Er þetta hin "nýja" sýn BF á pólitík ?
16.1.2013 | 21:10
Er þetta hin nýja sýn sem Björt framtíð ætlar að boða í pólitík? Er það svona sem þeir vilja stjórna landinu?
Er framtíðin sú að þær ákvarðanir sem Alþingi tekur, megi ekki endurskoða? Að sama hvernig blæs, þá skuli staðið á ákvörðunum þingsins fram í rauðann dauðann? Jafnvel þó allar forendur séu brostnar og séð er að upphafleg ákvörðun stenst ekki lengur?
Er þetta sýn Bjartrar framtíðar á lýðræðinu? Að lýðræðinu sé ýtt til hliðar við upphaf mála, en svo þess krafist að þau séu kláruð svo hægt sé að leifa fólkinu að kjósa? Hvers vegna ætti fólk að vilja kjósa um eitthvað sem það aldrei vildi fara af stað í? Hvers vegna má ekki leiðrétta þá skömm sem Alþingi sýndi lýðræðinu í landinu sumarið 2009 og kjósa núna um framhald þessarar ferðar? Er þetta of flókið fyrir Gumma? Er þetta of erfitt fyrir hann?
Það verður vart sagt að þessi ræða Gumma Dennasonar hafi verð honum eða hinum "nýja" flokk hans til sóma.
Er þetta flókið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ásmundur Daði komst miklu betur frá Kastljósþættinum en Guðmundur. Hann hlustaði ekki á rök, færði enginn rök sjálfur og hélt bara áfram eins og flestir ESB sinnar gera þó þeim sé bent á skýrsluna frá ESB sjálfu, þá svara þeir ekki, né skilja. Bara leiða hjá sér það sem þar kemur fram. Ekki er það beint traustvekjandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2013 kl. 21:29
Guðmundur mun aldrei segja neitt. Eina afstaðan sem hann hefur gefið upp er að nú missti hann óvart út úr sér að það ætti ekki að kíkja í pakkann, heldur væri um að ræða umsókn í EU.
Þetta er það eina sem hann hefur sagt, yfir öllu öðru hefur hann þagað, hingað til.
Sindri Karl Sigurðsson, 16.1.2013 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.