VG hefur opinberað ást sína til ESB
14.1.2013 | 18:25
Þessi dagur hefur verið merkilegur í íslenskri pólitík. Enn hefur Samfylkingin gert VG að fíflum.
Seinkun á aðildarferlinu sem ríkisstjórnin ákvað í morgun er sýndarmennska. Það hefur þegar legið fyrir að sjálft sambandið hefur hægt á ferlinu og því breytir þetta engu. Er einungis til að lá ryki í augu kjósenda.
Steingímur er kátur og segir að þetta sé skýrt merki um að þessir flokkar eigi samleið. Hann játar að VG er aðildarflokkur og að áfram verði haldið á sömu braut, að loknum næstu kosningum. Það er þó líklegra að sá flokkur hafi ansi lítið um það að segja. En visulega er hægt að fagna því að nú liggi ljóst fyrir hvar VG stendur í þesu máli, að ljóst sé að VG er hlynntur aðild að ESB. Kjósendur þurfa þá ekki að velkjast í vafa um það.
Þá segir Steingrímur að það sé einungis tilviljun að þessi ákvörðun beri upp á sama dag og rammaáætlun er afgreidd af þingi. Hvers vegna hann nefnir þessi tvö aðskyldu málefni að fyrra bragði, segir kanski meira en orðin sem frá honum koma. Hann minntist þó ekkert á það að Jóni Bjarnasyni er ýtt úr utanríkismálanefnd þennan sama dag, enda kannski tengslin of augljós til að reyna að telja fólki trú um annað. Steingrímur er ekki alvitlaus.
Og í allri þessari niðurlægingu VG af hálfu Samfylkingar, kemur Össur með rúsínuna í pylsuendanum, segist elska alla og vera tilbúinn til samstarfs við ALLA fokka, einnig Sjálfstæðisflokk. Þar setur hann rjómatoppinn á Samfylkingartertuna.
Steingrímur gerir samninga í reykfylltum herbergjum við Jóhönnu, eða réttara sagt hún segir honum fyrir verkum þar. Það er kominn tími fyrir Steingrím að átta sig á að Jóhanna verður ekki vð stjórnvölinn í Samylkingunni eftir næstu kosningar og því sama hversu undirlægður hann er henni nú, það mun engu skipta þá. Þá er við nýjann formann að ræða og ekki víst að sá sé eins hrifinn af Steingrími og Jóhanna. Orð Össurar staðfesta að þar mun engu að treysta, frekar en öðru frá Samfylkingu.
Þá á þjóðin eftir að kjósa og ekki víst að útkoma VG verði glæsileg, sérstaklega nú, þegar flokkurinn hefur viðurkennt sína ást til ESB.
![]() |
Jón útilokar ekki að fara úr VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.