Virðing bygir á trausti og traust fæst með heilindum
15.1.2013 | 10:17
Það er sannarlega þarft að taka upp umræðu um virðingu Alþingis. Forseti þingsins, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir á þakkir fyrir að sýna þann kjark að taka þetta mál fyrir þar.
En virðing Alþingis byggir ekki á hver vinnubrögðin þar eru. Byggir ekki á því hvort þingmenn vilja ræða þar málin til þrautar.
Virðing Alþingis byggist fyrst og fremst á heilindum þingmanna til kjósenda sinna. Það er þar sem meinið liggur og hvergi annarsstaðar.
Vinnubrögð Alþingis ráðast hins vegar af heilindum þingmanna og því hvernig valdhafar haga sér hverjum tíma og vissulega má gagnrýna þar nokkrar ríkisstjórnir aftur í tímann, þó keyrt hafi um þverbak á þessu kjörtímabili.
Þegar valdhafar koma fram með sín mál fyrir Alþingi illa undirbúin og á síðustu stundu, er auðsýnt að stjórnarandstaðan nýtir þann rétt sem hún hefur til að gagnrýna þau mál. Alþingi er sá vettvangur sem til þess er ætlaður. Fólk getur kallað það málþóf, en þá verður að liggja fyrir önnur lausn svo sjónarmið stjórnarandstöðu fái náð fram í dagsljósið.
Þá hefur það verið frekar regla en undanþága af núverandi valdhöfum að taka mál úr sáttafarvegi og setja þau í ósátt. Við slíkar aðstæður verður stjórnarandstaðan að láta tl sín taka. Þessi starfsaðferð valdhafa hefur kallað á enn frekari umræður á Alþingi.
Þessi vinubrögð eru allsendis óþörf. Sumarfrí Alþingis er það langt að við upphaf þings að hausti ættu valdhafa að geta lagt nánast öll sín frumvörp fram. Þannig er hægt að koma í veg fyrir þann tímaskort sem einkennir Alþingi fyrir hver þinglok. Það eru einungis mál sem koma upp af óviðráðanlegum ástæðum og þarf nauðsynlega að afgreiða sem valdhafar ættu að leggja fram síðar.
Nú á þessu lokaþingi núverandi valdhafa, koma þeir fram með flest þeirra stóru mála sem þau boðuðu við upphaf kjörtímabilsins og flest þeirra lögð fram á síðasta degi sem heimilt er að leggja fyrir þingið. Þetta var gert þrátt fyrir að um kosningavetur væri að ræða og starfstími Alþingis mjög stuttur. Flest þessara mála hefðu valdhafar getað verið búnir að afgreiða á yfirstandandi kjörtímabili, það var ekki gert. Þetta vekur vissulega upp þá spurningu hvort það hafi verið að ráðnum hug gert, að leggja þau svo seint fram að einsýnt væri að mörg þeirra næðu ekki í gegn. Að þetta sé liður í því að búa sér til vopn í komandi kosningabaráttu.
En þetta vandamál kemur þó ekki virðingu Alþingis við, ekki fekar en langar umræður stjórnarandstöðunnar. Þeir sem gagnrýna hana, ættu að líta í eiginn barm og skoða hvernig þeir litu langar ræður núverandi valdhafa, þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. Kratar voru duglegir að hæla Jóhönnu sinni, þegar hún sló ræðumet Alþingis, ekki nefndi neinn krati þá orðið málþóf. Það sama má segja þegar Hjörleifur Guttormson kom trekk í trekk og flutti langar ræður, þá nefndi enginn kommúnisti málþóf, ekki frekar en þegar Steingrímur J hefur ástundað svipaðann leik.
Það eru heilindi alþingismanna sem skapa virðingu Alþingis og ekkert annað. Þegar nánast heill stjórnmáaflokkur ákveður að svíkja sína kjósendur, til þes eins að komast til valda, getur það ekki leitt til annars en virðingarleysi á Alþingi. Þegar svo annar lítill stjórnmálaflokkur má sjá á eftir öllum sínum fjórum þingmönnum á einu bretti, ein yfir í annan stjórnmálaflokk og hinir stofnuðu nýjann, liggur fyrir að kjósendur þess flokks, sem stóðu að innkomu þessara fjögurra þingmanna, missa álit á stofnuninni. Þeir kjósendur voru sviknir.
Stóryrði valdhafa, með hnefann á lofti í ræðustól Alþingis er ekki heldur til þess fallið að vina hug og hjörtu landsmanna. Flestir líta slíka menn sem ofstopamenn og slíka menn vill þjóðn ekki innan æðstu stofnunar landsins!
Dapurleg niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.