Heimssýn missir öflugann penna
12.12.2012 | 07:03
Það er ljóst að fáir hafa verið jafn öflugir í skrifum gegn aðlögunarferli ríkisstjórnar Jóhönnu að ESB. Páll hefur skrifað margar og góðar greinar um það efni, enda orðinn einn helsti skotspónn aðildarsinna. Þeim hefur þó reynst erfitt að fara í rökræður gegn Páli, þó sjaldan hafi staðið á skítkastinu.
Hvort sú ákvörðun Páls að draga flokkspólitík inn í þá umræðu, á vettvangi Heimssýnar, hafi verið rétt er aftur spurning. En þeir sem hugsa, vita að erfitt er að ræða þessi mál með öðrum hætti, enda VG sennilega sá flokkur sem lengst hefur gengið í svikum við sína kjósendur, einkum er varðar aðildarumsóknina og aðlögunarferlið í framhaldi af henni. Þeir sem lásu þetta blogg Páls, á vefsíðu Heimssýnar, sáu að þar var einungis sagður sannleikur. En sannleikurinn er stundum sár.
Það er vonandi að einhver taki við skrifum á síðu Heimssýnar, í stað Páls og haldi þar uppi jafn öflugum málflutningi. Það er ljóst að ekki veitir af allri hjálp á þeim vettvangi, þegar aðildarsinnar hafa óheftann aðgang að mútufé ESB.
Það væri svo fróðlegt fyrir þá sem gagnrýndu þessi skrif Páls að lesa þá pistla sem birtir eru á vef "Já, samtakanna, þverpólitískra samtaka þeirra sem vilja að Ísland gangi í ESB". Ekki er mikið spáð á þeim vettvangi hvort ráðist sé gegn einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokkum, heldur beytt öllum meðulum, góðum sem slæmum, sönnum sem ósönnum. Ég tel mig þó bera skyldu til að vara fólk við áður en það fer inn á síðu þessara samtaka, það er fráleitt skemmtileg lesning.
Páll heldur úti góðri síðu sjálfur, þar sem hann skrifar marga pistla á dag og vonandi að hann haldi þeirri iðju áfram, þrátt fyrir þessa uppákomu. Flestir þekkja þá síðu, enda Páll einn vinsælasti bloggari á blog.is. Fyrir þá sem ekki hafa séð þá síðu er linkur inn á hana hér: pallvil.blog.is
Hættur störfum hjá Heimssýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.