Virðingarleysið er algjört !

Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis hefur nú afgreitt stjórnlagafrumvarpið úr nefnd.

Þetta er gert þrátt fyrir að fjölmargar umsóknir þess eðlis að frumvarpið sé langt frá því að geta talist tilbúið, bæði efnislega sem formlega. Þá er þetta gert þrátt fyrir að Feneyjarnefndin sé ekki búin að skila bráðabyrgða athuhugasemdum sínum. Til hvers var þá verið að leyta til þeirrar nefndar?  Var kannski eini tilgangur þess að formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar fengi ferð í boði ríkisins til Feneyja?

Formaður og varaformaður afgreiddu fyrstu athugasemdir við frumvarpið á þann veg að þar kæmu einungis fram athugasemdir sem ekki væri takandi mark á. Eftir því sem athugasemdum fjölgaði, breyttust svör þeirra í að þarna væru einungis athugasemdir sem áður hafi heyrst og ekkert nýtt komið fram.

Þegar nærri 200 umsagnaraðilar hafa skilað athugasemdum við þetta frumvarp og flestir þeirra eru sammála um sömu atriðin, bendir það þá ekki til að það eitthvað sé að? Þegar lögfræðingar, stjórnmálafræðingar og aðrir fræðimenn komast að sömu niðurstöðu, hljóta þeir að hafa eitthvað til síns máls.

Alvarlegust eru þó þau vinnubrögð stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem fram koma í ummælum varaformanns nefndarinnar. Hún segir að alls hafi verið gerðar um 40 breytingartillögur á frumvarpinu, fyrst og fremst til að færa orðalag til þess sem upphaflega kom frá stjórnlagaráði.

Hvaða breytingar hafði verið gerðar og af hverjum, áður en málið fór fyrir Alþingi? Þær breytingar sem gerðar höfðu verið lutu að lögfræðilegum atriðum, gerðar af sérstakkri lögfræðinefnd sem Alþingi skipaði til þess verks. Þar var verið að færa orðalag nær því að það stæðist lögfræðilega skoðun. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd telur sig geta tekið þessr breytingar til baka, bara rétt sí svona!

Þetta lýsir virðingarleysi meirihluta stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í hnotskurn. Það skal að engu hafðar athugasemdir þess fólks sem hefur sérhæft sig á sviði stjórnmála, engu hafðar athugasemdir löglærðra manna og það skal hundsa álit alþjóðlegrar nefndar á sviði stjórnskipunar. Þá þykir það sjálfsagt af nefndarmönnum að afturkalla þær breytingar sem lögfræðingahópur gerði til að færa frumvarpið nær því að standast lögfræðilega skoðun. Lengra verður vart gengið í virðingaleysinu!

Það er illa komið fyrir þjóð, að sitja uppi með svo veruleikafyrrt fólk í nefnd sem á að hafa eftirlit með því að stjórnskipun landsins sé virrt!!

 


mbl.is Stjórnlagafrumvarpið afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Veruleikafirrt er orðið yfir þessa stjórnarflokka.  Og þjóðin bað ekki einu sinni, nei, þjóðin bað aldrei um nýja stjórnarskrá.

Elle_, 26.1.2013 kl. 22:21

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekkert eftir nema að ógilda á lagalegum grunni,skemmdarverk þeirra.

Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2013 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband