Löng og leiðinleg skýrsla, full af hálfsannleik
5.11.2012 | 02:02
Skýrsla sú sem Ásgeir Jónsson tók þátt í að gera fyrir Samtök fjármálafyrirtækja, er bæði löng og leiðinleg. Í stuttu máli má segja að niðurstaða hennar sé á þann veg að verðtrygging sé slæm fyrir bankakerfið en góð fyrir lántakendur!
Þetta er auðvitað nokkuð langt frá þeirri reynnslu sem flestir lánþegar upplifa og nokkuð ljóst að ef satt reynist ættu bankarnir að vera komnir af fótum fram. Það er ekki alveg í samræmi við þann stórundarlega og yfirgengna hagnað þeirra.
Þegar skýrslan er lesin, þótt leiðinleg sé og löng, er varla hægt annað en að komast að sömu niðursrstöðu. Það er svo þegar skoðaðar eru forsendur skýrslunnar sem maður verður hissa. Þarna er vísvitandi farið fram með hálfsannleik, forsendum raðað eftir hentugleika og framsetningin beinlínis villandi.
Ekkert er rætt um bankahrunið í skýrslunni, eins og það hafi aldrei orðið. Allar forsendur miðast við að verðbólga sé innan skynsamlegra marka, eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Mörg línurit og súlurit eru í skýrslunni, um hinar og þessar stærðir. Það vekur athygli að tímalengd þessara grafa er misjafn, stundum frá "95 til "98, stundum frá "98 til dagsins í dag og í einstaka tilfellum frá "95 til dagsins í dag, en þá eingöngu um stærðir sem ekki skipta máli í verðtryggingunni. Verst er þó sá samanburður sem gerður er undir lok skýrsunnar, á greiðslubyrgði verðtryggðra lána og óverðtryggðra. Þar byrjar grafið á deginum í dag og fram til næstu 25 og 40 ára. Verðbólga er ætluð 4% í versta falli allan þann tíma, en vextir að óverðtryggðum lánum yfir 9%.
Sú staðreynd að ekki skuli vera tekið á þeirri stökkbreytingu lána sem varð við fall bankanna og þau vandræði sem það hefur skapað fyrir lánþega, einkum þá sem eru með verðtryggð húsnæðislán, gerir þessa skýrslu í besta falli ótrúverðuga. Að ekki er á neinn hátt skoðað það eignartjón sem fólk varð fyrir í og eftir hrun, vegna verðtryggingarinnar. Það er ljóst að tilurð þessarar skýrslu er að sýna fram á að verðtryggingu skuli haldið áfram.
Þesi skýrsla sýnir svart á hvítu að hægt er að reikna sig niður til helvítis og til baka aftur. Að talnaspekingum er allt mögulegt, einungis spurning um rétt val á forsendum og framsetning sem hæfir.
Nú er það svo að þó Ásgeir sé meðhöfundur skýrslu samda fyrir SFF, er ekki þar með sagt að hann fylgi þeim málflutningi eftir sem í skýrslunni er. Verið getur að hann flytji allt annað mál á fundinum, a.m.k. mun hann ekki hafa tíma til að lesa alla skýrsluna á þeim fundi, enda upp á 200 blaðsíður.
Það verður því fróðlegt að fylgjast með því sem frá þessum fundi kemur. Ef það er eitthvað í líkingu við það sem þessi skýrsla fjallar um, getur Sjálfstæðisflokkurinn gleymt því að komast til valda eftir næstu kosningar. Þá hefur hann stimplað sig út úr kosningabaráttunni.
Fundur um verðtrygginguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrir viku síðan var fundur sem einn stjórnmálaflokkur hélt og þar var boðið fulltrúum tveggja félaga sem hafa beitt sér gegn verðtryggingu, þ.e. Hagsmunasamtaka heimilanna og Verkalýðsfélags Akraness.
Nú blæs annar flokkur til fundar um sama mál og þá er boðið höfundi skýrslu sem var pöntuð af samtökum fjármálafyrirtækja sem hafa mörg hver beinan hag af verðtryggingu, og hafa verið ósveigjanleg um leiðréttingu hennar.
Merkilegar andstæður sem birtast í þessu.
P.S. Takk fyrir frábæran pistil.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2012 kl. 03:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.