Fals-fræðimenn
12.1.2013 | 09:06
Þeir eru margir fals-fræðimennirnir á Íslandi. Einhverra hluta vegna eru það einmitt þeir "fræðimenn" sem fréttastofa RUV kýs helst að leita til, þegar verið er að fjalla um hin ýmsu málefni.
Þessir "fræðimenn" eiga það sammerkt að þeir hafa kastað fræðunum fyrir pólitíska rétthugsun og sú rétthugsun rímar oftar en ekki við þá pólitísku sýn sem einn ákveðinn stjórnmálaflokkur hefur. Þessir "fræðimenn" freistast einskis til að réttlæta þá sýn og oft er málflutningur þeirra vægast sagt barnalegur.
Þannig hefur einn "fræðimaður" tekið að sér pílagrímsför fyrir flokkinn í því að níða niður landbúnað í landinu. Þar beytir þessi "fræðimaður" aðferðum sem ekkert eiga skylt við þá fræði sem hann lærði, heldur pólitískum áróðri.
Annar "fræðimaður" heldur uppi málflutningi um hversu gífurlega vel flokknum hefur tekist að jafna laun í landinu. Heldur því jafnvel fram að aldrei áður hafi láglaunafólkið, aldraðir og öryrkjar haft það jafn gott og nú. Þessu til staðfestingar gerir hann samanbuði við fyrri tíma og notar þá gjarnan þær stærðir sem henta hverju sinni. Hann telur að tilgangurinn helgi meðalið.
Einn "fræðimaður" er í heilögu stríði gegn þjóð og þingi um stjórnarskrá landsins. Þessi "fræðimaður" lætur sem honum sé mjög umhugað um þetta heilagast plagg þjóðarinnar, en svífst þó einskis til að brjóta það á bak aftur, til þess eins að koma sínum eigin hugmyndum um stjórnskipunina yfir þjóðina. Það hefur sennilega enginn opinber starfshópur gerst jafn brotlegur við stjórnarskrá landsins en sá sem átti að endurskoða hana. Það eru einungis núverandi stjórnvöld sem hafa gengið lengra í slíkum brotum.
Það eru fleiri "fræðimenn" sama marki brendir og þeir þrír sem að ofnan eru nefndir. Allir nota þeir vafasamar aðferðir í sínum málflutningi, segja hálfsannleik og jafnvel beinar lygar. Oftast er þó málflutningur þessara "fræðimanna" með þeim hætti að hvert smábarn sér í gegnum ruglið og bullið, það er helst að fylgjendur eins ákveðins stjórnmálaflokks láti blekkjast. Störf þessara manna eiga ekkert skylt við fræðimennsku. Daglega fá þessir falsspámenn sinn tíma hjá fréttastofu RUV til að boða sín "fræði". Einstaka sinnum álpast einn og einn til að beyta fyrir sig fræðunum, ýtir pólitísku réttsýninni til hliðar. Þetta gerðist um miðjann desember, þegar einn þeirra tók upp á því að gagnrýna störf stjórnlagaráðs og vinnslu stjórnvalda á því máli. Þessum manni var umsvifalaust úthýst af fréttastofu RUV og hefur ekki fengið að láta ljós sitt skýna þar, eftir slíka ósvinnu.
Það er rétt sem Indriði H Indriðason, dósent í stjórnmálafræði við Kaliforníuháskóla, segir. Íslenska fræðimenn skortir heiðarleika, þ.e. gangvart fræðunum.
Heiðarleiki þeiirra gangvart sínum stjórnmálaflokki er hins vegar fölskvalaus.
Segir fræðimenn skorta heiðarleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.