Gróft brot á alþjóðasamningum

Það er ljóst að ESB er látið komast upp með gróf brot á Vínarsáttmálanum. Þetta er framkvæmt undir leiðsögn og með þáttöku sendiherra sambandsins á Íslandi, Timo Summa og er fjármagnað með sjóðum ESB. Summa stundar hér grímulausann áróður fyrir  aðild Íslands að sambandinu.

Nú er það svo að Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki. Það er pólitísk ákvörðun að ákveða hvort sótt skuli um aðild að erlendum ríkjasamböndum. Meðan það ferli er í gangi og meðan á aðildarviðræðum stendur, er þetta að öllu leyti innanríkismál og því með öllu óheimilt að sendiráð eða aðrir fulltrúar erlendra ríkja eða ríkjasambanda haldi hér uppi áróðri um málið, á hvorn veginn sem er. Öll umræða um það mál skal fara á milli landsmanna sjálfra, án utanaðkomandi afskiptasemi. Til þess var ákvæðið um bann við afskipum fulltrúa gistiþjóða á innanríkismálum þess lands er þeir gistu í, sett.

Evrópustofa var sögð upplýsingastofa fyrir þá sem vilja kynna sér kosti og galla aðildar. Á því sviði hefur stofan lítið unnið og það litla sem hún hefur látið frá sér fara er allt um kostina. Um gallana er þagað.

Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, hefur hins vegar virkjað Evrópustofu sér til hjálpar og beytir henni fyrir sig í þessum grímulausa áróðri. Þar með hefur hann brotið gróflega á Vínarsáttmálanum og er því brottrækur af landinu. En aumingjaskapur utanríkisráðherra kemur í veg fyrir að hér sé staðið við alþjóðasáttmála.

Á nýafstöðnu landsþingi Framsóknarflokksins kom fram tillaga um að skerpa á þessum sáttmála, með lögum þar um. Það er engin ástæða til þess, þar sem sáttmálinn sjálfur er skýr. Ráðherra sem ekki hefur getu eða vilja til að fara að alþjóðasáttmála, sem landið er aðili að, mun varla fara að láta einhver innlend lög stoppa sig.

Það sem þó er skelfilegast við þetta mál er að gamall og aflóga Framsóknarmaður er skrifaður fyrir þessum fundi. Það er ekkert sem bannar Valgerði Sverrisdóttur að hafa skoðun á aðild Íslands að ESB, enda þekkja allir hennar hug til þess. Hitt er verra, í ljósi þess að hún er flokksbundin og fyrrverandi ráðherra, að hún skuli þarna freklega vinna gegn samþykktum flokksins og með því grafa undan honum. Þetta er virkilega umhugsunarefni fyrir forystu flokksins og ekki síður fyrir þá sem hugsanlega ætla að kjósa hann. Þegar fyrrum ráðerra stendur í vinnu sem flokkurinn hefur harðlega gagnrýnt, s.s. að brjóta alþjóðasáttmála, er hætt við að margir hugsi sig tvisvar um í kjörklefanum.

Það er enginn eyland og þeir sem velja sér það hlutskipti að taka þátt í pólitík og finna sér farveg á því sviði, verða að halda sig við þann farveg sem það velur. Það er ekki hægt að hlaupa út í móa við minnsta tækifær. Núverandi vilji Framsóknarmanna er skýr og það verður Valgerður að virða, jafnvel þó hennar hugur sé einhversstaðar út í móa. Treysti hún sér ekki til þess verður hún bara að leyta sér að nýjum farveg, með öðrum flokki. Hinn gamli Framsóknarflokkur, sem Valgerður var ráðherra í, er draugur fortíðar. Það er engin ástæða að vekja þann draug upp aftur, nóg var gert rangt á þeim tíma.

Timo Summa hefur þarna tekist að sá efasemdum þeirra sem eru á móti  aðild. Ekki þó um sjálft málið, heldur hvaða leið skuli farin til að tryggja að þjóðin fái aðkomu að áframhaldi þess. Þesssar efasemdir verður forusta Framsóknarflokksins að kveða niður. Annars er hætt við að þeir sem yfirgáfu flokkinn þegar spillingin var sem mest þar, en horfa með löngun til hans nú, undir stjórn ungs og frambærilegs fólks, missi traustið á honum.

 


mbl.is ESB boðar til lokaðs fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband