Hefur sjóðurinn þá stolið 600 milljörðum af fólki ?

Það er vissulega ljótt ef satt er, að Íbúðalánasjóður tapi um 600 milljörðum við það eitt að verðtrygging verði afnumin með dómi. Það segir þá væntanlega að sjóðurinn hafi rukkað lántakendur um 600 milljarða auka! Slíkt kallast ekki stuldur, heldur stórfellt rán!!

En auðvitað er þessi niðurstaða hins hálærða framkvæmdastjóra Analytica ekki rétt. Þarna virðist hann taka verðtrygginguna í heild sér og gjaldfæra hana, en haldi þeim vöxtum sem lánin héldu. Það mun að sjálfsögðu ekki vera farin sú leið, heldur tekinn sá mismunur sem verðtrygging gaf sjóðnum, þá sérstaklega við fall bankanna og mánuðina þar á eftir.

Auðvitað væri gott fyrir margar fjölskyldur ef þetta gengi eftir eins og hinn hálærði maður segir og mætti segja að það væri hið eina réttlæti úr því sem komið er, en varla er við slíku að búast.

Það sem þó er sárast við þetta allt saman er að koma hefði mátt í veg fyrir þessi málaferli, ef stjórnvöld hefðu einungis staðið við gefin loforð og myndað skjaldborg um heimili landsins. Ef farin hefði verið sú leið að gera lántakendum jafnt undr höfði og innistæðieigendur fengu við setningu neyðarlaganna.

Þess í stað var ákveði að fara leið mismununar og hjálpa fjármálafyrirtækjum, reysa skjaldborg um þau. Sú hjálp fólst m.a. í því að láta þau ákveða með hvaða hætti best væri að veita lántakendum aðstoð og auðvitað fóru fjármálaöflin þá leið að hjálpa þeim sem óvarlegast höfðu farið fyrir hrun, en skilja aðra eftir. Þetta var þó engin hjálp til þessa fólks, heldir lengdi einungis getu þeirra til að greiða af lánunum um einhverja mánuði. Það kom auðvitað eingum að gagni nema fjármálafyrirtækjunum sjálfum!!

Þessum aðgerðum hæla stjórnvöld sér af, þó þau í raun hafi ekki á neinn hátt komið að ákvörðun þeirra eða lagt til þeirra fjármagn. Þessum aðgerðum hæla stjórnvöld sér af, þó þau ættu að skammast sín fyrir að hafa opnað leið fjármálafyrirtækjanna að vösum landsmanna!!

 

 


mbl.is Myndu tapa 600 milljörðum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar svona er komið er helvíti fúlt þegar maður fattar að "fjármálafyrirtækin" og "fjármagnseigendurnir" eru við. Að við höfum kannski ekki mátt gera samninga við lántakendur um að þeir greiddu okkur sömu verðmæti til baka.

Þetta eru nefnilega bara okkar peningar sem verið er að tala um. Okkar ellilífeyrir, okkar skuldugi Íbúðalánasjóður sem okkar ríki ábyrgist og okkar greiðsluábyrgð á öllum skuldum ríkisins. Skjaldborgin sem kallað er eftir er ekkert annað en að sjóða og éta útsæðið. Við erum að tala um lægri lífeyri til okkar í framtíðinni, hærri skatta, samdrátt í heilbrigðis og menntakerfi og almennt lakari lífskjör en hér hafa sést í áratugi.

Hvort sem það var rétt eða rangt af stjórnvöldum að fara ekkl þessa leið ef dómstólar kalla hana hvort sem er yfir okkur er e.t.v. aukaatriði. Enda er sennilega ekki nein stjórn sem hefði getað gert öðruvísi. Því eina fjármagnið sem nokkur stjórn hefur yfir að ráða eru skattar okkar nú og til framtíðar.

Hvar er nú Norska orðabókin, best að fara að venja fjölskylduna við.

sigkja (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband