Dráttarklárarnir frá Rúmeníu

Það er merkilegt að dráttarklárarnir í Rúmeníu, sem voru á leið til Búkarest, skuli hafa endað í hillum verslana á Íslandi, í formi Ítalskættaðs réttar.

Ekki það að hrossakjöt sé slæm fæða, alls ekki. Sjálfur vil ég þó frekar íslensk hross í matinn, frekar en einhverjara afgamla rúmenska dráttarklára, sem sagt er að hafi verið haldið gangandi með lyfjum. Og best þykir mér að hrossakjötið sé setti í tunnur með salti, er eiginlega eyðilegging á svo góðu kjöti að hakka það niður í einhverja ítalska rétti með hveitiblöðum á milli laga.

Það sem þó er kannski merkilegast við þetta mál allt saman er hversu illilega allt hið mikla og miðstýrða eftirlitskerfi ESB hefur brugðist. Nú kemur í ljós að gamlar gyltur hafa einnig ratað þennan veg í hakk evrópubúa. Hvort þarna er um að kenna þekkingaleysi búrókratanna í ESB, sem sjá um þetta eftirlit, að þeir þekki ekki kú frá svíni eða hest, eða hvort þessir eftirlitsmenn hafi einfaldlega verið sofandi, skal ekki dæmt. Einnig gæti verið að þeir hafi verið að undirbúa sig fyrir yfirvofandi launalækkanir innan ESB báknsins, með því að þyggja einhverja aura fyrir að loka augum sínum, svona rétt á meðan verið var að flá og hakka skeppnuna.

Þetta mál er allt hið undarlegasta og kannki má segja að mestu svikin við kaupendur þessa "mengaða" hakks, að þeir skuli hafa þurft að greiða fullt verð fyrir. Hrossakjöt er jú mun ódýrari afurð en nautakjöt.

Hvað okkur Íslendinga varðar er málið einfaldara, við kaupum bara íslenskt og þurfum ekkert að óttast. A.M.K er víst að lyfjanotkun í skepnur hér er nánast engin, miðað við erlendis. Íslenska hrossakjötið er lostæti, eins og allar landbúnaðarvörur sem hér eru framleiddar.

Þökk sé hinum frábæra íslenska bónda!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband