Sök stjórnvalda er mikil

Það liggur orðið ljóst fyrir að ríkisstjórninni hefur þegar tekist að rústa heilbrigðiskerfi landsins. Innviðir Landsspítalans hrynja nú hver af öðrum og húsnæðið er að hruni komið. Þá hefur niðurskurðurinn orðið til þess að vinnuálag hefur aukist svo að starfsfólk er farið að flýja vegna þess. 

Það efast enginn um þörf á nýju húsi undir íslensk fræði og enginn efst um þörf á stofnun til heiðurs Vigdísra Finnbogadóttur. En hefði eitthvað gert til að bíða með þessar byggingar þar til heilbrigðiskerfið væri komið fyrir vind. Öllum er ljóst að töf á þessum byggingum mun ekki stofn lífi neins í hættu.

Það efast enginn um þörf á fé til þróunaraðstoðar eða rannsóknar og tækniþróunarsjóð. Hvort eitthavð hefði gert til þó eitthvað minna en 2,5 milljörðum væri veitt til þessara verkefna nú, er vandséð. Hefði ekki mátt hafa þá upphæð eitthvað minni og láta Landspítalann njóta mismunarins.

Það efast enginn um þörf á nýju fangelsi. En hefði ekki mátt leysa þann vanda á ódýrari hátt, jafnvel sem bráðabyrgðalausn og nota einhvern hluta þess milljarðs sem þangað skal fara nú, til hjálpar Landspítalanum. Fanga er hægt að geyma nánast hvar sem er, en sjúklingar verða einungis læknaðir við bestu aðstæður, með besta fólkinu.

Það efast enginn um þörf þess að koma náttúrumynjasafni upp. Þessi málaflokkur hefur verið á hrakhólum í áratugi. En hefði einhverju breytt þó beðið væri í eitt eða tvö ár enn, eða er kannski verið að hjálpa Reykjavíkurborg þarna um 500 milljónir?

Svona væri hægt að telja lengi. Það er ljóst að fjármagn er til, en endurraða þarf úthlutun þess. Ríkisstjórn sem telur sig geta lagt fram kosningavíxil upp á 9,5 milljarð, ætti að geta fundið það fé sem þarf til að halda Landspítalunum gangandi, svo sómi sé af.

Uppsagnir hjúkrunarfræðinga og annara stétta innan spítalans eiga ekki síst rætur að rekja til stór aukins álags vegna niðurskurðar. Þegar svo heilbrigðisráðherra ákvað af fávisku að hækka laun forstjórans um sem nemur meir en launum hjúkrunarfræðings með mikið nám og mikla starfsreynnslu, var sem stífla hefði brostið.

Þetta aukna álag á við um allar stéttir stofnunarinnar, enda hefur ríkisstjórninni ekki enn tekist að skera niður veikindi og slys lansmanna, sem auðvitað átti að fylgja eftir samdrætti í rekstri hjúkrunarstofnana. Miðað við sjálfshól forystumanna stjórnarflokkanna í fjölmiðlum má undrun sæta að þeim skuli ekki hafa tekist það verkefni!

Eitt er þó það gæluverkefni ríkisstjórnarinnar sem er vægast sagt súrealískt í þessu máli, en það er bygging nýs risasjúkrahúss. Ekki einungis er þetta undarlegt í ljósi þess að ekki er hægt að halda núverandi sjúkrahúsum gangandi, heldur og ekki síður fyrir þá staðreynd að stærð þessa nýja sjúkrahúss er svo mikil, að loks þegar Íslendingar verða nógu margir til að hagkvæmt sé að reka það, verður það orðið úrelt og úrsér gegnið.

Fáviskan virðist ekki eiga sér nein takmörk!

 

Þegar ástandið er komið á það stig að sjúklingar þora ekki að mæta á sjúkrahús, verður sennilega ekki lengra komist. Þá má afskrif heilbrigðiskerfið endanlega!


mbl.is Læknar orðnir langþreyttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamálið liggur í hugsunarhætti kommúnistans, því þetta fólk er ekkert annað en eld rauðir kommar. "Pakkið á gólfinu segir mér ekki hvað ég á að gera, ég hef peningavöldin og nú þegar það HEIMTAR of okkur, þá sýnum við þeim hvar Davíð keypti ölið". "Ef við hefðum fengið að ráða ferðinni, þá væri búið að leysa þessa launadeilu."

Ég þekki eiginhagsmunagræðgishugsunnarhátt kommanna,ég hef unnið með þeim.

Málið leysist með nýrri ríkisstjórn, sem hæglega getur breytt niðurröðun á gæluverkefnum kommanna með skattpeningum alþýðunnar.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 11:41

2 identicon

Landsmenn hljóta að bíða óþreyjufullir til næstu kosninga til að kjósa súpermennin sem munu bjarga íslenskum efnahag.

Rétt er að núverandi ríkisstjórn hefur ekki læknast af mikilmennskubrjálæði fyrri ríkisstjórna og má bæta fleiru á listann þinn.

En gleymum ekki!

Nýjan Landsspítala átti að reisa fyrir ágóða á sölu Landssímans, eitt best rekna ríkisfyrirtæki allra tíma!

Landsmenn sitja með sárt svikið ennið, þar sem afkvæmi reglugerðar EES samningsins var komið á koppinn eða þá að þáverandi stjórnvöld fóru frjálslega með staðreyndir.

"Frjálsræði í póst- og fjarskiptaþjónustu í Evrópu jókst verulega í upphafi síðasta áratugar um leið og ríkisafskipti voru takmörkuð Þá var ráðist í að breyta rekstrarformi opinberra símafyrirtækja í flestum löndum Evrópu, enda þótt mislangt væri gengið í þeim efnum. Sums staðar var sala á eignarhlut ríkisins hafin en annars staðar vrou breytingar á rekstrarforminu látnar nægja. Alls staðar var þó lögð áhersla á að undirbúa fyrirtækin undir aukna samkeppni en stjórnvöld í löndum EES höfðu á þessum tíma skuldbundið sig til að nema úr gildi einkarétt ríkisins á fjarskiptaþjónustu og stuðla að samkeppni."

http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/verkefni/Einkavaeding/nr/245

Allir þeir sem einhverja glætu í kollinum, vita að samkeppni í landi með tæpum 300,000 íbúum verður ætíð að fákeppni, enda nemur hækkun símgjalda eftir einkavæðingu í sveitarfélaginu Íslandi ( sveitarfélag á evrópskan mælikvarða ) um hundruði prósenta og það án verðbólgu.

Það er kaldhæðnislegt að sjálfur Steingrímur skuli vilja efna þetta loforð um nýtt "Hátæknisjúkrahús" eftir öll sín gífuryrði gegn einkavæðingu Landssímans.

En þannig spilar fjórflokkurinn með þjóðina.

Heiðar (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband