Umhverfisslys - mengunarslys

Það er ljóst að mikið umhverfisslys hefur orðið í Kolgrafafirði. Talið er að yfir 50.000 tonn af síld hafi drepist þar.

Allt þetta magn af fisk liggur á botni fjarðarins og á fjörum hans. Þegar fiskurinn rotnar myndast grútur og miðað við það magn sem þarna er um að ræða, mun grútarmengunin verða gífurleg. Það stefnir í mikið mengunarslys og það í boði umhverfisráðherra.

Það er ljóst að ef tugir tonna af svartolíu hefðu farið þarna í fjörðin, væru viðbrögð ráðherrans sterkari. Þó má gera ráð fyrir að skaðinn verði nákvæmlega sami af síldardauðanum og slíku slysi. Grútur mun þekja allar fjörur um langann tíma og verða fljótandi á firðinum. Eini munurinn verður sá að lyktin af grútnum verður margfallt verri. Fyrir fuglalífið og reyndar allt annað líf á þessu slóðum skiptir litlu máli hvað mengunin heitir. Hún er jafn slæm, hvort sem hún er í formi ljósleits grútar eða svartrar olíu.

Enn er hægt að minnka skaðann, en hver dagur sem líður gerir það erfiðara. Strax átti auðvitað að safna saman tækjum til að koma sem mestu af síldinni á brott. Hægt hefði verið að moka stórum hluta þess sem á land rak á vörubíla og jafnvel í bræðslu, alla vega í urðun. Annað hefði þurft að urða í fjörunni. Grafa átti skurði í fjöruborðið og urða það sem ekki var hægt að keyra í burtu. Síðan átti að setja á vöktun fjörunnar og vera með tiltækar haugsugur til að sjúga upp þann grút sem óneitanlega mun myndast vegna þess fisks sem rotnar á botni fjarðarins. Þetta er mikil vinna og kostar peninga, en þetta er þó vinna sem hefði minnkað mengunarslysið það mikið að hún var réttlætanleg.

Að gera ekkert núna, er ávísun á ástand sem ekki verður ráðið við. Þá mun þetta mengunarslys, sem umhverfisráðherra býður upp á, koma af fullu afli, með tilheyrandi eyðileggingarmætti.

Þá mun ekki ráðast við að fanga fuglanna á lífi og þrífa þá og ekki víst að Náttúrustofa Vesturlands geti útvegað sér nægann mannskap til þess eins að telja þá fugla sem drepast.

Það er huggulegt fyrir þjóðina að vita til þess að í umhverfisráðuneytinu skuli ráða manneskja sem ekki virðist hafa hundsvit á náttúrunni!

 


mbl.is Fylgjast með fuglalífi í Kolgrafafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er hægt að fara með fiskidælur og dæla upp af botni fjarðarins.  En er þetta ekki dæmigert stofnanamál þar sem enginn veit hvar ábyrgðin liggur og þess vegna gerir enginn neinn.  Þurfum við ekki að hugsa þessa stofnanavæðingu upp á nýtt?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.2.2013 kl. 16:12

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má alveg örugglega draga verulega úr henni.

Gunnar Heiðarsson, 9.2.2013 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband