Taboo
19.1.2013 | 12:03
Það má ekki ræða vandann og það er ekki vilji til að leysa hann.
Það er visulega staðreynd að stór hópur svokallaðra hælisleytenda er hér á röngum forsendum. Flestir vegna þess að þeir voru stöðvaðir í vegabréfaskoðun, á leið vestur um haf. Frásögn forstjóra útlendingastofnunar um "asylum tourism" bætir síðan öðrum hóp inn í þessa jöfnu. Þeir sem hingað koma í þeim tilgangi einum að sækja um landvistarleyfi hér á landi, eru í minnihluta.
Stæðsti hluti þessa hóps er þó kannski það sem skilgreinist sem heiðarlegt fólk, að fyrir utan það að sækja hér um landvistarleyfi á fölskum forsendum, er það heiðarlegt. En hluti þessa hóps er ekki svo þenkjandi.
Það er öllum ljóst að vandi útlendingastofnunnar er mikill. Sérstaklega vegna þeirrar staðreyndar að henni virðist ekki heimilt, vegan íslenskra stjórnvalda, að nýta alla þá þætti sem Schengen samkomulagð býður.
Forsendur þess að lausn finnist á vandanum er að tala um hann. Þöggun leysir ekki neitt. Þá er mikilvægt að stjórnvöld heimili útlendingastofnun að nýta öll þau ráð sem Schengen býður uppá og má þar fyrst telja að senda fólk til baka til þess lands sem það kom frá, strax við komuna til landsins. Þetta er það sem aðrar þjóðir innan Schengen nýta og með þessu væri hægt að minnka vandann mikið. T.d. má senda alla þá sem stoppaðir eru af við vegabréfaskoðun, strax til baka. Það fólk sem er að nota Ísland sem stökkpall vestur um haf. Þá á að sjálfsögðu að senda alla þá sem gerast brotlegir við íslensk lög, samstundis til baka til þess lands sem þeir koma frá.
Taboo um þessa umræðu gerir vandann einungis stærri og verri.
Orð tekin úr samhengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Neeeeeei, heyrðu nú mig. Það má ekki senda þetta fólk til baka. Það væri hreint alveg hræðilegt, og ég tala nú ekki um fordómafullt!
Í fullri alvöru.. Ef við horfum framhjá öllu hinu, að þeim sé yfir höfuð hleypt inn í landið á fölskum bréfum... Um LEIÐ og þeir birtast inni á lokuðu svæði Eimskipa, þá á að senda þá með næstu vél heim. Ekki senda þá aftur á farfuglaheimilið til þess eins að eyða íslenskum skattpeningum í að halda þeim uppi. Þeir vilja ekki vera hérna.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.1.2013 kl. 13:31
Gerum einsog Færeyingar,senda strax til baka. punktur.
Númi (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 14:37
Fyrst og fremst þarf þó að viðurkenna vandann. Það virðist standa nokkuð í stjórnvöldum.
Gunnar Heiðarsson, 19.1.2013 kl. 17:41
pálitisk rétthugsun er a tröllríða VG
það er ekkert nýtt
Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2013 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.