Áhugavert útaf fyrir sig, svona stjórnmálalega séð
20.12.2012 | 14:56
Engu er líkar en Steingrímur J Sigfússon, formaður VG hafi afneitað eiginn flokki í ræðustól Alþingis. Þar sagði hann:
"Mér finnst það í sjálfu sér áhugavert útaf fyrir sig svona stjórnmálaega séð að Sjálfstæðisflokkurinn, að því er virðist, virðist nú kjósa þá leið að móta sína afstöðu í þessu stóra, risastóra utanríkispólitíska, eða að minnsta kosti formgera sína afstöðu í samstarfi við háttvirtan þingmann Jón Bjarnason inn í utanríkismálanefnd."
Jón Bjarnason er í þeim flokki sem Steingrímur er formaður í. Því virðist vera sem formaður þess flokks sé að vísa þingmanninum út úr flokknum, eða sjálfur að yfirgefa hann. Þar sem þingmaðurinn hefur alla tíð haldið sig við stefnu og samþykktir flokksins í þessu máli, ólíkt formanninum, hlýtur það að vera formaðurinn sem er að yfirgefa flokkinn.
Nú er það svo að allir flokkar utan Samfylkingar hafa tekið ákveðna afstöðu gegn áframhaldi viðræðna, án þess að þjóðin fái að segja sitt álit á því máli. Einungis einn flokkur þykist enn vera með skýra stefnu gegn inngöngu í sambandið.
Því má kannski tala um eitthvað áhugavert svona útaf fyrir sig, þegar þingmenn annara flokka en Samfylkingar, kjósa þá leið að móta sína afstöðu með þeim eina flokki sem vill halda umsókninni til streitu, þvert á vija þjóðarinar og allra annara stórnmálaflokka á Alþingi. Ekki á þetta síst við þegar þeir þingmenn koma úr þeim flokki sem hefur lofað þjóðinni einlægustu andstöðu gegn aðild.
Þá er hægt að tala um eitthvað sem er áhugavert úaf fyrir sig, svona stjórnmálalega séð!
Tímabært að fara yfir málin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.