Gylfi Arnbjörnsson í fleirtölu
12.1.2013 | 14:53
Gylfi Arnbjörnsson virðist vera búinn að jafna sig á þeirri rasskellingu sem hann fékk í haust, fyrir ársþing ASÍ, þegar hann óttaðist svo mjög um stöðu sína sem forseti sambandsins. Hann er nú aftur farinn að grafa undan kjörum launafólks með því að tala niður krónuna.
Að halda því fram að krónan sé gerandi í verðbólgubálinu er fáráðnlegt og eingöngu til þess fallið að grafa undan henni. Gjaldmiðill getur aldrei orðið gerandi á neinn hátt, einungis þeir sem með valdið fara og spila með gjaldmiðilinn eru gerendur. Það eru þeir sem sjá til þess að verðbólgubálið sé sem bjartast.
Til þess hafa þeir eitt verkfæri framar öðrum, sem auðveldar þeim þetta brjálæði, verðtryggingu lána. Verðtryggingin er eitthvað besta verkfæri sem upp hefur verið fundið til að viðhalda verðbólgu. Hver hækkun sem verður á verðlagi, leiðir til hækkana lána og þær hækkanir lána leiða til enn aukinnar verðbólgu. Þetta er sennilega næst því sem mannkynið hefur komist til framleiðslu eilífðarvélarinnar.
Eldsneyti þessarar vélar eru nánast hver einasta hækkun sem fyrir finnst. Þegar stjórnvöld telja sig verða að hækka skatta svo ríkissjóður verði rekinn, eykst verðbólgan og skuldir hækka. Þegar erlendir spákaupmenn ákveða að einhverstaðar í heiminum séu kannski litlar byrgður af eldsneyti og hækka verð þess, eykst verðbólgan á Íslandi. Þegar launafólk semur um hækkun sinna launa, svo það geti fætt sínar fjölskyldur og haft húsaskjól, eykst verðbólgan.
Ef Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er eitthvað að meina með þeim orðum að hann vilji meiri stöðugleik krónunnar og ef Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er eitthvað að meina með þeim orðum að hann vilji hag launþega sem mestann, ætti hann að ræða við Gylfa Arnbjörnsson, nefndarmann í nefnd um afnám verðtryggingingar. Sá Gylfi Arnbjörnsson komst að því á einni viku, haustið 2008, að ekki væri forsendur til að afnema verðtrygginguna. Þeirri skoðun hefur sá Gylfi Arnbjörnsson verið duglegur að halda á lofti alla tíð síðan og því kannski einfaldast fyrir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ að fá hann til að skipta um skoðun. Sá fundur gæti farið fram á salerni þar sem einungis þarf spegil sem fundarborð.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, gæti þá farið að vinna að því af fullum krafti að afnám verðtryggingar verði flýtt, til hagsbóta fyrir launþega. Með því væri hann einnig að styðja atvinnurekendur, sérstaklega þau fyrirtæki sem eiga erfitt vegna skuldastöðu. Þar sem SA er svo mikið í mun að nota þann hóp innan sinna raða sem viðmið um getu til launahækkanna, ættu þeir að fagna slíkri hjálp. Gylfi gæti einnig slegið sér á brjóst og sagt að hann væri einnig að hjálpa stjórnvöldum í þeirri skuldasúpu sem þau eru.
Það er þó nauðsynlegt fyrir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, að hlusta ekki á Gylfa Arnbjörnsson, handbendi erlendu vogunnarsjóðanna. Geri hann það ekki, mun verðtryggingin koma þjóðinni á kaldann klaka. Þá munu erlendu vogunnarsjóðirnir hverfa á brott af landinu, með allt fé landsmanna.
Það er ekki víst að Gylfi Arnbjörnsson, handbendi erlendu vogunnarsjóðanna, fái að fljóta með úr landi. Það er líklegra að þeir launi honum með því að skilja hann eftir í skítnum.
Menn eru komnir í lausnagírinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gunnar. Nú hefur ESB-styrkti jólasveinninn hvítskeggjaði fundið út að það sé praktískt að vera laus allra ASÍ-svikamála í desember-mánuði. Mikið hefur forseti ASÍ nú þroskast mikið síðan síðast, eða hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.1.2013 kl. 00:16
Það skilja jú allir að jólasveinninn hefur gífurlega mikið að gera í desember, við að gefa sakleysingjum verðskuldaðar "gjafir".
Þeir valdamestu í ESB kunna að hæðast að mútuþegunum og þrælunum sínum!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.1.2013 kl. 00:22
Mikið rétt Anna.
Hitt er svo annað mál að Gylfa hefur aldrei tekist að ganga frá kjarasamningum áður en gildandi samningur rennur út og því viðbúið að hann verði í kaffi hjá Villa Egils fram yfir jól og sjálfsagt eitthvað fram á árið 2014.
Gunnar Heiðarsson, 13.1.2013 kl. 06:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.