Misskilningur formanns stjórnskipunar og eftirlitsnefndar
28.11.2012 | 10:45
Í lögum um stjórnlagaþing, sem stjórnlagaráði var gert að vinna eftir, kemur skýrt fram að afurð þess ráðs skuli afhennt Alþingi. Þetta var gert og efhenntu fulltrúar stjórnlagaráðs forseta Alþingis tillögur sínar.
Þetta segir að sú tillaga sem stjórnlagaráð afhennti er á vegum þingsins, ekki stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Því er það foseta Alþingis að leggja fram frumvarpið, hvað sem hann svo gerir áður.
Eðli málsins samkvæmt fékk stjórnskipunar og efirlitsnefnd málið til skoðunar og meðferðar. Það er þó ekkert í fyrrgrendum lögum sem heimilar nefndinni að taka málið úr höndum forseta Alþingis, þvert á móti á stjórnskipunar og etirlitsnefnd að skila sinni tillögu til forseta Alþingis og hann að leggja frumvarpið fyrir þingið.
Forseti gæti, ef hann teldi svo þurfa, látið aðra skoða þessar tilögur áður en hann leggur þær fyrir þingið. Hann er í engu bundinn af ákvörðun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar.
Hvort þarna er um misskilning hjá formanni nefndrinnar að ræða, eða hvort einhver önnur annarleg hugsun liggur að baki, skal ósagt látið. Það verður þó að túlka þetta sem misskilning þar til annað upplýsist.
Í öllu falli segja lög þau er samþykkt voru um stjórnlagaþing, síðar stjórnlagaráð, að tillögum skuli skilað til forseta Alþingis og honum beri að leggja þær fyrir þingið sem frumvarp. Því verður ekki annað séð en að stjórnvöld, í gegnum stjórnskipunar og eftirlitsnefnd, séu að brjóta eigin lög. Svo sem ekki í fyrsta sinn!!
Eðlilegra ef þingforseti hefði óskað eftir áliti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.