"Náttúruvernd" VG

Auðvitað verður unnin olía á Drekasvæðinu, ef hún finnst í vinnanlegu magni. Þetta lá ljóst fyrir strax og ljóst var að þarna gæti fundist olía. Þetta var ljóst þegar Steingrímur J skrifaði undir þingsályktunartillögu í byrjun þessarar aldar, um að kanna aðstæður til móttöku hennar og aðstöðu fyrir þjónustu við þessa vinnslu á norðaustur horni landsins. Hann skrifaði undir þá tillögu sem formaður VG. Þegar svo Steingrímur skrifaði undir aukið rannsóknarleyfi fyrir nokkrum dögum síðan, voru þessi áform endanlega staðfest.

Það hefði heldur engu breytt þó Ísland héldi sig frá könnun og hugsanlegri olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Norðmenn hafa rétt yfir mun stærri hluta þess sem talinn er búa yfir olíu og þeir munu hefja þar vinnslu, ef olían er í vinnanlegu magni. Því er hægt að fagna því að Norðmenn gangi til samstarfs við okkur um þessar rannsóknir nú og hugsanlega vinnslu í framtíðinni..

Auðvitað er þetta mál erfitt fyrir VG, eins og öll framfaramál. Þar togast á augljós hagnaður af slíkri vinnslu fyrir hagkerfi landsins, við náttúruverndarsjónarmið. Og vissulega eiga náttúruverndarsjónarmið fullann rétt á sér, en þau verða að vera raunsæ.

Það má segja að hið skelfilega slys sem varð á borpalli BP á Mexíkóflóa hafi verið happ fyrir heimsbyggðina. Þó afleiðingar þess slyss hafi verið óskaplegar, gat það í raun ekki gerst á betri stað, í hlýjum sjó Mexíkóflóa, þar sem hið gríðarlega magn olíu sem fór í sjóinn brotnaði niður á tiltölulega skömmum tíma.

Þetta slys varð til þess að mun strangari kröfur verða gerðar til vinnslu olíu úr sjó og kaldur sjór Drekasvæðisins mun gera þessar kröfur enn strangari. Þetta er vitað og þeir sem nú eru að hefja rannsóknir og hugsanlega vinnslu í framhaldi þeirra gera sér grein fyrir því. Orðtakið "vinnanleg olía" byggist á þessum staðreyndum.

Hellstu "umhverfissinnarnir" innan VG láta sem þeir séu á móti vinnslu á þessu svæði. Þeir tjáðu sig þó ekkert, á sínum tíma, þegar formaður þeirra stóð að þingsályktun um rannsóknir fyrir aðstöðu á norð austurlandi fyrir þessa vinnslu, í upphafi aldarinnar. Þeir tjáðu sig heldur ekkert um undirskrift sama formanns þeirra, á frekari rannsóknum á Drekasvæðinu, fyrr en eftir þá undirskrift. Ef þetta er vilji VG, hefðu þeir auðveldlega getað sett fætur sínar fyrir formanninn, áður en hann skrifaði undir það leyfi.

Svo er líka spurning hversu miklir umhverfissinnar þessir þingmenn VG eru. Þegar tillaga um lækkun á virðisaukaskatti á margnota bleyjur var samþykkt á Alþingi fyrir jól, sögðu þeir ýmist "NEI" eða sátu hjá. Sumir sögðu "JÁ" í fyrri umferð þeirrar kosningar en sátu svo hjá í hinni síðari. Umhverfisráðherra, sem hefur ekki hikað við að láta "pólitíska réttsýni" ráða för í sinum embættisverkum og vísar þá gjarnan til umhverfissjónarmiða, sagði "NEI" við báðar atkvæðagreiðslurnar. Margnota bleyjur eru þó taldar með stærri vandamálum í eyðingu heimilissorps. Því var þessi tillaga beinlýnis umhverfisvæn.

Það er því vart hægt að taka þetta fólk alvarlega í umræðunni um umhverfismál og náttúruvernd. Það notar þau hugtök til að halda uppi hinni gömlu og löngu úreltu hugsun um alræðið. Notar þessi hugtök til að koma á algerri stöðnun svo ALRÍKIÐ verði stofnað, að hætti Sovét, Norður Kóreu, Kúbu, Venesúela og fleiri ríkja kommúniskrar harmsögu.

Umhverfismál og náttúruvernd hafa aldrei verið í hávegum höfð innan alræðis kommúnismans, þvert á móti þekkist hvergi á byggðu bóli meiri vanvirða við þessi sjónarmið en einmitt meðal þeirra.

 


mbl.is VG fari ítarlega yfir olíumálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var ein af röksemdunum fyrir Kárahnjúkaframkvæmdinni að hún væri umhverfisvæn á þann hátt að sama rafmagn yrði ekki framleitt með kolum einhversstaðar annarstaðar. Ekki er þó að efa að ef hér hefðu fundist miklar kolanámur þá hefði umsvifalaust verið farið í að nýta þær í nafni framfara og velmegunnar.  

    Íslendingar hafa nefnilega ekki nokkrar raunverulegar áætlanir uppi með að taka þátt í að draga úr hnattrænni hlýnun ("hvaða hlýnun" segja þeir raunar margir) með því að draga úr losun kolefnis,  það er helst með einhverju ómerkilegu  yfirklóri eins og að agnúast út í sinubruna.     En það er alveg rétt hjá þér að VG standa ekki við sínar hugsjónir í þessu efni, þar fer þeim eins og varðandi  aðild að ESB og varðandi kjaramál, lofa einu en láta svo reka á reiðanum í allt aðra átt.

Fróðlegt væri raunar að vita hvort alþjóða samningar um minni útblástur gróðurhúsalofttegunda hafi nokkurstaðar á nokkurn hátt valdið minni ásókn í að pumpa upp úr olíu og gaslindum.

En illt hlýtur að vera að byggja flokk á hugsjónum sem men þora/vilja/geta ekki framkvæmt, hvort sem hann heitir VG með umhverfismálin og jöfnuð að leiðarljósi, eða sjálfstæðisflokkur gasprandi um að kakan stækki við lægri skatta, eða malandi um frjálsa samkeppni (sem þeir láta alltaf víkja fyrir auðhringum), búnir að afsanna rækilega eigin kenningar með völd 3 kjörtímabi í röð og enduðu í hruni.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 09:49

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Gunnar og þetta þetta hlítur að vera orðið vandræðalegt innan VG.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.1.2013 kl. 09:52

3 identicon

ps. Það er spurning hvort flokkar sem aldrei geta staðið við eigin hugsjónir eigi ekki bara að leggja sjálfa sig niður?

Samfylkingin má þó eiga það að hún stefnir ótrauð áfram að þeirri hugsjón sinni að ganga í ESB þó jafnaðarstefnan sé þar með komin ofan í ferðatösku.  Þeim tekst raunar að sýna fram á að ef eitthvað er verra en flokkur sem ekki nær/vill/getur staðið við hugsjónir sínar eins og VG og sjálfsstæðisflokkurinn þá er það flokkur sem kemur sér upp hugsjón fáránleikans. (Ég verð í nafni samanburðarins að nefna hér nasistana þó vitanlega sé samfylking miklu geðslegri flokkur).

Svo maður ljúki yfirreiðinni um fjórflokkinn þá meiga framsóknarmenn þó eiga það að þeir eru hugsjóna og prinsipplausir (svona eins og 90% þjóðarinnar) og þar með dettur engum í hug og allra síst þeim sjálfum að taka mark á þeirra loforðum.  (sbr. fíkniefnalaust Ísland árið 2000, 20.000 ný störf o.sv.frv.)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 10:07

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Rökin fyrir byggingu Kárahnjúkavirkjunnar og álversins á Reyðarfirði standa, Bjarni. Það er ljóst að það ál sem þar er framleitt, væri framleitt annarsstaðar í heiminum, ef sú verksmiðja hefði ekki verið byggð. Líkurnar á því að það rafmagn fyrir slíka verksmiðja hefði verið þá framleitt í orkuverum sem nota jarðeldsneyti, eru mjög miklar. Því er vissulega hægt að segja að Kárahnjúkavirkjun sé framlag til minni mengunar jarðar.

Hitt geta menn svo deilt um hvort rétt hafi verið staðið að þessari uppbyggingu, hvort okkar hagkerfi þoli svo stórann bita á einu bretti. Því er mikilvægt að huga að því hvernig við ætlum að taka á þeim gróða sem olíuvinnsla hugsanlega mun gefa. Það er ljóst að ef til slíkrar vinnslu kemur, þolir okkar litla hagkerfi ekki að sá gróði sé látinn flæða stjórnlaust inn í það. Þar gætum við t.d. litið til Norðmanna, hvernig þeir haga þeim málum hjá sér. Ef til vinnslu á olíu á Drekasvæðinu kemur, er nauðsynlegt að við séum búin að ákveða þessi mál. Það er of seint að taka á þeim eftir að vinnsla hefur hafist.

Ég er enginn sérstakur áhugamaður um stóriðju eða olíuvinnslu, er ekki á móti þessu heldur. Horfi einfaldlega raunstætt á hlutina og met þá hverju sinni út frá því. Að hengja sig í einhverjum prinsippum og láta allt stjórnast af því, hvort sem það er til góðs eða illt, getur aldrei leitt til góðs.

Um spekúleringar þínar hvort þeir flokkar sem aldrei geta staðið við eigin hugmyndir þarf í sjálfu sér fátt að segja. Forysta VG er eitthvað besta sýnidæmi þess. Sá flokkur er að hverfa út úr íslenskum stjórnmálum, einmitt vegna svika við sína kjósendur. Sjálfsagt mun rísa upp einhver hreyfing af rústum VG, um þær hugsjónir sem hann var stofnaður um, hvort sem það verður fyrir eða eftir næstu kosningar.

Þessi flokkur, eða forysta hans, hefur tekist að svíkja öll sín prinsipp mál á einu kjörtímabili, það síðasta, umhverfisvernd, í atkvæðagreiðslu á Alþingi fyrir jól. Það er því ekki spurning um hvort eigi að leggja hann niður, eins og þú gefur í skyn, hann mun einfaldlega leggjast niður. Hugsanlega munu einhverjir frambjóðendur hans ná kjöri í næstu kosningum, en flokkurinn sem slíkur er hruninn.

Samfylkingin mun lifa. Þessi spillingaflokkur hefur plantað sér vel fyrir í mennta- og stjórnkerfinu og fjölmiðlum. Eitt sinn var sagt að Framsóknarflokkur væri mesti spillingaflokkur á Íslandi. Samfylkingin hefur sannarlega tekið við því kefli. Þar er einskis svifist til að koma fram "réttum" vilja. Og Samfylkingin á sinn "Finn" og sinn "Halldór". Þeir eru margir innan þeirra raða. Eiginhagsmunapólitíkin er orðið eitt aðalsmerki Samfylkingar.

Gunnar Heiðarsson, 13.1.2013 kl. 12:14

5 identicon

Þögn þín um sjálfstæðisflokkinn (sjálfan hrunflokkinn) er alveg ærandi ;-)  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 12:38

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þögn mín um Sjálfstæðisflokkinn stafar ekki af því að ég sé eitthvað sérstaklega hliðhollari honum en öðrum flokkum Bjarni. Hef aldrei kosið þann flokk um mína ævi, hvað sem verður í næstu kosningum.

En ég þagði einnig um nýju flokkana. Finnst þér það ekkert ærandi? Af nógu er þó að taka í umfjöllun um þá, ekki síður en Sjálfstæðisflokkinn.

Viðhorf mín til stjórnmálaflokkanna er svipuð og annar málefna. Þar met ég hverju sinni hvernig mitt atkvæði fer. Fyrir mér gilda sömu rök þar, að prinsipp sé af hinu illa. Að þeir sem láta slíkt ráða sinni för geti aldrei orðið að manni.

Þó ég hafi aldrei verið hlyntur öfga vinstristefnu, varð ég ekkert ósáttur með niðurstöður síðustu kosninga. Sú sátt stóð þó stutt, enda opinberaðist strax við stjórnarmyndun hvernig sigurvegari þeirra kosninga ætlaði að spila úr þeim spilum sem þjóðin hafði fært honum. Sú sýn var ekki glæsileg.

Því miður hefur sú ríkisstjórn sem nú situr í stjórnarráðinu fært mína pólitísku sýn heldur til hægri. Ég get ekki sagt að ég sé neitt sérstaklega sáttur við það. Hvort það dugi Sjálfstæðisflokk til að fá mitt atkvæði kemur í ljós í vor. Það yrði þá í fyrsta sinn á minni ævi sem sá flokkur fengi mitt atkvæði.

Gunnar Heiðarsson, 13.1.2013 kl. 13:12

7 identicon

Það er ólíku saman að jafna, nýju flokkunum sem enginn veit hvað úr verður eða sjálfstæðisflokknum með sitt sindaregistur á bakinu. Það er eitt að gagnrýna VG fyrir klaufagang og hugsjónasvik við að stýra björgunarbátunum í land en annað að þegja um orsökina fyrir því að skipið sökk sem var aðalega í boði sjálfstæðisflokksins. Þar sem við sem þjóð erum engan vegin komin í land enn þá, er fullkomnlega ótímabært að horfa fram hjá því, eða fyrir Bjarna Ben að tala eins og hann hafi eitthvert skotleyfi á VG vegna þess að fortíðin skifti ekki máli.

Ég get alveg skrifað undir síðustu 3 málsgreinarnar hvað mig varðar. Ég kaus VG í síðustu kosningum (sem ég mun ALDREI gera aftur) aðalega vegna þess að þeir áttu enga aðild að hruninu og svo hinu að þeir töluðu hvað skýrast á móti inngöngu í ESB. Að öðru leiti hef ég engar sérstakar taugar til flokkanna nema að ég held að framsóknarflokkurinn (fyrir tíð Halldórs) endurspegli á köflum þjóðarsálina þ.e. alveg prinsiplausir en vaða á handstýringunni í hvert mál eins og það kemur fyrir. Því miður myndast við þetta rými fyrir lukkuriddara sem sigla undir fölsku flaggi samhygðar og samvinnu í því markmiði einu að ota sínum tota. En það gerist nú svo sem í hinum flokkunum líka.

Allir hafa flokkarnir til síns ágætis nokkuð þrátt fyrir stóra galla,ég held að meira að segja kratarnir með sín prógröm og prinsip hafi erindi í pólitíkina en þá eingöngu undir miklu eftirliti og aðhaldi svo þeir reikni sig ekki út í móa.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband