Hlýtur þá að vera gagnkvæmt
21.12.2012 | 13:03
Póst og fjarskiptastofnun telur að Síminn skuli veita öðrum fjarskiptafyrirtækjum aðgang að fjarskiptaneti Mílu. Þá hlýtur að eiga að opna önnur fjarskiptakerfi fyrir Símann.
Þó PFS telji önnur fjarskiptakerfi opin fyrir öllum er ekki svo og ástæða fyrir stofnunina að skoða betur hvernig því er háttað, áður en slíkar fulyrðingar eru lagðar fram.
Hér á Akranesi var lagður ljósleiðari á vegum Gagnaveitunnar í hvert hús, fyrir nokkru. Viðskiptavinir Símans geta þó ekki tengst því kerfi. Verða að skipta um þjónustuaðila til að fá aðgang að því. Það er því rangt að net Gagnaveitunnar sé opið öllum þjónustuveitendum.
Það hvarflar stundum að manni, þegar PFS fellir sína dóma, að þar innanbúða séu einhverjir sem eru á launum hjá ákveðnu fjarskiptafyrirtæki. Ekki er séð að stofnunin felli sína úrskurði á jafnréttisgrundvelli og ekki séð að hún viti nákvæmlega hvað hún er að fjalla um. Þar virðist eitthvað annað búa að baki en staðreyndir.
PFS þrýstir á Símann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.