Aðildarumsóknin er og verður eitt hellsta mál næstu kosninga
15.1.2013 | 11:05
Álheiður Ingadóttir ætti að sýna þjóðinni þann sóma að hætta á Alþingi. Hún mun aldrei geta sett sig í spor almennigs í landinu og því aldrei orðið fulltrúi hans. Hennar efnahagslega umhverfi er of langt frá efnahagslegu umhverfi flestra landsmanna.
Hún heldur því fram að aldrei hafi verið spáð innan VG að umsóknin tæki styttri tíma en nú er séð. Að aldrei hafi verið um það rætt hver tímamörk umsóknarinnar væru. Síðast í Kastljósi í gærkvöldi sagði formaður VG að forsenda þess að flokkurinn færi í samstarf við Samfylkingu um stjórnarmeirihluta, hafi verið að niðurstaða yrði komin í aðildarumsókninni vel fyrir næstu kosningar. Reyndar talaði Steingrímur mest um þann sigur að vinstristjórn entist heilt kjörtímabil, en það er önnur saga.
Það er vanvirða við þjóðina að bera það á borð að ekki eigi að ræða aðildarumsóknina í undanfara næstu kosninga. Þetta er eitthvað mesta deilumál stjórnmálanna á Íslandi frá stofnun lýðveldis. Þeir sem vilja halda umræðunni um það utan kosningabaráttunnar eiga ekkert erindi í pólitík. Þeir gera sér greinilega ekki grein fyrir því út á hvað kosningar ganga, eða út á hvað póitík gengur, svona yfirleitt.
Aðildarumsóknin mun verða eitt hellsta mál næstu kosninabaráttu og svik VG við sína kjósendur mun verða svarað. Það er ekkert sem þeir geta gert úr þessu til að koma í veg fyrir það!
![]() |
VG spáði aldrei hraðferð í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta fólk talar út og suður, þau eru orðin skelfingu lostinn, og ekki syrgi ég það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2013 kl. 12:22
Og ekki syrgi ég það heldur, Ásthildur.
Það sem vekur þó mestann ugg hjá mér er hversu værukærir flestir þingmenn og frambjóðendur eru gagnvart þeirri ógn sem steðjar að þjóðfélaginu vegna verðtryggingarinnar. Leiðrétting lána almennings og afnám verðtrygingar er annað mesta kosningamálið í vor, á eftir ógninni sem steðjar að lýðræðinu í kápu aðildarumsóknarinnar.
Verði ekkert gert til að leiðréta þá stökkbreytingu lána sem hrunið leiddi af sér og ef ekki verður ráðist gegn verðtryggingunni, mun þjóðfélagið hrynja. Það er styttra í þann harmleik en margur ætlar.
Gunnar Heiðarsson, 15.1.2013 kl. 14:18
Já þar er ég sammála burt með verðtrygginguna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2013 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.