Þrúgandi þögn RUV
18.1.2013 | 20:46
Það var þrúgandi þögnin á fréttastofu Óðins Jónssonar um skoðanakannanir Fréttablaðsins. Hvorki var þar fjallað um þá niðurstöðu í könnun blaðsins að meira en helmingur landsmanna vilji ýmist setja umsóknarferlið að ESB á ís og láta þjóðina kjósa um framhaldið eða draga hana alfarið til baka, né heldur var fjallað um að ríkisstjórnarflokkarnir njóta einungis fylgis 26% kjósenda.
Allir fjölmiðlar fjalla um þessa könnun, nema fréttastofa Óðins Jónssonar. Hvers vegna skildi það vera? Er hugsanlegt að Óðinn telji vera mögulegt að þegja málin niður? Heldur hann að með því að banna sínum fréttamönnum að fjalla um þessi mál, þá gufi þau bara upp?
Getur verið að Óðinn Jónsson telji það ekki fréttnæmt að loks skuli Sjálfstæðisflokknum tekist að ná yfir 40% markið? Getur verið að honum þyki það ekki fréttnæmt að VG skuli nú einungis hafa einn þriðja þess fylgis sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum? Eða er Óðinn Jónsson einfaldlega að fela þá útreið sem Samfylkingin verður fyrir í þessari könnun?
Það er svo útaf fyrir sig mikið afrek sem VG hefur unnið á síðustu fjórum árum. Veturinn 2009 tókst þessum flokki að vinna sér fylgi hjá þjóðinni og í kosningunum um vorið fékk hann um nærri tvöfallt kjörfylgi. Síðan hefur þessum sama flokk tekist að minnka sitt fylgi um tvo þriðju. Þetta er afrek sem sennilega á sér ekki fordæmi. Svo er bara að sjá hvort enn eigi eftir að saxast á fylgi flokksins, hvort honum takist að fara undir 5% mörkin. Þar vantar einungis 2% uppá. Þá má vissulega segja að afrekið sé stórt. Þá hefur flokk, sem hafði nærri einn fjórða þingmanna við upphaf kjörtímabilsins tekist að missa þá alla af þingi. Slíkt afrek mun sjálfsagt verða fært í heimsmetabók Guinnes.
Fylgistap stjórnarflokkana er mikið, Samfylking fellur úr 29,8% niður í 19% og VG felur úr 21,7% niður í 7%. Þó Óðinni Jónssyni þyki þetta ekki fréttnæmt, er ljóst að hann á sér fáa meðbræður um þá skoðun.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur - Björt framtíð í þriðja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ó hve rúv væri miklu betri ef þú Gunnar mundir bara stjórna þessu.
þá fyrst mundi ruv vera hlutlaust er þaggi?
Sleggjan og Hvellurinn, 18.1.2013 kl. 23:56
Ríkisútvarpið er opinber stofnun S&H og um þá stofnu eru ákveðinn lagarammi. Þeir sem stjórna þeiri stofnun og þeir sem stjórna einstökum deildum innan hennar, ber að fara að þeim lögum.
Það er nokkuð frá því að sá aðili sem stjórnar fréttastofunni fari eftir þeim lögum sem honum ber og stjórnandi stofnunarinnar lætur það óátalið. Þetta er miður.
Óðinn Jónsson, yfirmaður fréttastofu, er langt frá því að vera hlutlaus í sínu starfi. Hann lætur sína fréttamenn hiklaust halda hlífiskyldi sínum yfir ákveðnum stjórnmálaflokki í landinu. Það vafðist þó ekki fyrir Óðni að reka fréttamann sem hafði tekið að sér að rita bók um ákveðna persónu, jafnvel þó Óðinn hafði áður gefið þessum fréttamanni leifi til þaess. Ástæða brottrekstursins var að fréttamaðurinn ritaði æviminningar manns sem ekki var í þóknanlegum flokk fyrir Óðinn.
Það má segja að þar hafi Óðinn sinnt sínu starfi, þó heiðarlegra hefði verið að gefa þessum fréttamanno ekki leifið, strax í upphafi. En þá á Óðinn líka að láta það sama ganga yfir þá fréttamenn sem eru pólitískt mengaðir öðrum flokkum.
Og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að ég muni nokkurntímann stjórna einhverju innan RUV, S&H. Til þess hef ég hvorki menntun né áhuga. En það þarf enga sérstaka menntun til að sjá hvað fram fer innan fréttastofu RUV, einungis heilbrigða skynsemi.
Gunnar Heiðarsson, 19.1.2013 kl. 09:34
fréttamenn eru sjáflstætt starfandi og ráða sjálfir hvað þeir munu fjalla um.
þeir lifa og falla með sinn eigin fréttafluting og reyna helst að finna áhugaverðar fréttir og vinna þær vel... þannig öðlast þeir sess á fréttastofunni
Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2013 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.