Allir með trygg veð nema íbúar

Enn á ný á að velta vandanum yfir á þá sem síst mega sín og enn eru lífeyrissjóðirnir í aðalhlutverki.

Vandi Eirar er mikill og verður ekki leystur nema með aðstoð lánveytenda. Lífeyrissjóðirnir segjast ekki mega gefa eftir og Íbúðalánasjóður segist ekki mega gefa eftir nema aðrir geri það einnig. Því er málið í pattstöðu og þolendur málsins eru í óvissu. Þeir vita þó að þeir hafa enga tryggingu fyrir þeim peningum sem þeir lánuðu.

Hver ástæða vanda Eirar er, er auðvitað sérstakt rannsóknarefni, en það sem þarf að leysa er vandi þeirra íbúa sem létu ævisparnað sinn í þennan rekstur. Það er hinn raunverulegi vandi.

Nú koma þeir aðilar sem þetta fólk hefur byggt upp á sinni vinnuævi, lífeyrissjóðirnir og segjast ekkert mega gera. Þetta eru þeir sjóðir sem sama fólk hefur byggt upp og er nú að tapa sínu fé, vegna þvermóðsku sjóðanna.

Það er merkileg staðreynd að það hefur ekki vafist fyrir þessum sjóðum að fella niður skuldir vildarvina sinna, oft hjá þeim sem þó greiddu lítið eða ekkert til sjóðanna og eiga ekki þar eina krónu inni. En þegar kemur að því að hjálpa sjóðsfélugum sjálfum er alltaf sama svarið; lagaheimild vantar!

Vegna afskrifta sjóðanna og fjár sem þeir töpuðu í póker við útrásarguttana, hefur þurft að skerða réttindi sjóðsfélaga. Og enn eru þessir sjóðir að spila póker fáráðnleikans. Síðast í gær barst frétt af því að lífeyrissjóðir væru að selja sjálfum sér flugfélag, með miklum hagnaði. Minnir það nokkuð á fréttir ársins 2007?

Það er ljóst að lífeyrissjóðirnir eru orðnir ríki í ríkinu, eru ófreskja fjármálaaflanna. Þar er ekkert mál að aðstoða útrásarguttana, en borið fyrir að lagaheimild vanti svo hægt sé að hjálpa sjóðsfélugum. Lagasetning er þó að forminu til í höndum Alþingis, en ljóst er að stjórnvöld þor ekki, þau bugta sig fyrir fjármálaöflunum, sem fyrr. Hin raunverulega lagasetning verður til utan veggja Alþingis, fjármálaöflin fara með hana.

Það er nauðsynlegt að brjóta þetta kerfi upp til grunna. Það hefur sýnt sig að það gengur ekki. Réttindi sjóðsfélaga skerðast, meðan stjórnendur sjóðanna spila póker. Þar hefur ekkert breyst frá hruni, annað en í stað þess að spila póker við útrásargutta, spila sjóðirnir nú póker sín á milli.

 


mbl.is Mega ekki afskrifa lán vegna Eirar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála allt við það sama og fyrir hrunið ekkert uppgjör heldur er vandanum vellt yfir á almenning og fyrirtæki landsisn og þau eiga að borga skellin! Hrun nr 2 að verða að veruleika!

Sigurður Haraldsson, 13.11.2012 kl. 08:28

2 identicon

Þú gætir sent þínum lífeyrissjóði umboð til að gefa lántökum sem eru í kröggum helming af þínum lífeyrissjóði. Þetta eru jú þínir peningar sem lántakar eiga í erfiðleikum með að endurgreiða. Þú ert ein af þessum ófreskjum fjármálaaflanna, fjármagnseigandi og lánveitandi.

sigkja (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband