Áunnið eða sérvalið minnisleysi

Ofurlaunþegarnir, þessir sem voru á svo háum launum vegna mikillar ábyrgðar, muna ekkert. Þeir muna ekki hver samþykkti tugi milljarða lán, né muna þeir hver fékk svo lánið. Enn síður muna þeir hvers vegna. Jafnvel þó þeim séu sýnd skjöl með þeirra eigin undirskrift, muna þeir ekki eftir að hafa ritað á þau skjöl!

En eitt muna þeir allir; þeir eru saklausir, saklausir af öllum ákærum! Þeir eiga þó erfitt með að rökstyðja það sakleysi, sökum minnisleysis, en saklausir eru þeir. Það muna þeir allir!!

 


mbl.is Þokukenndur dagur í febrúar 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þeir könnuðust við undirskrift sína en útilokuðu ekki að því hefði verið breytt eftir að þeir skrifuðu undir."

Hugsaðu þér þessa firru. Hvers virði eru undirskriftir eiginlega ef það má bara halda svona fram? Myndir þú skipta við mann sem segir svona lagað eða stofnun sem kennir sig við þetta?

Jón Flón (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 13:23

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er a.m.k. ljóst að lítið yrði hlustað á mig ef ég færi í bankann minn og segðist ekki kannast við að hafa skrifað undir lánin, eða að hugsanlega hafi einhver annar breytt skilmálum lánsins eftir undirskrift. Það yrði einfaldlega hlegið að manni og vissulega væri hægt að líta þessar afsakanir ofurlaunþeganna sem grín, ef það grín væri ekki svona dýrt!

Gunnar Heiðarsson, 4.12.2012 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband