Alveg myljandi gangur hjá VG

Það verður nú ekki ónýtt fyrir Lilju Rafney að ganga til kosninga með heil 65 atkvæði að baki sér. Þetta er nærri því eins gott fylgi og sjálfur formaðurinn fékk í sínu prófkjöri! Vantar að vísu örfá atkvæði til, en þau eru ekki mörg.

Það segir kannski meir en nokkuð annað um stöðu VG, að í þessu kjördæmi sem gaf flokknum rúm 4000 atkvæði í síðustu kosningum, skuli einungis 139 hræður hafa séð ástæðu til að kjósa frambjóðanda fyrir flokkinn nú og að af þessum 139 skuli einungis 65 hafa tekist að skila gildum atkvæðum til þess eina sem gaf kost á sér í fyrsta sætið.

Annað er einnig forvitnilegt af þessum fundi, en það er sú krafa kjörstjórnar að kjósandi skuli rita eigið nafn á kjörseðilinn. Þetta er alveg nýtt í lýðræðislegum kosningum. Kannski ekki beinlínis í anda þeirrar hugsunar að hver ráði sínu atkvæði og gefi það án þess að þurfa að hugsa um skoðun eða afskipti einhverra annara á því. En hvað um það, þessi flokkur sækir jú sína hugmyndafræði til gamla Sovét og Norður Kóreu.

Lilja getur þó huggað sig við það að hlutfallslega fékk hún góða kosningu, miðað við aðra frambjóðendur. Þó atkvæðin til hennar séu einungis 65, fengu aðrir færri í þau sæti sem þeir sóttust eftir.

 


mbl.is Lilja Rafney fékk 65 atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk þarf nú líka að láta sjá sig einstaka sinnum í kjördæminu, ekki satt?

Guja (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 14:24

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ekki verra.

Gunnar Heiðarsson, 5.2.2013 kl. 14:30

3 Smámynd: Landfari

Góður pistill hjá þér Gunnar. Skemmtilega skrifaður og algerlega sammála.

Landfari, 6.2.2013 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband