur hafa verið til dæmis 20% ) . Auk þess má gera ráð fyri ánægðari starfsmenn og að fyritækið hafi þótt framsækið og álítlegur staður að vinna á. Og að aukandi labb og hjólreiðar hafi dregið úr sjúkrafjarvistum.
Það má lesa ítarlegri um svona aðferðir og annað af svipaðri toga hér :
http://www.vtpi.org/tdm/tdm8.htm
Morten Lange, 19.2.2013 kl. 18:31
Annars finnst mér mjög vel komi til greina að styrkja búsetu á landsbyggðinni, en þá ekki með því að ákveða fyrir fólki að það sé svo "gott að aka langar vegalengdir". Held að þetta bjóði upp á ákveðinni misnotkun og markaðsskekkju. Auk þess að ýta undir athafnir sem eru mengandi og fleira. ( Set þetta smá á oddinn og skrumskæli )
Frekar en að binda stuðningi til dreifbýlis og kjörnum "úti á landi" við akstri, ætti að styðja búsetuna og etv atvinnulíf á öðrum stöðum en suðvestur-horninu.
Það mætti sennilega gera það með að hækka skattleysismörk, hækka barnabætur ( upp að skynsamlegu marki og skynsamlegum fjölda barna ) og hækka vaxtabætur ( með skynsamlegum hætti sömuleiðis ). Svipað mætti gera gagnvart atvinnurekstri og jafnvel opinberum rekstri. Lækka kröfur um framlög til þjóðarbússins í gegnum skatta á vinnu og þess háttar.
Ef þurfi að hætta skatta seinna, ætti að setja skatta á því sem mengar og skemmir. Bensín og dísil væri ekki undanþegið ;-)
Morten Lange, 19.2.2013 kl. 18:43
Morten, þín skoðun er vissulega rökrétt, sé tekið mið af bílastæðiskostnaði fyrirtækja. En hvers vegna skattaafslátt? Hvers vegna má ekki allt eins stýra þessu, ef menn vilja það, með gjaldtöku á þá sem nýta bílastæðin?
Er ekki eðlilegra að þeir sem nota mannvirkin borgi, frekar en að þjóðin í heild sér verðlauni þá sem ekki nota þau?
Með slíkri gjaldheimtu myndu vissulega fleiri nýta sér ódýrari og jafnvel vistvænni ferðamáta og sama takmarki væri náð.
Ekki hef ég farið fram á sérstakann styrk til landsbyggðafólks í neinu formi. Myndi þó vissulega gleðjast ef slíkt byðist, en það er allt önnur saga.
Upphaflega bloggaði ég um þessa frétt út frá þeim punkti að þessi skattafsdláttur væri ekki í boði fyrir hvern sem er og nefndi sérstaklega okkur landsbyggðarfólk, enda augljóst dæmi um þá sem ekki eiga kost á almenningssamgöngum sem duga til að sækja vinnu auk yfirleitt langra vegalengda. Þetta á þó vissulega við um marga þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Sumir þar búa langt frá sínum vinnustað og vinnutími þanig að nær ógerlegt er fyrir það að nýta strætó til og frá vinnu.
Það var þessi mismunun sem ég lagði út frá, ekki hvort þetta væri réttlætanlegt á einhvern hátt. Eins og þú bendir á þá má réttlæta slíka skattafslætti út frá bílastæðamálum.
Eftir stendur þá spurningin um hvort er réttara að skattkerfið sé notað til að stýra einhverju sem er í þágu fárra, eða hvort þeir eru látnir borga fyrir þann kostnað sem þeir valda.
Að ætla að nota sameiginlega sjóði landsmanna til að stýra svona hlutum, gæti verið upphafið að einhverju sem enginn sér fyrir endann á.
Gunnar Heiðarsson, 19.2.2013 kl. 20:14
Hvernig færðu það út að fólk á landsbyggðinni geti ekki nýtt sér almenningssamgöngur, car-pooling, hjólreiðar eða aðra vistvæna ferðamáta til að koma sér í og úr vinnu?
Heili tilgangurinn með samgöngustyrkjum er að hvetja fólk til þess að nota vistvænni samgöngumáta og minnka bílaumferð á götum borga og bæja heimsins. Ætlarðu virkilega að nöldra yfir mismunun bara vegna þess að þessi gríðarlegi peningur og skattafsláttur nýtist ekki þér persónulega?
Árni Viðar Björgvinsson, 19.2.2013 kl. 22:46
Takk fyrir svari, Gunnar.
Held reyndar að skilin á milli "landsbyggðar" og höfuðborgarsvæðis sé ekki svona skörp. Margir á "landsbyggðinni" búa samt í þéttbýli. Hlutfall þeirra vinna og fara í skóla tiltölulega skammt frá heimahúsum, þó meira sé um það að menn þurfi að ferðast virkilega langar leiðir en á höfuðborgarsvæðinu.
Ég tek annars undir með þér um að eðlilegt væri að rukka fyrir bílastæðin. (Bílastæði eru ekki grunnþörf á við skólagöngu, heilbrigðisþjónustu og mörgu öðru sem borgað er úr sameiginlegum sjóðum.) Vandinn er bara að svo erfitt er að fá samþykki fyrir að byrja að rukka fyrir einhjverju sem hefur verið gjaldfrjálst.
Morten Lange, 19.2.2013 kl. 23:13
Vegalengdir innanbæjar úti á landi eru mun minni en á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar landsbyggðarinnar hafa því síst minni möguleika á að fara gangandi eða hjólandi í vinnu frekar en íbúar höfuðborgarsvæðisnis. Það eru fyrst og fremst þeir sem vinna í öðrum þéttbýliskjarna en þeir búa í eða þeir sem búa í sveit og sækja vinnu utan býlisins sem ekki geta það. Það er hins vegar megin þorri íbúa úti á landi sem býr í þéttbýli og vinnur í sama þéttbýli. Þeir vinna fæstir í meira en þriggja kílómetra fjarlægð frá heimili. Þrír kólómetrar er vegalengd sem gert er ráð fyrir að allir geti hjólað í og úr vinnu. Ég persónulega hjóla sjö kílómetra hvora leið allt árið og ég er á sextugsaldri.
Sigurður M Grétarsson, 20.2.2013 kl. 08:45
tek undir með Gunnari
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.2.2013 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.