Hálft skref
16.2.2013 | 17:21
Steingrímur Jóhann ætlar að víkja úr stól formanns VG, en ætlar þó að halda áfram á þingi, ef hann nær kosningu. Það mé segja að hann hafi þarna tekið hálft skref.
Hefði ekki verið betra fyrir Steingrím og flokk hans að hann hefði stigið skrefið til fulls og dregið framboð sitt til Alþingis einnig til baka? Heldur maðurinn virkilega að hann muni getað starfað innan flokksins áfram, eftir allt sem á undan hefur drifið? Er nokkur möguleiki fyrir nýjann formann að stjórna flokknum, með Steingrím við öxl sér allan tímann?
Þetta ættu þeir fáu sem langar að gefa þessum flokk sitt atkvæði, í vor að spyrja sig um. Þeir ættu að spá í hvað hefur orðið til þess að flokkurinn hrundi og hver ber mesta ábyrgð á því.
Steingrímur segist "hvergi nærri hættur í pólitík". Það ætti að vera fylgismönnum VG næg ástæða til að hugsa sig tvisvar um, áður en atkvæðið er sett í kjörkassann.
Það má vissulega segja að ákvörðun Steingríms sé tímamót, en einungis fyrir hann sjálfann. Fyrir VG breytir þetta litlu, enda skref fráfarandi formanns bæði stutt og einungis stigið til hálfs.
Hvergi nærri hættur í pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi flokkur er búin að gega svo mikin skít í kjósendur að þeir vaða í honum ef athvæði þeirra rata aftur til þessara svikara!
Sigurður Haraldsson, 16.2.2013 kl. 17:57
Tilkynningin um fréttamannafundinn vöktu vonir í brjósti mér um að endurreisnin gæti núna hafist. En þær urðu snögglega engu með því að hann væri bara 1/2 hættur. Þetta er hins vegar hroki dagsins "Ég ætla svo sannarlega að vera þar með í verkunum og hugsa mér gott til glóðarinnar" en lýsir SJS kannski allra best.
Björn (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.