Eru stórtíðindin orðin að engu ?
17.2.2013 | 13:41
Vissulega mun ásýnd VG breytast til batnaðar, verði Katrín kosin formaður.
En það er þó ekki ásýndin sem fólk kýs, heldur stefnan og geta og vilji til að halda henni. Því miður segir Katrín að þar muni engin breyting verða, verði hún valin formaður flokksins.
Það er því ekki aðeins að kjósendur fái að sjá fráfarandi formann glápa yfir öxl þess nýja, heldur ætlar Katrín að láta sér það vel líka, nái hún kjöri í það embætti.
Þá er spurningin; hvað mun breytast? Eru þessi stórtíðindi sem Steingrímur boðaði í gær, orðin að engu, löngu áður en þau taka gildi?
Eru þau kannski bara stór fyrir hann sjálfann?
Mikilvægt að fólk þjappi sér saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var hann ekki einn á þessum blaðamannafundi?
Hann er löngu búinn að leggja línurnar og það verður engin breyting.
Hitt er annað mál, að flokkurinn má gjarnan breyta um nafn.
VG-komma framboð.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.